Stefnir hraðbyri á að verða yngsti sjálfskapaði milljarðamæringurinn Birgir Olgeirsson skrifar 12. júlí 2018 12:17 Kylie Jenner hefur úr ansi miklu að moða. Vísir/Getty Ungstirnið bandaríska Kylie Jenner stefnir hraðbyri að því að verða yngsti sjálfskapaði milljarðamæringurinn, að því er fram kemur í bandaríska tímaritinu Forbes. Auðæfi Kylie Jenner, sem er aðeins tvítug að aldri, eru metin á 900 milljónir dollara, eða því sem nemur um rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. Jenner tilheyrir Kardashian-fjölskyldunni sem er þekkt víða um heim, sérstaklega vegna raunveruleikaþáttarins Keeping Up with the Kardashians sem fylgir eftir lífi fjölskyldunnar og störfum. Kylie Jenner er yngst systkinanna en hún hóf sölu á eigin snyrtivörulínu fyrir þremur árum. Systir hennar, hin 37 ára gamla Kim Kardashian West, er metin á 350 milljónir dollara. Jenner, sem má ekki einu sinni smakka á áfengi í Bandaríkjunum sökum aldurs, verður tuttugu og eins árs í ágúst næstkomandi en hún prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Forbes-tímaritsins. Snyrtivörulínan hennar hefur selst gríðarlega vel í vefverslunum og bíða aðdáendur hennar jafnan spenntir eftir nýjustu vörunum sem rjúka út eins og heitar lummur. Auðæfi hennar eru mun meiri en stórra stjarna í Bandaríkjunum, þar á meðal Beyoncé Knowles og Taylor Swift, en auðæfi þeirra eru metin á 335 milljónir dollara og 320 milljónir dollara. Kylie var 10 ára gömul þegar fyrsti þátturinn af Keeping Up with the Kardashians var sýndur árið 2007.thank you @Forbes for this article and the recognition. I'm so blessed to do what i love everyday. #KylieCosmetics pic.twitter.com/CRBwlBByk9— Kylie Jenner (@KylieJenner) July 11, 2018 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Ungstirnið bandaríska Kylie Jenner stefnir hraðbyri að því að verða yngsti sjálfskapaði milljarðamæringurinn, að því er fram kemur í bandaríska tímaritinu Forbes. Auðæfi Kylie Jenner, sem er aðeins tvítug að aldri, eru metin á 900 milljónir dollara, eða því sem nemur um rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. Jenner tilheyrir Kardashian-fjölskyldunni sem er þekkt víða um heim, sérstaklega vegna raunveruleikaþáttarins Keeping Up with the Kardashians sem fylgir eftir lífi fjölskyldunnar og störfum. Kylie Jenner er yngst systkinanna en hún hóf sölu á eigin snyrtivörulínu fyrir þremur árum. Systir hennar, hin 37 ára gamla Kim Kardashian West, er metin á 350 milljónir dollara. Jenner, sem má ekki einu sinni smakka á áfengi í Bandaríkjunum sökum aldurs, verður tuttugu og eins árs í ágúst næstkomandi en hún prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Forbes-tímaritsins. Snyrtivörulínan hennar hefur selst gríðarlega vel í vefverslunum og bíða aðdáendur hennar jafnan spenntir eftir nýjustu vörunum sem rjúka út eins og heitar lummur. Auðæfi hennar eru mun meiri en stórra stjarna í Bandaríkjunum, þar á meðal Beyoncé Knowles og Taylor Swift, en auðæfi þeirra eru metin á 335 milljónir dollara og 320 milljónir dollara. Kylie var 10 ára gömul þegar fyrsti þátturinn af Keeping Up with the Kardashians var sýndur árið 2007.thank you @Forbes for this article and the recognition. I'm so blessed to do what i love everyday. #KylieCosmetics pic.twitter.com/CRBwlBByk9— Kylie Jenner (@KylieJenner) July 11, 2018
Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira