Kvika og einkafjárfestar kaupa lóðir í Vogabyggð Kristinn Ingi Jónsson skrifar 18. júlí 2018 06:00 Ólafur Ólafsson, einn aðaleigandi Festis. Vísir/eyþór Dótturfélag byggingafélagsins Kaldalóns, sem er í eigu Kviku banka og einkafjárfesta, hefur keypt byggingarrétt á lóðum í Vogabyggð af systurfélagi fasteignaþróunarfélagsins Festis. Gengið var frá kaupunum í síðustu viku en kaupverðið er trúnaðarmál, að sögn Róberts Arons Róbertssonar, framkvæmdastjóra Festis. Til stendur að byggja 270 íbúðir á lóðunum sem eru í hverfinu Vogabyggð 1 á Gelgjutanga en aðeins eru sextán mánuðir síðan Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og fulltrúar Festis skrifuðu undir samning um uppbygginguna. Aðaleigendur Festis eru hjónin Ólafur Ólafsson, sem er gjarnan kenndur við Samskip, og Ingibjörg Kristjánsdóttir. Fasteignaþróunarfélagið hefur unnið að verkefninu síðustu ár og áformaði að hefja uppbyggingu á þessu ári. Kaupandinn er félagið U 14-20, dótturfélag byggingafélagsins Kaldalóns sem er í rekstri Kviku banka. Fram kemur í bréfi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar, sem lagt var fyrir borgarráð í lok júní, að kaupverð byggingarréttarins á fjórum lóðum í Vogabyggð sé um 62 þúsund krónur á fermetra miðað við 24.290 fermetra, sem er leyfilegt hámarks byggingamagn samkvæmt skipulagi, eða alls um 1,5 milljarðar króna.Gert er ráð fyrir rúmlega 1000 íbúðum í Vogabyggð.ReykjavíkurborgEru 60 prósent kaupverðsins greidd með íbúðum í Urriðaholti sem verða afhentar eftir um tvö ár. Fyrir umrædd kaup hafði Kaldalón, sem var stofnað á síðasta ári, rétt til þess að byggja alls um 600 íbúðir í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ en félagið tekur meðal annars þátt í uppbyggingu á hátt í 180 íbúðum í Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn. Í lok síðasta árs var stærsti hluthafi byggingafélagsins Kaldalóns einkahlutafélagið RES með tæplega 46 prósenta hlut en það er til helminga í eigu hjónanna Nönnu Bjarkar Ásgrímsdóttur og Sigurðar Bollasonar og hjónanna Gunnars Henriks B. Gunnarssonar og Lovísu Ólafsdóttur. Félagið RPF, í eigu Gunnars Sverris Harðarsonar og Þórarins Arnars Sævarssonar, eigenda RE/ MAX Senter, var næststærsti hluthafi Kaldalóns með 16 prósenta hlut en tvímenningarnir áttu auk þess hlut í byggingafélaginu í gegnum fleiri eignarhaldsfélög. Þá fór Kvika banki með 10,5 prósenta hlut í Kaldalóni, samkvæmt ársreikningi byggingafélagsins. Í áðurnefndu bréfi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar segir að fyrir liggi yfirlýsing frá Kaldalóni um nauðsynlegan fjárhagslegan stuðning við U 14-20 til þess að standa við skuldbindingar sínar við fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir í Vogabyggð 1. Er jafnframt tekið fram að Kaldalón sé með góða eiginfjárstöðu. Gert er ráð fyrir að alls rísi 1.100 til 1.300 íbúðir í allri Vogabyggð á næstu árum Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Gert ráð fyrir milli 1.100 og 1.300 íbúðum í nýrri Vogabyggð Skrifað var undir samninga um endurbyggingu Vogabyggðar í Reykjavík fyrr í dag. Hverfið afmarkast af Sæbraut, Kleppsmýrarvegi og Súðarvogi. 22. janúar 2016 21:30 Ólafur á bólakafi í byggingaframkvæmdum Ólafur Ólafsson fjárfestir og félög tengd honum standa að eða hafa áætlanir uppi um umfangsmikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og hótela á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum 3. apríl 2017 10:30 Allt að 350 íbúðir samþykktar á lóð í eigu félags Ólafs Ólafssonar Á Gelgjutanga við Elliðaárvog mun rísa vistvæn byggð í nálægð við náttúruna. 