Næturstaður forsetahjónanna í London víggirtur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júlí 2018 16:00 Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er kominn í opinbera heimsókn til Bretlands. Air Force One þota forsetans lenti á Stanstead-flugvelli fyrr í dag. Trump mun dvelja í sendiherrabústað bandaríska sendiherrans í London sem hefur verið víggirtur fyrir komu forsetans. Trump og Melaniu, eiginkonu hans, var flogið með þyrlu til bústaðarins við komuna þar sem þau munu dvelja í nótt. Verktakar hafa undanfarna daga unnið hörðum höndum að því að víggirða bústaðinn og nágrenni. Þá er lögreglan í Bretlandi með mikinn viðbúnað vegna komu forsetans. Forsetahjónin munu reyndar ekki dvelja lengi í London en á morgun er gert ráð fyrir að Trump fundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, auk þess sem að hann mun heilsa upp á Elísabetu Englandsdrottningu og sötra te með henni og öðrum við hirð hennar í Windsor-kastala.Verktakar hafa unnið að því að víggirða sendiherrabústað bandaríska sendiherrans í London.Vísir/GettyBúist er við miklum mótmælum í London vegna komu Trumps og gert er ráð fyrir því að risastórri eftirmynd af barnungum Trump verði flogið yfir London á meðan Trump dvelur á Bretlandi. Trump virðist þó ekki hafa miklar áhyggjur af fyrirhuguðum mótmælum og tjáði hann sig um þau á blaðamannafundi í Brussel á morgun áður en hann yfirgaf leiðtogafund NATO-ríkjanna. „Já, það verða kannski mótmæli en ég held að Bretar, Skotar og Írar, eins og þið vitið á ég fasteignir á Írlandi, ég á fasteignir víða, ég held að þessu fólki líki vel við mig og séu sammála mér í innflytjendamálum,“ sagði Trump. Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump vera „einhyrning á baki einhyrnings á leið yfir regnboga“ í nýrri bók Sean Spicer, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur skrifað bók um skammlíft tímabil sitt í þjónustu forsetans. Hann fer afar fögrum orðum um Trump 12. júlí 2018 13:45 Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er kominn í opinbera heimsókn til Bretlands. Air Force One þota forsetans lenti á Stanstead-flugvelli fyrr í dag. Trump mun dvelja í sendiherrabústað bandaríska sendiherrans í London sem hefur verið víggirtur fyrir komu forsetans. Trump og Melaniu, eiginkonu hans, var flogið með þyrlu til bústaðarins við komuna þar sem þau munu dvelja í nótt. Verktakar hafa undanfarna daga unnið hörðum höndum að því að víggirða bústaðinn og nágrenni. Þá er lögreglan í Bretlandi með mikinn viðbúnað vegna komu forsetans. Forsetahjónin munu reyndar ekki dvelja lengi í London en á morgun er gert ráð fyrir að Trump fundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, auk þess sem að hann mun heilsa upp á Elísabetu Englandsdrottningu og sötra te með henni og öðrum við hirð hennar í Windsor-kastala.Verktakar hafa unnið að því að víggirða sendiherrabústað bandaríska sendiherrans í London.Vísir/GettyBúist er við miklum mótmælum í London vegna komu Trumps og gert er ráð fyrir því að risastórri eftirmynd af barnungum Trump verði flogið yfir London á meðan Trump dvelur á Bretlandi. Trump virðist þó ekki hafa miklar áhyggjur af fyrirhuguðum mótmælum og tjáði hann sig um þau á blaðamannafundi í Brussel á morgun áður en hann yfirgaf leiðtogafund NATO-ríkjanna. „Já, það verða kannski mótmæli en ég held að Bretar, Skotar og Írar, eins og þið vitið á ég fasteignir á Írlandi, ég á fasteignir víða, ég held að þessu fólki líki vel við mig og séu sammála mér í innflytjendamálum,“ sagði Trump.
Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump vera „einhyrning á baki einhyrnings á leið yfir regnboga“ í nýrri bók Sean Spicer, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur skrifað bók um skammlíft tímabil sitt í þjónustu forsetans. Hann fer afar fögrum orðum um Trump 12. júlí 2018 13:45 Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Segir Trump vera „einhyrning á baki einhyrnings á leið yfir regnboga“ í nýrri bók Sean Spicer, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur skrifað bók um skammlíft tímabil sitt í þjónustu forsetans. Hann fer afar fögrum orðum um Trump 12. júlí 2018 13:45
Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52