Trump hrósar Boris Johnson í hástert en segir borgarstjóra Lundúna hafa staðið sig mjög illa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2018 09:52 Melania Trump, forsetafrú, og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, við komuna til Bretlands í gær. vísir/ap Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsir Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, sem mjög hæfileikaríkum náunga sem hann virði mjög mikið. Þá segir hann að Johnson yrði frábær forsætisráðherra. Hann segir hins vegar að Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, hafi ekki staðið sig vel í baráttunni gegn hryðjuverkum. Fjögurra daga opinber heimsókn Trump til Bretlands heldur áfram í dag en forsetinn kom til landsins í gær. Fyrrnefnd ummæli um þá Johnson og Khan lét Trump falla í viðtali við breska götublaðið The Sun en fjallað er um málið á vef Guardian.Telur að Johnson yrði frábær forsætisráðherra Trump tók fram að hann væri ekki að reyna að egna þeim saman, þeim Johnson og May, en eins og kunnugt er sagði Johnson af sér sem utanríkisráðherra fyrr í þessari viku vegna ágreinings innan bresku ríkisstjórnarinnar um hvaða leið skuli fara í Brexit. „Ég er bara að segja að hann væri frábær forsætisráðherra. Ég held að hann hafi það sem til þurfi,“ sagði Trump um Johnson. Þá bætti hann við að hann myndi gjarnan vilja hitta Johnson á meðan á heimsókn hans stæði og sagði augljóst að Johnson kynni vel við hann. „Mér finnst mjög leiðinlegt að hann hafi yfirgefið ríkisstjórnina og ég vona að hann komi aftur á einhverjum tímapunkti. Ég held að hann sé mjög góður fulltrúi fyrir land ykkar.“Segir Khan hafa staðið sig illa í því að berjast gegn hryðjuverkum og glæpum Trump var ekki alveg jafn ánægður með Khan, borgarstjórann í Lundúnum. „Ég held að hann hafi staðið sig mjög illa í baráttunni gegn hryðjuverkum. Ég held að hann hafi líka staðið sig illa í að berjast gegn glæpum, ef þú bara horfir á alla þessa hræðilegu hluti sem eru í gangi hérna, og alla glæpina sem hafa verið framdir,“ sagði Trump. Þá virtist hann einnig hafa horn í síðu Khan vegna fjölda innflytjenda sem streyma inn til Evrópu. „Mér finnst það að hleypa fleiri fleiri milljónum innflytjenda inn til Evrópu mjög sorglegt. Ég horfi á borgir Evrópu og ég get verið nákvæmari ef þú vilt. Þið eruð með borgarstjóra sem hefur staðið sig mjög illa, mjög illa,“ sagði Trump. Í dag mun forsetinn eiga fundi með Theresu May, forsætisráðherra, og Elísabetu II Englandsdrottningu en heimsókn Trump til Bretlands er vægast sagt umdeild og hófust mótmæli í Lundúnum strax í morgun. Þá er talið að ýmis ummæli sem hann hefur látið falla í tilefni heimsóknarinnar, meðal annars í viðtalinu við The Sun, séu síst til þess að fallin að lægja öldurnar. Donald Trump Tengdar fréttir Næturstaður forsetahjónanna í London víggirtur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er kominn í opinbera heimsókn til Bretlands. Air Force One þota forsetans lenti á Stanstead-flugvelli fyrr í dag. 12. júlí 2018 16:00 Trump segir May hafa gert út um fríverslunarsamning með „mjúka“ Brexit Donald Trump, Bandaríkjanna, er ekki hrifin af þeim áherslum sem May undirstrikað með núverandi Brexit-samningum. 12. júlí 2018 23:40 Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsir Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, sem mjög hæfileikaríkum náunga sem hann virði mjög mikið. Þá segir hann að Johnson yrði frábær forsætisráðherra. Hann segir hins vegar að Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, hafi ekki staðið sig vel í baráttunni gegn hryðjuverkum. Fjögurra daga opinber heimsókn Trump til Bretlands heldur áfram í dag en forsetinn kom til landsins í gær. Fyrrnefnd ummæli um þá Johnson og Khan lét Trump falla í viðtali við breska götublaðið The Sun en fjallað er um málið á vef Guardian.Telur að Johnson yrði frábær forsætisráðherra Trump tók fram að hann væri ekki að reyna að egna þeim saman, þeim Johnson og May, en eins og kunnugt er sagði Johnson af sér sem utanríkisráðherra fyrr í þessari viku vegna ágreinings innan bresku ríkisstjórnarinnar um hvaða leið skuli fara í Brexit. „Ég er bara að segja að hann væri frábær forsætisráðherra. Ég held að hann hafi það sem til þurfi,“ sagði Trump um Johnson. Þá bætti hann við að hann myndi gjarnan vilja hitta Johnson á meðan á heimsókn hans stæði og sagði augljóst að Johnson kynni vel við hann. „Mér finnst mjög leiðinlegt að hann hafi yfirgefið ríkisstjórnina og ég vona að hann komi aftur á einhverjum tímapunkti. Ég held að hann sé mjög góður fulltrúi fyrir land ykkar.“Segir Khan hafa staðið sig illa í því að berjast gegn hryðjuverkum og glæpum Trump var ekki alveg jafn ánægður með Khan, borgarstjórann í Lundúnum. „Ég held að hann hafi staðið sig mjög illa í baráttunni gegn hryðjuverkum. Ég held að hann hafi líka staðið sig illa í að berjast gegn glæpum, ef þú bara horfir á alla þessa hræðilegu hluti sem eru í gangi hérna, og alla glæpina sem hafa verið framdir,“ sagði Trump. Þá virtist hann einnig hafa horn í síðu Khan vegna fjölda innflytjenda sem streyma inn til Evrópu. „Mér finnst það að hleypa fleiri fleiri milljónum innflytjenda inn til Evrópu mjög sorglegt. Ég horfi á borgir Evrópu og ég get verið nákvæmari ef þú vilt. Þið eruð með borgarstjóra sem hefur staðið sig mjög illa, mjög illa,“ sagði Trump. Í dag mun forsetinn eiga fundi með Theresu May, forsætisráðherra, og Elísabetu II Englandsdrottningu en heimsókn Trump til Bretlands er vægast sagt umdeild og hófust mótmæli í Lundúnum strax í morgun. Þá er talið að ýmis ummæli sem hann hefur látið falla í tilefni heimsóknarinnar, meðal annars í viðtalinu við The Sun, séu síst til þess að fallin að lægja öldurnar.
Donald Trump Tengdar fréttir Næturstaður forsetahjónanna í London víggirtur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er kominn í opinbera heimsókn til Bretlands. Air Force One þota forsetans lenti á Stanstead-flugvelli fyrr í dag. 12. júlí 2018 16:00 Trump segir May hafa gert út um fríverslunarsamning með „mjúka“ Brexit Donald Trump, Bandaríkjanna, er ekki hrifin af þeim áherslum sem May undirstrikað með núverandi Brexit-samningum. 12. júlí 2018 23:40 Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Næturstaður forsetahjónanna í London víggirtur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er kominn í opinbera heimsókn til Bretlands. Air Force One þota forsetans lenti á Stanstead-flugvelli fyrr í dag. 12. júlí 2018 16:00
Trump segir May hafa gert út um fríverslunarsamning með „mjúka“ Brexit Donald Trump, Bandaríkjanna, er ekki hrifin af þeim áherslum sem May undirstrikað með núverandi Brexit-samningum. 12. júlí 2018 23:40
Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52