Hinn vitiborni Lára G: Sigurðardóttir skrifar 16. júlí 2018 07:00 Langamma mín varð níu barna ekkja 33 ára gömul þegar hafið tók langafa árið 1912. Hún missti ekki einungis manninn sinn heldur fyrirvinnu. Bústofninn var settur á uppboð og hún sá fyrir sér að missa lífsviðurværi fjölskyldunnar. Enginn mætti á uppboðið og langamma fékk tækifæri til að rétta af hag sinn. Sem hún gerði. Með því sýndu Hafnfirðingar Guðrúnu í Ási dygga samkennd. Þegar fréttir bárust af drengjum innlyksa í helli í Taílandi hélt heimurinn niðri í sér andanum á meðan færustu kafarar heims lögðu sig í lífshættu til að frelsa drengina úr prísundinni. Allt gekk eins og í sögu fyrir utan sorgarfréttina um kafarann sem lést. Og maður fann fyrir létti þegar drengirnir og björgunarteymið voru komin í faðm fjölskyldunnar. Á sama tíma og menn leggja líf sitt að veði til að sameina börn og foreldra þeirra aftur berast fregnir af þjóðarleiðtoga sem vísvitandi aðskilur börn frá foreldrum með einni ómannúðlegustu innflytjendastefnu sem hugsast getur. Hvernig í ósköpunum getur sama dýrategundin – hinn vitiborni maður – sýnt á sér svo ólíkar hliðar: djúpa samkennd með því að setja sig í lífshættu fyrir aðra og verstu grimmd með því að skaða meðvitað ósjálfbjarga börn? Þróunarfræðilega erum við með tvenns konar heila: gamlan heila sem svipar til dýraheila og stjórnast af eiginhagsmunum án tilfinninga, og nýjan heila sem aðgreinir okkur frá dýrum. Við tökum meðvitaðar ákvarðanir með nýja heilanum sem er í miklum samskiptum við þann gamla. Getur verið að nýi heilinn sé við stýrið hjá björgunarmönnunum en sá gamli fjarstýri þjóðarleiðtoganum? Menn sem bera hagsmuni annarra fyrir brjósti standa undir nafni sem hinn vitiborni maður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Langamma mín varð níu barna ekkja 33 ára gömul þegar hafið tók langafa árið 1912. Hún missti ekki einungis manninn sinn heldur fyrirvinnu. Bústofninn var settur á uppboð og hún sá fyrir sér að missa lífsviðurværi fjölskyldunnar. Enginn mætti á uppboðið og langamma fékk tækifæri til að rétta af hag sinn. Sem hún gerði. Með því sýndu Hafnfirðingar Guðrúnu í Ási dygga samkennd. Þegar fréttir bárust af drengjum innlyksa í helli í Taílandi hélt heimurinn niðri í sér andanum á meðan færustu kafarar heims lögðu sig í lífshættu til að frelsa drengina úr prísundinni. Allt gekk eins og í sögu fyrir utan sorgarfréttina um kafarann sem lést. Og maður fann fyrir létti þegar drengirnir og björgunarteymið voru komin í faðm fjölskyldunnar. Á sama tíma og menn leggja líf sitt að veði til að sameina börn og foreldra þeirra aftur berast fregnir af þjóðarleiðtoga sem vísvitandi aðskilur börn frá foreldrum með einni ómannúðlegustu innflytjendastefnu sem hugsast getur. Hvernig í ósköpunum getur sama dýrategundin – hinn vitiborni maður – sýnt á sér svo ólíkar hliðar: djúpa samkennd með því að setja sig í lífshættu fyrir aðra og verstu grimmd með því að skaða meðvitað ósjálfbjarga börn? Þróunarfræðilega erum við með tvenns konar heila: gamlan heila sem svipar til dýraheila og stjórnast af eiginhagsmunum án tilfinninga, og nýjan heila sem aðgreinir okkur frá dýrum. Við tökum meðvitaðar ákvarðanir með nýja heilanum sem er í miklum samskiptum við þann gamla. Getur verið að nýi heilinn sé við stýrið hjá björgunarmönnunum en sá gamli fjarstýri þjóðarleiðtoganum? Menn sem bera hagsmuni annarra fyrir brjósti standa undir nafni sem hinn vitiborni maður.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar