Þegar pylsurnar seldust upp Sif Sigmarsdóttir skrifar 23. júní 2018 10:00 Kvenréttindadagurinn var haldinn hátíðlegur í vikunni er þess var minnst að 19. júní árið 1915 fengu konur á Íslandi, fjörutíu ára og eldri, kosningarétt. Sama dag mátti lesa eftirfarandi fyrirsögn á vefmiðlinum Visir.is: „Fyrsta konan til að gegna stöðu framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins.“ Tímasetningin var eflaust tilviljun en ég kaus að taka fréttinni sem glaðningi í tilefni dagsins. Ég hafði ekki hugmynd um hvað Bílgreinasambandið var en ég túlkaði það sem svo að enn eitt vígið væri fallið. En skyndilega runnu á mig tvær grímur. Samfélagið fór á hliðina Skrefin sem stigin hafa verið í átt að jafnrétti kynjanna síðan konur fengu kosningarétt eru mörg. Eitt af þeim stærri var tekið hinn 24. október 1975. Einhver klúrari í hugsun en undirrituð kynni að segja það táknrænt að sama dag urðu verslanir landsins uppiskroppa með pylsur. Umræddan októberdag fóru íslenskar konur í verkfall. Þær mættu ekki til vinnu og neituðu að sinna heimilisstörfum á borð við að þrífa, sjá um börn og elda mat. Með framtakinu vildu konur sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Í ljós kom að þegar krafta kvenna naut ekki við lagðist samfélagið á hliðina. Skólar, dagheimili, bankar, verksmiðjur og margar verslanir neyddust til að loka dyrum sínum. Feður urðu að taka börn sín með sér í vinnuna og birgðu þeir sig margir upp af nammi, litum og litabókum til að múta börnunum með og tryggja að þau höguðu sér vel. Í fréttatímum útvarpsins mátti heyra óm í börnum að leik á meðan þulurinn las fréttirnar. Að vinnu lokinni þurftu karlmenn landsins, sem litla reynslu höfðu af matseld, að gefa börnunum að borða. Eini skyndibiti landsins, pylsur, seldist upp. Fyrsta konan Margir eru þeirrar skoðunar að kvennafrídagurinn árið 1975 hafi markað þáttaskil í jafnréttisbaráttunni hér á landi. Sumarið 1980 voru forsetakosningar á Íslandi. Vigdís Finnbogadóttir, fráskilin, einstæð móðir, ákvað að bjóða sig fram. Mótframbjóðendur hennar voru þrír virðulegir karlar. „Ég átti ekki vona á að sigra,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir í nýlegu viðtali við breska blaðið The Guardian. „Ég vildi einfaldlega sýna fram á að kona gæti gefið kost á sér.“ Í næstu viku eru þrjátíu og átta ár frá því að Vigdís bar sigur úr býtum og varð fyrsta konan í heiminum sem kosin var í lýðræðislegum kosningum til að gegna hlutverki þjóðhöfðingja. Vígdís fullyrti í viðtali við Breska ríkisútvarpið að ef ekki hefði verið fyrir kvennafrídaginn 1975 hefði hún aldrei orðið forseti. „Dagurinn var fyrsta skrefið í átt að frelsun íslenskra kvenna,“ sagði hún. „Hann lamaði landið og opnaði augu margra karlmanna.“ Hversdagslegt í sextán ár Um daginn heimsótti ég grunnskóla í London til að lesa upp úr einni af bókum mínum. Í tilefni þess að Bretar fagna því nú að hundrað ár eru frá því að breskar konur fengu kosningarétt sagði ég krökkunum frá deginum þegar pylsurnar kláruðust á Íslandi sem varð til þess að öll mín uppvaxtarár sat kona á forsetastóli. Einn nemendanna spurði mig spurningar sem hefði átt að vera auðsvarað: „Fannst þér það ekki merkilegt?“ Spurningin vafðist hins vegar fyrir mér. Að endingu tókst mér að stynja upp svari: „Nei.“ Kjör Vigdísar í embætti forseta Íslands breytti viðhorfi fólks til kvenna í valdastöðum. Ekki vegna þess hve merkilegt það var, heldur einmitt vegna þess hversu hversdagslegt það varð í sextán ára forsetatíð hennar að sjá konu gegna æðstu stöðu landsins. Í síðustu viku féll enn eitt vígið er fréttir bárust af því að kona hefði verið ráðin framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins í fyrsta sinn. En þótt fréttirnar séu fagnaðarefni er fréttin sjálf birtingarmynd þeirrar baráttu sem enn bíður okkar. Það er ekki fyrr en að kona er ráðin framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins og það kemst ekki í fréttirnar að hillir undir endamark jafnréttisbaráttunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Kvenréttindadagurinn var haldinn hátíðlegur í vikunni er þess var minnst að 19. júní árið 1915 fengu konur á Íslandi, fjörutíu ára og eldri, kosningarétt. Sama dag mátti lesa eftirfarandi fyrirsögn á vefmiðlinum Visir.is: „Fyrsta konan til að gegna stöðu framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins.“ Tímasetningin var eflaust tilviljun en ég kaus að taka fréttinni sem glaðningi í tilefni dagsins. Ég hafði ekki hugmynd um hvað Bílgreinasambandið var en ég túlkaði það sem svo að enn eitt vígið væri fallið. En skyndilega runnu á mig tvær grímur. Samfélagið fór á hliðina Skrefin sem stigin hafa verið í átt að jafnrétti kynjanna síðan konur fengu kosningarétt eru mörg. Eitt af þeim stærri var tekið hinn 24. október 1975. Einhver klúrari í hugsun en undirrituð kynni að segja það táknrænt að sama dag urðu verslanir landsins uppiskroppa með pylsur. Umræddan októberdag fóru íslenskar konur í verkfall. Þær mættu ekki til vinnu og neituðu að sinna heimilisstörfum á borð við að þrífa, sjá um börn og elda mat. Með framtakinu vildu konur sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Í ljós kom að þegar krafta kvenna naut ekki við lagðist samfélagið á hliðina. Skólar, dagheimili, bankar, verksmiðjur og margar verslanir neyddust til að loka dyrum sínum. Feður urðu að taka börn sín með sér í vinnuna og birgðu þeir sig margir upp af nammi, litum og litabókum til að múta börnunum með og tryggja að þau höguðu sér vel. Í fréttatímum útvarpsins mátti heyra óm í börnum að leik á meðan þulurinn las fréttirnar. Að vinnu lokinni þurftu karlmenn landsins, sem litla reynslu höfðu af matseld, að gefa börnunum að borða. Eini skyndibiti landsins, pylsur, seldist upp. Fyrsta konan Margir eru þeirrar skoðunar að kvennafrídagurinn árið 1975 hafi markað þáttaskil í jafnréttisbaráttunni hér á landi. Sumarið 1980 voru forsetakosningar á Íslandi. Vigdís Finnbogadóttir, fráskilin, einstæð móðir, ákvað að bjóða sig fram. Mótframbjóðendur hennar voru þrír virðulegir karlar. „Ég átti ekki vona á að sigra,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir í nýlegu viðtali við breska blaðið The Guardian. „Ég vildi einfaldlega sýna fram á að kona gæti gefið kost á sér.“ Í næstu viku eru þrjátíu og átta ár frá því að Vigdís bar sigur úr býtum og varð fyrsta konan í heiminum sem kosin var í lýðræðislegum kosningum til að gegna hlutverki þjóðhöfðingja. Vígdís fullyrti í viðtali við Breska ríkisútvarpið að ef ekki hefði verið fyrir kvennafrídaginn 1975 hefði hún aldrei orðið forseti. „Dagurinn var fyrsta skrefið í átt að frelsun íslenskra kvenna,“ sagði hún. „Hann lamaði landið og opnaði augu margra karlmanna.“ Hversdagslegt í sextán ár Um daginn heimsótti ég grunnskóla í London til að lesa upp úr einni af bókum mínum. Í tilefni þess að Bretar fagna því nú að hundrað ár eru frá því að breskar konur fengu kosningarétt sagði ég krökkunum frá deginum þegar pylsurnar kláruðust á Íslandi sem varð til þess að öll mín uppvaxtarár sat kona á forsetastóli. Einn nemendanna spurði mig spurningar sem hefði átt að vera auðsvarað: „Fannst þér það ekki merkilegt?“ Spurningin vafðist hins vegar fyrir mér. Að endingu tókst mér að stynja upp svari: „Nei.“ Kjör Vigdísar í embætti forseta Íslands breytti viðhorfi fólks til kvenna í valdastöðum. Ekki vegna þess hve merkilegt það var, heldur einmitt vegna þess hversu hversdagslegt það varð í sextán ára forsetatíð hennar að sjá konu gegna æðstu stöðu landsins. Í síðustu viku féll enn eitt vígið er fréttir bárust af því að kona hefði verið ráðin framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins í fyrsta sinn. En þótt fréttirnar séu fagnaðarefni er fréttin sjálf birtingarmynd þeirrar baráttu sem enn bíður okkar. Það er ekki fyrr en að kona er ráðin framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins og það kemst ekki í fréttirnar að hillir undir endamark jafnréttisbaráttunnar.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun