Talsmenn samtaka um borgaraleg réttindi, The American Civil Liberties Union, brugðust illa við orðum forsetans og sögðu að slíkt væri bæði ólöglegt og bryti auk þess í bága við stjórnarskrá landsins, þá sömu og Trump hafi svarið eið að þegar hann tók embætti.
„Við getum ekki leyft öllu þessu fólki að ráðast inn í landið okkar,“ sagði forsetinn í tísti sem hann skrifaði á meðan honum var ekið til einkagolfklúbbs hans í norðurhluta Virginíu að því er fram kemur í frétt AP.

„Það sem Trump forseti stingur upp á er bæði ólöglegt og brýtur gegn stjórnarskránni,“ segir Omar Jadwat, framkvæmdastjóri ACLU, samtaka um réttindi innflytjenda. „Hvaða embættismaður sem er, sem hefur svarið þess eið að framfylgja stjórnarskránni og réttvísinni, ætti fortakslaust að afneita þessu.“