Vinnur að því að eignast Jamie's Italian að fullu Helgi Vífill Júlíusson skrifar 4. júlí 2018 06:00 Tap á veitingastaðnum Jamie's Italian við Pósthússtræti var 86 milljónir króna í fyrra. Eigið fé var neikvætt um 85 milljónir króna. frÉttablaðið/Anton Brink Jón Haukur Baldvinsson vinnur að því að eignast veitingastaðinn Jamie’s Italian á Hótel Borg að fullu. Hann staðfestir það í samtali við Markaðinn. Viðræður standa yfir við eigendur félaga sem fara fyrir 60 prósenta hlut í staðnum, samkvæmt upplýsingum úr ársreikningi. Um er að ræða Birgi Þór Bieltvedt, Sigurgísla Bjarnason og Stefán Örn Melsted. Þeir eiga saman veitingastaðina Snaps við Týsgötu og Kaffi París við Austurvöll. Jón Haukur segir í samtali við Markaðinn að kaupin séu „í farvegi“ og þeim sé ekki lokið. Veitingastaðirnir Kaffi París og Jamie’s Italian hafi verið opnaðir um svipað leyti og það fari mikill tími í að sinna rekstri hvors staðar fyrir sig. „Við höfum því velt fyrir okkur hvort það ætti ekki að aðskilja rekstur veitingastaðanna,“ segir Jón Haukur. Jamie’s Italian var opnaður í júlí í fyrra. Hann tapaði 85,5 milljónum króna það ár og eigið féð var neikvætt um 85 milljónir króna við áramót, samkvæmt ársreikningi Borgarhorns. Skuldir félagsins námu 258 milljónum króna við árslok. Þar af voru skuldir við lánastofnanir 97 milljónir og viðskiptaskuldir 102 milljónir króna. Veltan var 346 milljónir króna í fyrra. Launakostnaður er stærsti útgjaldaliðurinn, 240 milljónir króna, og stöðugildin voru 33. Allur rekstrarkostnaður var 425 milljónir króna. Innréttingar og húsbúnaður voru keypt fyrir 100 milljónir króna í fyrra og áhöld og tæki fyrir 39 milljónir króna. Birtist í Fréttablaðinu Veitingastaðir Tengdar fréttir Vonast til að opna fleiri Jamie's staði á Íslandi 12. október 2017 18:26 Jamie Oliver lokar veitingastöðum á sama tíma og hann opnar á Íslandi Kennir óvissu vegna Brexit um ástæður þess að hann ákvað að loka sex af veitingastöðum sínum í Bretlandi. 6. janúar 2017 12:10 Finni á Prikinu seldi sig út úr Jamie's Italian Guðfinnur Sölvi Karlsson, betur þekktur sem Finni á Prikinu, hefur selt eignarhlut sinn í veitingastaðnum Jamie's Italian sem mun opna á Hótel Borg í lok maí. 1. mars 2017 10:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Jón Haukur Baldvinsson vinnur að því að eignast veitingastaðinn Jamie’s Italian á Hótel Borg að fullu. Hann staðfestir það í samtali við Markaðinn. Viðræður standa yfir við eigendur félaga sem fara fyrir 60 prósenta hlut í staðnum, samkvæmt upplýsingum úr ársreikningi. Um er að ræða Birgi Þór Bieltvedt, Sigurgísla Bjarnason og Stefán Örn Melsted. Þeir eiga saman veitingastaðina Snaps við Týsgötu og Kaffi París við Austurvöll. Jón Haukur segir í samtali við Markaðinn að kaupin séu „í farvegi“ og þeim sé ekki lokið. Veitingastaðirnir Kaffi París og Jamie’s Italian hafi verið opnaðir um svipað leyti og það fari mikill tími í að sinna rekstri hvors staðar fyrir sig. „Við höfum því velt fyrir okkur hvort það ætti ekki að aðskilja rekstur veitingastaðanna,“ segir Jón Haukur. Jamie’s Italian var opnaður í júlí í fyrra. Hann tapaði 85,5 milljónum króna það ár og eigið féð var neikvætt um 85 milljónir króna við áramót, samkvæmt ársreikningi Borgarhorns. Skuldir félagsins námu 258 milljónum króna við árslok. Þar af voru skuldir við lánastofnanir 97 milljónir og viðskiptaskuldir 102 milljónir króna. Veltan var 346 milljónir króna í fyrra. Launakostnaður er stærsti útgjaldaliðurinn, 240 milljónir króna, og stöðugildin voru 33. Allur rekstrarkostnaður var 425 milljónir króna. Innréttingar og húsbúnaður voru keypt fyrir 100 milljónir króna í fyrra og áhöld og tæki fyrir 39 milljónir króna.
Birtist í Fréttablaðinu Veitingastaðir Tengdar fréttir Vonast til að opna fleiri Jamie's staði á Íslandi 12. október 2017 18:26 Jamie Oliver lokar veitingastöðum á sama tíma og hann opnar á Íslandi Kennir óvissu vegna Brexit um ástæður þess að hann ákvað að loka sex af veitingastöðum sínum í Bretlandi. 6. janúar 2017 12:10 Finni á Prikinu seldi sig út úr Jamie's Italian Guðfinnur Sölvi Karlsson, betur þekktur sem Finni á Prikinu, hefur selt eignarhlut sinn í veitingastaðnum Jamie's Italian sem mun opna á Hótel Borg í lok maí. 1. mars 2017 10:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Jamie Oliver lokar veitingastöðum á sama tíma og hann opnar á Íslandi Kennir óvissu vegna Brexit um ástæður þess að hann ákvað að loka sex af veitingastöðum sínum í Bretlandi. 6. janúar 2017 12:10
Finni á Prikinu seldi sig út úr Jamie's Italian Guðfinnur Sölvi Karlsson, betur þekktur sem Finni á Prikinu, hefur selt eignarhlut sinn í veitingastaðnum Jamie's Italian sem mun opna á Hótel Borg í lok maí. 1. mars 2017 10:00