Gefur leyfi fyrir flugi risavaxinnar Trump-fígúru er forsetinn heimsækir London Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. júlí 2018 23:30 Svona lítur fígúran út. Sadiq Khan, borgarstjóri London, hefur gefið sitt leyfi fyrir því að risastórri uppblásinni eftirmynd af barnungum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði flogið yfir borgina í næstu viku, á sama tíma og von er á forsetanum í opinbera heimsókn til borgarinnar. BBC greinir frá.Skipuleggjendur hafa safnað hátt í átján þúsund pundum, um 2,5 hálfri milljón króna, til þess að búa til helíum-fyllta fígúru sem þeir segja tákna persónu Trump sem sé „reitt barn með brothætta sjálfsmynd og pínulitlar hendar.“Fyrirbærið er sex metra hátt og hafa skipuleggjendurnir fengið leyfi borgarstjórans til þess að fljúga yfir London í tvo klukkutíma að morgni 13. júlí, sama dag og Trump fundar með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands í Downing-stræti 10.Svona sjá skipuleggjendurnir að flugið verði.Vantar enn leyfi frá flugmálayfirvöldum Í samtali við BBC segir Leo Murray, einn af skipuleggjendunum, að brösuglega hafi gengið að fá leyfi frá borgaryfirvöldum, sem í fyrstu vildu ekki samþykkja að viðburðurinn gæti flokkast undir lögmæt mótmæli.Í yfirlýsingu frá borgarstjóranum segir hins vegar að hann styðji réttinn til friðsamlegra mótmæla og að hann skilji að mótmæli geti tekið á sig hin ýmsu form.Hefur borgarstjórinn meðal annars gefið leyfi fyrir því að för hinnar uppblásnu fígúru hefjist við þinghúsið í London, aðeins steinsnar frá Downing-stræti 10.Ekki er hins vegar alveg víst að af flugi fígúrunnar verði þar sem einnig þarf að fá leyfi frá lögreglunni, sem og flugmálayfirvöldum. Eru skipuleggjendurnir þó vongóðir um að öll leyfi verði eitt á endanum, og að hinn barnungi Trump fái að fljúga. Donald Trump Tengdar fréttir Trump mun eiga fund með Elísabetu drottningu Bandaríkjaforseti sækir Bretland heim í næsta mánuði. 20. júní 2018 20:33 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Sadiq Khan, borgarstjóri London, hefur gefið sitt leyfi fyrir því að risastórri uppblásinni eftirmynd af barnungum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði flogið yfir borgina í næstu viku, á sama tíma og von er á forsetanum í opinbera heimsókn til borgarinnar. BBC greinir frá.Skipuleggjendur hafa safnað hátt í átján þúsund pundum, um 2,5 hálfri milljón króna, til þess að búa til helíum-fyllta fígúru sem þeir segja tákna persónu Trump sem sé „reitt barn með brothætta sjálfsmynd og pínulitlar hendar.“Fyrirbærið er sex metra hátt og hafa skipuleggjendurnir fengið leyfi borgarstjórans til þess að fljúga yfir London í tvo klukkutíma að morgni 13. júlí, sama dag og Trump fundar með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands í Downing-stræti 10.Svona sjá skipuleggjendurnir að flugið verði.Vantar enn leyfi frá flugmálayfirvöldum Í samtali við BBC segir Leo Murray, einn af skipuleggjendunum, að brösuglega hafi gengið að fá leyfi frá borgaryfirvöldum, sem í fyrstu vildu ekki samþykkja að viðburðurinn gæti flokkast undir lögmæt mótmæli.Í yfirlýsingu frá borgarstjóranum segir hins vegar að hann styðji réttinn til friðsamlegra mótmæla og að hann skilji að mótmæli geti tekið á sig hin ýmsu form.Hefur borgarstjórinn meðal annars gefið leyfi fyrir því að för hinnar uppblásnu fígúru hefjist við þinghúsið í London, aðeins steinsnar frá Downing-stræti 10.Ekki er hins vegar alveg víst að af flugi fígúrunnar verði þar sem einnig þarf að fá leyfi frá lögreglunni, sem og flugmálayfirvöldum. Eru skipuleggjendurnir þó vongóðir um að öll leyfi verði eitt á endanum, og að hinn barnungi Trump fái að fljúga.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump mun eiga fund með Elísabetu drottningu Bandaríkjaforseti sækir Bretland heim í næsta mánuði. 20. júní 2018 20:33 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Trump mun eiga fund með Elísabetu drottningu Bandaríkjaforseti sækir Bretland heim í næsta mánuði. 20. júní 2018 20:33