Ummæli Trump „algjörlega gagnstæð áætluninni“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. júlí 2018 10:45 Donald Trump var nokkuð ánægður með HM-boltann sem Vladimir Pútín afhenti honum í gær. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa hunsað tilmæli og ráðleggingar ráðgjafa og starfsmanna hans í aðdraganda fundar hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands í gær. Var honum ítrekað ráðlagt að gefa ekkert eftir í viðræðunum við forseta Rússlands.Þetta kemur fram í frétt Washington Post sem byggir á samræðum við embættismenn sem komu að því að undirbúa Trump undir fundinn. Þar kemur fram að í aðdraganda fundarins hafi starfsmenn Hvíta hússins látið Trump í té um 100 blaðsíður af undirbúningsefni til þess að undirbúa Trump undir fundinn. Snerist þetta undirbúningsefni einkum um að undirbúa Trump undir það að gefa ekkert eftir í viðræðunum við Pútín. Eftir því sem Post hefur eftir heimildarmanni sem sagður er þekkja til hvað átti sér stað á fundi forsetanna hunsaði Trump blaðsíðurnar 100 nánast algjörlega.Sjá einnig:Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Frammistaða Trump á blaðamannafundinum eftir viðræður hans og Pútín hafa einnig verið harðlega gagnrýndar í Bandaríkjunum, úr öllum áttum, líkt og Vísir fjallaði um í gær. Segir heimildarmaður Post að ummæli Trump þar hafi verið „algjörlega gagnstæð áætluninni“. Þá hefur blaðið einnig eftir heimildarmönnum sínum að „allir í kringum Trump“ hafi eindregið hvatt hann til þess að gefa ekkert eftir og að sérstök áhersla hafi verið lögð á að ræða um innlimun Rússa á Krímskaganum sem og meint afskipti Rússa af kosningum í Bandaríkjunum. Trump hafi hins vegar ákveðið á síðustu stundu að feta eigin leið á fundinum. Donald Trump Tengdar fréttir Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45 Telur samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa stórbatnað á maraþonfundi forsetanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. 16. júlí 2018 16:30 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa hunsað tilmæli og ráðleggingar ráðgjafa og starfsmanna hans í aðdraganda fundar hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands í gær. Var honum ítrekað ráðlagt að gefa ekkert eftir í viðræðunum við forseta Rússlands.Þetta kemur fram í frétt Washington Post sem byggir á samræðum við embættismenn sem komu að því að undirbúa Trump undir fundinn. Þar kemur fram að í aðdraganda fundarins hafi starfsmenn Hvíta hússins látið Trump í té um 100 blaðsíður af undirbúningsefni til þess að undirbúa Trump undir fundinn. Snerist þetta undirbúningsefni einkum um að undirbúa Trump undir það að gefa ekkert eftir í viðræðunum við Pútín. Eftir því sem Post hefur eftir heimildarmanni sem sagður er þekkja til hvað átti sér stað á fundi forsetanna hunsaði Trump blaðsíðurnar 100 nánast algjörlega.Sjá einnig:Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Frammistaða Trump á blaðamannafundinum eftir viðræður hans og Pútín hafa einnig verið harðlega gagnrýndar í Bandaríkjunum, úr öllum áttum, líkt og Vísir fjallaði um í gær. Segir heimildarmaður Post að ummæli Trump þar hafi verið „algjörlega gagnstæð áætluninni“. Þá hefur blaðið einnig eftir heimildarmönnum sínum að „allir í kringum Trump“ hafi eindregið hvatt hann til þess að gefa ekkert eftir og að sérstök áhersla hafi verið lögð á að ræða um innlimun Rússa á Krímskaganum sem og meint afskipti Rússa af kosningum í Bandaríkjunum. Trump hafi hins vegar ákveðið á síðustu stundu að feta eigin leið á fundinum.
Donald Trump Tengdar fréttir Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45 Telur samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa stórbatnað á maraþonfundi forsetanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. 16. júlí 2018 16:30 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45
Telur samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa stórbatnað á maraþonfundi forsetanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. 16. júlí 2018 16:30