Ísland Pólland Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 10. júlí 2018 07:00 Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. Með nýrri lagasetningu ætlar ríkisstjórnin þar í landi að þvinga 27 af 72 (37,5%) dómurum hæstaréttar Póllands á eftirlaun. Að sögn pólsku ríkisstjórnarinnar er ástæðan endurbætur á réttarkerfi landsins. Ekki virðast allir Pólverjar vera sammála því og telja að stjórnin vilji með þessu ná völdum yfir dómstólum landsins. Einn þeirra er Kriystian Markiewicz formaður pólska dómarafélagsins sem sagði nákvæmlega það í samtali við danska ríkisútvarpið. Hann bætti við að nýju dómararnir yrðu ekki óháðir því þeir væru útnefndir af þeim sem fara með hið pólitíska vald sem leiði af sér að dómstólarnir muni ekki taka réttar ákvarðanir í málum þar sem niðurstöðurnar verði pantaðar af stjórnmálamönnum. Evrópusambandið deilir þessum áhyggjum formanns pólska dómarafélagsins og ætlar að beita Pólland hörðum refsiaðgerðum. Frá Íslandi er það frétta að dómsmálaráðherra ákvað að skipa 4 dómara af 15 (26,6%) við Landsrétt samkvæmt eigin geðþótta og brjóta í leiðinni lög og reglur sem gilda um skipan dómara. Meðal annars skipaði dómsmálaráðherra eiginkonu flokksbróður síns, sem hafði áður látið henni eftir efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, svo hún gæti örugglega orðið ráðherra. Hún skipaði líka eiginmann vinkonu sinnar sem starfaði með ráðherranum á lögmannsstofu í Reykjavík. Til þess að dómsmálaráðherra fengi nú alveg örugglega að ráða því hverjir yrðu dómarar við Landsrétt ákvað þáverandi ríkisstjórn í krafti meirihluta síns á Alþingi að taka þátt í lögbrotum ráðherrans og því voru greidd atkvæði um öll dómaraefnin í einu, en ekki hvert þeirra um sig, sem er augljóst brot á lögum um dómstóla. Þessir verknaðir íslenska ríkisins eru nú til meðferðar hjá mannréttindadómstól Evrópu sem ákvað á mettíma að taka málið til meðferðar. Málið er nú forgangsmál hjá dómstólnum og „potentially a leading case“, sbr. bréf dómstólsins dags. 21. júní sl. Á sama tíma hefur Stjórnarráð Íslands (ríkisstjórnin) sent frá sér tilkynningu þess efnis að Ísland gefi kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Í tilkynningu ríkisstjórnarinnar kemur fram að mannréttindaráðið hafi það að markmiði að efla og vernda mannréttindi, fjalla um mannréttindabrot og gera tillögur að úrbótum í mannréttindamálum. Vegna þessara tíðinda var rætt við forsætisráðherra í fjölmiðlum. Hún sagði að Ísland hefði getið sér gott orð fyrir framgöngu sína í mannréttindamálum og hefði verið eftir því tekið á alþjóðavísu. Af sama tilefni sagði utanríkisráðherra að Ísland hefði gagnrýnt ríki sem eiga sæti í ráðinu sem eru ekki til fyrirmyndar í mannréttindamálum s.s. Filippseyjar. Það er gott að vita af mannréttindum íbúa alls heimsins í öruggum höndum íslenska ríkisins. Á sama tíma er leitt að heyra að pólskir stjórnmálamenn séu að reyna að hafa áhrif á skipan dómstóla í landinu og þar með niðurstöður þeirra. Kannski verður það fyrsta verk Íslands sem forystuþjóðar í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að tukta pólsku ríkisstjórnina til og tryggja Pólverjum aðgang að sjálfstæðum og óháðum dómstólum sem eru skipaðir samkvæmt lögum. Eða eins og Megas og Tolli komust að orði með Íkarusi á sínum tíma: ... en ástandið í Póllandi fer hríðversnandi dag frá degi það dylst þeim ekki sem er hér við hungurmörk svo ég held ég bara þegi ég veit ekki betur en það sé sýnt & sannað að svo skal böl bœta að benda á eitthvað annað.Höfundur er hæstaréttarlögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. Með nýrri lagasetningu ætlar ríkisstjórnin þar í landi að þvinga 27 af 72 (37,5%) dómurum hæstaréttar Póllands á eftirlaun. Að sögn pólsku ríkisstjórnarinnar er ástæðan endurbætur á réttarkerfi landsins. Ekki virðast allir Pólverjar vera sammála því og telja að stjórnin vilji með þessu ná völdum yfir dómstólum landsins. Einn þeirra er Kriystian Markiewicz formaður pólska dómarafélagsins sem sagði nákvæmlega það í samtali við danska ríkisútvarpið. Hann bætti við að nýju dómararnir yrðu ekki óháðir því þeir væru útnefndir af þeim sem fara með hið pólitíska vald sem leiði af sér að dómstólarnir muni ekki taka réttar ákvarðanir í málum þar sem niðurstöðurnar verði pantaðar af stjórnmálamönnum. Evrópusambandið deilir þessum áhyggjum formanns pólska dómarafélagsins og ætlar að beita Pólland hörðum refsiaðgerðum. Frá Íslandi er það frétta að dómsmálaráðherra ákvað að skipa 4 dómara af 15 (26,6%) við Landsrétt samkvæmt eigin geðþótta og brjóta í leiðinni lög og reglur sem gilda um skipan dómara. Meðal annars skipaði dómsmálaráðherra eiginkonu flokksbróður síns, sem hafði áður látið henni eftir efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, svo hún gæti örugglega orðið ráðherra. Hún skipaði líka eiginmann vinkonu sinnar sem starfaði með ráðherranum á lögmannsstofu í Reykjavík. Til þess að dómsmálaráðherra fengi nú alveg örugglega að ráða því hverjir yrðu dómarar við Landsrétt ákvað þáverandi ríkisstjórn í krafti meirihluta síns á Alþingi að taka þátt í lögbrotum ráðherrans og því voru greidd atkvæði um öll dómaraefnin í einu, en ekki hvert þeirra um sig, sem er augljóst brot á lögum um dómstóla. Þessir verknaðir íslenska ríkisins eru nú til meðferðar hjá mannréttindadómstól Evrópu sem ákvað á mettíma að taka málið til meðferðar. Málið er nú forgangsmál hjá dómstólnum og „potentially a leading case“, sbr. bréf dómstólsins dags. 21. júní sl. Á sama tíma hefur Stjórnarráð Íslands (ríkisstjórnin) sent frá sér tilkynningu þess efnis að Ísland gefi kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Í tilkynningu ríkisstjórnarinnar kemur fram að mannréttindaráðið hafi það að markmiði að efla og vernda mannréttindi, fjalla um mannréttindabrot og gera tillögur að úrbótum í mannréttindamálum. Vegna þessara tíðinda var rætt við forsætisráðherra í fjölmiðlum. Hún sagði að Ísland hefði getið sér gott orð fyrir framgöngu sína í mannréttindamálum og hefði verið eftir því tekið á alþjóðavísu. Af sama tilefni sagði utanríkisráðherra að Ísland hefði gagnrýnt ríki sem eiga sæti í ráðinu sem eru ekki til fyrirmyndar í mannréttindamálum s.s. Filippseyjar. Það er gott að vita af mannréttindum íbúa alls heimsins í öruggum höndum íslenska ríkisins. Á sama tíma er leitt að heyra að pólskir stjórnmálamenn séu að reyna að hafa áhrif á skipan dómstóla í landinu og þar með niðurstöður þeirra. Kannski verður það fyrsta verk Íslands sem forystuþjóðar í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að tukta pólsku ríkisstjórnina til og tryggja Pólverjum aðgang að sjálfstæðum og óháðum dómstólum sem eru skipaðir samkvæmt lögum. Eða eins og Megas og Tolli komust að orði með Íkarusi á sínum tíma: ... en ástandið í Póllandi fer hríðversnandi dag frá degi það dylst þeim ekki sem er hér við hungurmörk svo ég held ég bara þegi ég veit ekki betur en það sé sýnt & sannað að svo skal böl bœta að benda á eitthvað annað.Höfundur er hæstaréttarlögmaður
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar