Bjóða allt hlutafé Íslenska gámafélagsins til sölu Hörður Ægisson skrifar 20. júní 2018 06:00 Velta Íslenska gámafélagsins hefur nærri tvöfaldast frá 2012. Hluthafar Íslenska gámafélagsins, eignarhaldsfélagið Gufunes og fagfjárfestasjóðurinn Auður I hafa ákveðið að bjóða til sölu allt hlutafé félagsins. Það er fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka sem hefur umsjón með söluferlinu en í stuttri fjárfestakynningu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, kemur fram að áætlað sé að velta fyrirtækisins á þessu ári verði um 4,9 milljarðar króna og hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) um 650 milljónir. Formlegt söluferli hófst í byrjun þessa mánaðar en gert er ráð fyrir að fyrstu óskuldbindandi tilboðin berist frá fjárfestum á fyrri helmingi júlímánaðar. Aðalstarfsemi Íslenska gámafélagsins er almenn sorphirða og útleiga á gámum, bifreiðum og tækjum. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru 4.500 talsins og samanstanda af 2.800 fyrirtækjum og stofnunum, 1.700 einstaklingum og 23 sveitarfélögum. Allt hlutafé Vélamiðstöðvarinnar, dótturfélags Íslenska gámafélagsins, er jafnframt til sölu en samtals starfa um 300 manns hjá fyrirtækjunum. Íslenska gámafélagið er í jafnri eigu Gufuness ehf. og Auðar I en stærsti hluthafi Gufuness er Jón Þórir Frantzon, sem er jafnframt stjórnarformaður Íslenska gámafélagsins. Í fjárfestakynningunni kemur fram að frá árinu 2012 hafi velta félagsins nærri tvöfaldast og nemur árlegur vöxtur að meðaltali um 10,7 prósentum. Þá hefur EBITDA félagsins þrefaldast yfir sama tímabil og er gert ráð fyrir að EBITDA sem hlutfall af tekjum verði um 13 prósent á þessu ári. Efnahagsreikningur Íslenska gámafélagsins hefur stækkað mjög á síðustu árum samhliða auknum umsvifum og endurnýjun á bifreiðum og flutningatækjum. Heildareignir í árslok 2017 námu 5,5 milljörðum. Nettó skuldir félagsins voru um 2,8 milljarðar og eigið fé nam 1,7 milljörðum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Hluthafar Íslenska gámafélagsins, eignarhaldsfélagið Gufunes og fagfjárfestasjóðurinn Auður I hafa ákveðið að bjóða til sölu allt hlutafé félagsins. Það er fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka sem hefur umsjón með söluferlinu en í stuttri fjárfestakynningu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, kemur fram að áætlað sé að velta fyrirtækisins á þessu ári verði um 4,9 milljarðar króna og hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) um 650 milljónir. Formlegt söluferli hófst í byrjun þessa mánaðar en gert er ráð fyrir að fyrstu óskuldbindandi tilboðin berist frá fjárfestum á fyrri helmingi júlímánaðar. Aðalstarfsemi Íslenska gámafélagsins er almenn sorphirða og útleiga á gámum, bifreiðum og tækjum. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru 4.500 talsins og samanstanda af 2.800 fyrirtækjum og stofnunum, 1.700 einstaklingum og 23 sveitarfélögum. Allt hlutafé Vélamiðstöðvarinnar, dótturfélags Íslenska gámafélagsins, er jafnframt til sölu en samtals starfa um 300 manns hjá fyrirtækjunum. Íslenska gámafélagið er í jafnri eigu Gufuness ehf. og Auðar I en stærsti hluthafi Gufuness er Jón Þórir Frantzon, sem er jafnframt stjórnarformaður Íslenska gámafélagsins. Í fjárfestakynningunni kemur fram að frá árinu 2012 hafi velta félagsins nærri tvöfaldast og nemur árlegur vöxtur að meðaltali um 10,7 prósentum. Þá hefur EBITDA félagsins þrefaldast yfir sama tímabil og er gert ráð fyrir að EBITDA sem hlutfall af tekjum verði um 13 prósent á þessu ári. Efnahagsreikningur Íslenska gámafélagsins hefur stækkað mjög á síðustu árum samhliða auknum umsvifum og endurnýjun á bifreiðum og flutningatækjum. Heildareignir í árslok 2017 námu 5,5 milljörðum. Nettó skuldir félagsins voru um 2,8 milljarðar og eigið fé nam 1,7 milljörðum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent