Lesum í allt sumar Lilja Alfreðsdóttir skrifar 9. júlí 2018 10:00 Mikilvægi lesturs og lesskilnings er ótvírætt. Við höfum lagt á það ríka áherslu síðustu ár að bæta læsi, ekki síst hjá börnunum okkar. Sumarið er tími samverunnar, útivistar og leikja en það er mikilvægt að minna á lesturinn líka. Það er staðreynd að ef barn les ekkert yfir sumartímann getur orðið allt að þriggja mánaða afturför á lestrarfærni þess í sumarfríinu. Góðu fréttirnar eru þó að það þarf ekki mikið til að börn viðhaldi færninni eða taki jafnvel framförum. Rannsóknir sýna að til þess að koma í veg fyrir þessa afturför dugar að lesa aðeins 4-5 bækur yfir sumarið eða lesa að jafnaði tvisvar til þrisvar í viku í um það bil 15 mínútur í senn.Foreldrarnir besta fyrirmyndin Sem hvatningu fyrir lesendur á grunnskólaaldri höfum við skipulagt sumarlestrarleik með góðri hjálp, meðal annars frá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta og Menntamálastofnun. Það er framhald Söguboltans, samstarfsverkefnis mennta- og menningarmálaráðuneytis, barnabókahöfunda og RÚV sem skipulagt var í tengslum við þátttöku landsliðsins í heimsmeistaramótinu í júní en þar tvinnum við saman tvær ástríður landsmanna, fótbolta og bókmenntir. Söguboltaþættina má finna á vef KrakkaRÚV og lestrarleikurinn fór í loftið um helgina. Hann er einfaldur og til þess gerður að hvetja krakka til þess að lesa, á alla vegu og í allt sumar. Gleymum því ekki að bestu fyrirmyndir barnanna þegar kemur að lestri eru foreldarnir. Það er vænlegra til árangurs ef fleiri taka sér bók í hönd á heimilinu en börnin. Sem fyrr læra þau það sem fyrir þeim er haft og þess vegna þurfum við öll að muna eftir því að lesa líka. Setjum lesturinn á dagskrá í sumar, leggjum frá okkur snjalltækin og finnum okkur tíma í sól eða regni til þess að njóta góðra bóka. Það eru kannski ekki verðlaun í boði fyrir okkur fullorðna fólkið önnur en lestraránægjan – en hún er líka heilmikils virði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægi lesturs og lesskilnings er ótvírætt. Við höfum lagt á það ríka áherslu síðustu ár að bæta læsi, ekki síst hjá börnunum okkar. Sumarið er tími samverunnar, útivistar og leikja en það er mikilvægt að minna á lesturinn líka. Það er staðreynd að ef barn les ekkert yfir sumartímann getur orðið allt að þriggja mánaða afturför á lestrarfærni þess í sumarfríinu. Góðu fréttirnar eru þó að það þarf ekki mikið til að börn viðhaldi færninni eða taki jafnvel framförum. Rannsóknir sýna að til þess að koma í veg fyrir þessa afturför dugar að lesa aðeins 4-5 bækur yfir sumarið eða lesa að jafnaði tvisvar til þrisvar í viku í um það bil 15 mínútur í senn.Foreldrarnir besta fyrirmyndin Sem hvatningu fyrir lesendur á grunnskólaaldri höfum við skipulagt sumarlestrarleik með góðri hjálp, meðal annars frá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta og Menntamálastofnun. Það er framhald Söguboltans, samstarfsverkefnis mennta- og menningarmálaráðuneytis, barnabókahöfunda og RÚV sem skipulagt var í tengslum við þátttöku landsliðsins í heimsmeistaramótinu í júní en þar tvinnum við saman tvær ástríður landsmanna, fótbolta og bókmenntir. Söguboltaþættina má finna á vef KrakkaRÚV og lestrarleikurinn fór í loftið um helgina. Hann er einfaldur og til þess gerður að hvetja krakka til þess að lesa, á alla vegu og í allt sumar. Gleymum því ekki að bestu fyrirmyndir barnanna þegar kemur að lestri eru foreldarnir. Það er vænlegra til árangurs ef fleiri taka sér bók í hönd á heimilinu en börnin. Sem fyrr læra þau það sem fyrir þeim er haft og þess vegna þurfum við öll að muna eftir því að lesa líka. Setjum lesturinn á dagskrá í sumar, leggjum frá okkur snjalltækin og finnum okkur tíma í sól eða regni til þess að njóta góðra bóka. Það eru kannski ekki verðlaun í boði fyrir okkur fullorðna fólkið önnur en lestraránægjan – en hún er líka heilmikils virði.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar