Afkoma álversins í Straumsvík batnar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. júní 2018 06:00 Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. Álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík tapaði tæpum 393 þúsund dölum eða sem jafngildir 43 milljónum króna í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins. Afkoman batnaði á milli ára, þrátt fyrir taprekstur, en álverið skilaði tapi upp á 34 milljónir dala árið 2016. Í skýrslu stjórnar félagsins, Rio Tinto á Íslandi hf., segir að markaðsaðstæður hafi haldið áfram að batna á árinu og verð á afurðum hækkað jafnt og þétt. Það hafi leitt til metframleiðslu en framleiðsla kerskála var í heild sinni 211.534 tonn á árinu og jókst um sex þúsund tonn frá fyrra ári. Sölutekjur álversins námu 521 milljón dala og jukust um 37 prósent frá árinu 2016 og þá voru rekstrargjöldin tæplega 522 milljónir dala borið saman við 429 milljónir dala árið áður. Munaði þar mestu um þyngri launakostnað en hann jókst um hátt í fimmtung á síðasta ári. Álverið í Straumsvík skilaði rekstrarhagnaði upp á 619 þúsund dali í fyrra borið saman við 47 milljóna dala rekstrartap árið 2016. Eignir félagsins námu 588 milljónum dala í lok síðasta árs en þær voru 707 milljónir dala í lok árs 2016. Eigið fé var 518 milljónir í lok árs 2017. Þá var fjöldi ársverka 399 á árinu samanborið við 416 árið 2016. Sem kunnugt er gerði norski álframleiðandinn Norsk Hydro kauptilboð í álver Rio Tinto í Straumsvík í febrúar síðastliðnum. Er gert ráð fyrir að kaupin gangi í gegn undir lok þessa mánaðar, að því er segir í ársreikningnum. Birtist í Fréttablaðinu Stóriðja Tengdar fréttir Hydro gerir kauptilboð í álverið í Straumsvík Norski álframleiðandinn Norsk Hydro ASA hefur gert skuldbindandi tilboð um kaup á öllu útgefnu hlutafé í álverksmiðjunni ISAL af Rio Tinto. 26. febrúar 2018 09:39 Norsk Hydro segir álverið í Straumsvík til framtíðar Norska félagið Hydro lítur á kaupin á ÍSAL sem framtíðarfjárfestingu, en tilkynnt var í dag um bindandi kauptilboð í þetta elsta álver Íslands. 26. febrúar 2018 21:15 Yfir 30% hækkun álverðs innspýting í efnahagslífið Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað um þrjátíu prósent frá því í fyrra. Framkvæmdastjóri Samáls segir þetta afar góð tíðindi fyrir áliðnaðinn og íslensku orkufyrirtækin. 9. september 2017 23:36 Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra Sjá meira
Álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík tapaði tæpum 393 þúsund dölum eða sem jafngildir 43 milljónum króna í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins. Afkoman batnaði á milli ára, þrátt fyrir taprekstur, en álverið skilaði tapi upp á 34 milljónir dala árið 2016. Í skýrslu stjórnar félagsins, Rio Tinto á Íslandi hf., segir að markaðsaðstæður hafi haldið áfram að batna á árinu og verð á afurðum hækkað jafnt og þétt. Það hafi leitt til metframleiðslu en framleiðsla kerskála var í heild sinni 211.534 tonn á árinu og jókst um sex þúsund tonn frá fyrra ári. Sölutekjur álversins námu 521 milljón dala og jukust um 37 prósent frá árinu 2016 og þá voru rekstrargjöldin tæplega 522 milljónir dala borið saman við 429 milljónir dala árið áður. Munaði þar mestu um þyngri launakostnað en hann jókst um hátt í fimmtung á síðasta ári. Álverið í Straumsvík skilaði rekstrarhagnaði upp á 619 þúsund dali í fyrra borið saman við 47 milljóna dala rekstrartap árið 2016. Eignir félagsins námu 588 milljónum dala í lok síðasta árs en þær voru 707 milljónir dala í lok árs 2016. Eigið fé var 518 milljónir í lok árs 2017. Þá var fjöldi ársverka 399 á árinu samanborið við 416 árið 2016. Sem kunnugt er gerði norski álframleiðandinn Norsk Hydro kauptilboð í álver Rio Tinto í Straumsvík í febrúar síðastliðnum. Er gert ráð fyrir að kaupin gangi í gegn undir lok þessa mánaðar, að því er segir í ársreikningnum.
Birtist í Fréttablaðinu Stóriðja Tengdar fréttir Hydro gerir kauptilboð í álverið í Straumsvík Norski álframleiðandinn Norsk Hydro ASA hefur gert skuldbindandi tilboð um kaup á öllu útgefnu hlutafé í álverksmiðjunni ISAL af Rio Tinto. 26. febrúar 2018 09:39 Norsk Hydro segir álverið í Straumsvík til framtíðar Norska félagið Hydro lítur á kaupin á ÍSAL sem framtíðarfjárfestingu, en tilkynnt var í dag um bindandi kauptilboð í þetta elsta álver Íslands. 26. febrúar 2018 21:15 Yfir 30% hækkun álverðs innspýting í efnahagslífið Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað um þrjátíu prósent frá því í fyrra. Framkvæmdastjóri Samáls segir þetta afar góð tíðindi fyrir áliðnaðinn og íslensku orkufyrirtækin. 9. september 2017 23:36 Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra Sjá meira
Hydro gerir kauptilboð í álverið í Straumsvík Norski álframleiðandinn Norsk Hydro ASA hefur gert skuldbindandi tilboð um kaup á öllu útgefnu hlutafé í álverksmiðjunni ISAL af Rio Tinto. 26. febrúar 2018 09:39
Norsk Hydro segir álverið í Straumsvík til framtíðar Norska félagið Hydro lítur á kaupin á ÍSAL sem framtíðarfjárfestingu, en tilkynnt var í dag um bindandi kauptilboð í þetta elsta álver Íslands. 26. febrúar 2018 21:15
Yfir 30% hækkun álverðs innspýting í efnahagslífið Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað um þrjátíu prósent frá því í fyrra. Framkvæmdastjóri Samáls segir þetta afar góð tíðindi fyrir áliðnaðinn og íslensku orkufyrirtækin. 9. september 2017 23:36