19. maí 2017 15:07 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Ekki tekið mark á undirskrift Más Guðmundssonar Viðskipti innlent Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Dótturfélag byggingafélagsins Kaldalóns, sem er í eigu Kviku banka og einkafjárfesta, hefur keypt byggingarrétt á lóðum í Vogabyggð af systurfélagi fasteignaþróunarfélagsins Festis. Gengið var frá kaupunum í síðustu viku en kaupverðið er trúnaðarmál, að sögn Róberts Arons Róbertssonar, framkvæmdastjóra Festis. Til stendur að byggja 270 íbúðir á lóðunum sem eru í hverfinu Vogabyggð 1 á Gelgjutanga en aðeins eru sextán mánuðir síðan Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og fulltrúar Festis skrifuðu undir samning um uppbygginguna. Aðaleigendur Festis eru hjónin Ólafur Ólafsson, sem er gjarnan kenndur við Samskip, og Ingibjörg Kristjánsdóttir. Fasteignaþróunarfélagið hefur unnið að verkefninu síðustu ár og áformaði að hefja uppbyggingu á þessu ári. Kaupandinn er félagið U 14-20, dótturfélag byggingafélagsins Kaldalóns sem er í rekstri Kviku banka. Fram kemur í bréfi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar, sem lagt var fyrir borgarráð í lok júní, að kaupverð byggingarréttarins á fjórum lóðum í Vogabyggð sé um 62 þúsund krónur á fermetra miðað við 24.290 fermetra, sem er leyfilegt hámarks byggingamagn samkvæmt skipulagi, eða alls um 1,5 milljarðar króna.Gert er ráð fyrir rúmlega 1000 íbúðum í Vogabyggð.ReykjavíkurborgEru 60 prósent kaupverðsins greidd með íbúðum í Urriðaholti sem verða afhentar eftir um tvö ár. Fyrir umrædd kaup hafði Kaldalón, sem var stofnað á síðasta ári, rétt til þess að byggja alls um 600 íbúðir í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ en félagið tekur meðal annars þátt í uppbyggingu á hátt í 180 íbúðum í Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn. Í lok síðasta árs var stærsti hluthafi byggingafélagsins Kaldalóns einkahlutafélagið RES með tæplega 46 prósenta hlut en það er til helminga í eigu hjónanna Nönnu Bjarkar Ásgrímsdóttur og Sigurðar Bollasonar og hjónanna Gunnars Henriks B. Gunnarssonar og Lovísu Ólafsdóttur. Félagið RPF, í eigu Gunnars Sverris Harðarsonar og Þórarins Arnars Sævarssonar, eigenda RE/ MAX Senter, var næststærsti hluthafi Kaldalóns með 16 prósenta hlut en tvímenningarnir áttu auk þess hlut í byggingafélaginu í gegnum fleiri eignarhaldsfélög. Þá fór Kvika banki með 10,5 prósenta hlut í Kaldalóni, samkvæmt ársreikningi byggingafélagsins. Í áðurnefndu bréfi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar segir að fyrir liggi yfirlýsing frá Kaldalóni um nauðsynlegan fjárhagslegan stuðning við U 14-20 til þess að standa við skuldbindingar sínar við fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir í Vogabyggð 1. Er jafnframt tekið fram að Kaldalón sé með góða eiginfjárstöðu. Gert er ráð fyrir að alls rísi 1.100 til 1.300 íbúðir í allri Vogabyggð á næstu árum
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Gert ráð fyrir milli 1.100 og 1.300 íbúðum í nýrri Vogabyggð Skrifað var undir samninga um endurbyggingu Vogabyggðar í Reykjavík fyrr í dag. Hverfið afmarkast af Sæbraut, Kleppsmýrarvegi og Súðarvogi. 22. janúar 2016 21:30 Ólafur á bólakafi í byggingaframkvæmdum Ólafur Ólafsson fjárfestir og félög tengd honum standa að eða hafa áætlanir uppi um umfangsmikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og hótela á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum 3. apríl 2017 10:30 Allt að 350 íbúðir samþykktar á lóð í eigu félags Ólafs Ólafssonar Á Gelgjutanga við Elliðaárvog mun rísa vistvæn byggð í nálægð við náttúruna. 19. maí 2017 15:07 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Ekki tekið mark á undirskrift Más Guðmundssonar Viðskipti innlent Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Gert ráð fyrir milli 1.100 og 1.300 íbúðum í nýrri Vogabyggð Skrifað var undir samninga um endurbyggingu Vogabyggðar í Reykjavík fyrr í dag. Hverfið afmarkast af Sæbraut, Kleppsmýrarvegi og Súðarvogi. 22. janúar 2016 21:30
Ólafur á bólakafi í byggingaframkvæmdum Ólafur Ólafsson fjárfestir og félög tengd honum standa að eða hafa áætlanir uppi um umfangsmikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og hótela á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum 3. apríl 2017 10:30
Allt að 350 íbúðir samþykktar á lóð í eigu félags Ólafs Ólafssonar Á Gelgjutanga við Elliðaárvog mun rísa vistvæn byggð í nálægð við náttúruna. 19. maí 2017 15:07