Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júlí 2018 23:30 Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir Öræfajökul sýna merki þess að vera að undirbúa sig fyrir gos. Mynd/Samsett Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. Á næstu vikum verður ákveðið hvort ástæða þyki til að hækka viðbúnaðarstig við jökulinn upp í gult. Magnús Tumi staðfestir í samtali við Vísi að fundað hafi verið um málið á Veðurstofu Íslands í dag. Hann segir viss merki um að þensla sé að aukast í Öræfajökli en leggur þó áherslu á að þar gæti verið um að ræða árstíðabundnar breytingar. Þá bendir hann einnig á að mælar við Öræfajökull voru settir upp í vetur og vor og því hafi sérfræðingar engan samanburð við fyrri ár. „Þess vegna ætlum við að sofa á þessu og sjá til hvort þetta sé raunveruleg þensluaukning,“ segir Magnús Tumi.Ekki á því stigi að eitthvað fari að gerast Viðbúnaðarstig við íslensku eldfjöllin eru fjögur: grænt, gult appelsínugult og rautt. Grænt stig þýðir að allt sé við eðlilegar aðstæður, á gulu viðbúnaðarstigi er virkni umfram meðallag, appelsínugult stig þýðir að raunverulegar líkur séu á að gos hefjist og rautt þýðir að gos sé að hefjast eða það sé hafið. Viðbúnaðarstig vegna hugsanlegs Kötlugoss var til að mynda hækkað í gult stig í júlí í fyrra en hefur verið lækkað aftur niður í grænt.Sjá einnig: Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi „Við ætlum að sjá hvort þessi merki í Öræfajökli halda áfram og hvernig þau þróast á næstu tveimur vikum. Þannig að við erum róleg yfir þessu. Þetta er ekki á því stigi að við höldum að það sé eitthvað að fara að gerast.“ segir Magnús Tumi. Dregur þó ekki úr virkni Þá sé aðalatriðið að ekki sé talin ástæða til að gera neinar breytingar á viðbúnaðarstigi einmitt núna. Ákvörðun um breytinguna verði tekin, eins og áður sagði, á næstu vikum. „En það eru hins vegar engin merki um að það sé að draga neitt úr virkninni,“ segir Magnús Tumi. Öræfajökull hefur verið á óvissustigi hjá Almannavörnum síðan í nóvember síðastliðnum þegar aukinn jarðhiti mældist við jökulinn og aukin skjálftavirkni samhliða honum. Þá vakti Magnús sjálfur athygli á þenslu í Öræfajökli fyrir tæpum tveimur vikum og sagði mikilvægt að fólk hefði varann á vegna jarðhræringa í jöklinum. Öræfajökull er ekki eitt af virkustu eldfjöllum landsins en hann er stærsta eldstöðin í rúmmáli talið. Fjallið hefur gosið tvisvar síðan um landnám, annars vegar árið 1362 og hins vegar árið 1727. Fyrra gosið var stærsta sprengigos Íslandssögunnar og eyddi heilli byggð sem þá hét Litla-Hérað en heitir nú Öræfi, einmitt vegna gossins. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Við sjáum ekki að það sé neitt að hægja á þessu og þetta eru merki sem eldfjöll sýna fyrir gos“ Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir að fólk verði að hafa varann á vegna jarðhræringa í Öræfajökli. Mælingar sýni að fjallið sé að þenjast út og ekkert lát sé á virkni í fjallinu. 16. júlí 2018 11:00 Skýr merki um ókyrrð í Öræfajökli sem er sagður búa sig undir gos Eru engin merki um að hraði þenslunnar fari minnkandi þó svo að jarðskjálftavirkni hafi minnkað frá því í desember árið 2017. 13. júlí 2018 16:03 Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. 16. júlí 2018 21:00 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. Á næstu vikum verður ákveðið hvort ástæða þyki til að hækka viðbúnaðarstig við jökulinn upp í gult. Magnús Tumi staðfestir í samtali við Vísi að fundað hafi verið um málið á Veðurstofu Íslands í dag. Hann segir viss merki um að þensla sé að aukast í Öræfajökli en leggur þó áherslu á að þar gæti verið um að ræða árstíðabundnar breytingar. Þá bendir hann einnig á að mælar við Öræfajökull voru settir upp í vetur og vor og því hafi sérfræðingar engan samanburð við fyrri ár. „Þess vegna ætlum við að sofa á þessu og sjá til hvort þetta sé raunveruleg þensluaukning,“ segir Magnús Tumi.Ekki á því stigi að eitthvað fari að gerast Viðbúnaðarstig við íslensku eldfjöllin eru fjögur: grænt, gult appelsínugult og rautt. Grænt stig þýðir að allt sé við eðlilegar aðstæður, á gulu viðbúnaðarstigi er virkni umfram meðallag, appelsínugult stig þýðir að raunverulegar líkur séu á að gos hefjist og rautt þýðir að gos sé að hefjast eða það sé hafið. Viðbúnaðarstig vegna hugsanlegs Kötlugoss var til að mynda hækkað í gult stig í júlí í fyrra en hefur verið lækkað aftur niður í grænt.Sjá einnig: Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi „Við ætlum að sjá hvort þessi merki í Öræfajökli halda áfram og hvernig þau þróast á næstu tveimur vikum. Þannig að við erum róleg yfir þessu. Þetta er ekki á því stigi að við höldum að það sé eitthvað að fara að gerast.“ segir Magnús Tumi. Dregur þó ekki úr virkni Þá sé aðalatriðið að ekki sé talin ástæða til að gera neinar breytingar á viðbúnaðarstigi einmitt núna. Ákvörðun um breytinguna verði tekin, eins og áður sagði, á næstu vikum. „En það eru hins vegar engin merki um að það sé að draga neitt úr virkninni,“ segir Magnús Tumi. Öræfajökull hefur verið á óvissustigi hjá Almannavörnum síðan í nóvember síðastliðnum þegar aukinn jarðhiti mældist við jökulinn og aukin skjálftavirkni samhliða honum. Þá vakti Magnús sjálfur athygli á þenslu í Öræfajökli fyrir tæpum tveimur vikum og sagði mikilvægt að fólk hefði varann á vegna jarðhræringa í jöklinum. Öræfajökull er ekki eitt af virkustu eldfjöllum landsins en hann er stærsta eldstöðin í rúmmáli talið. Fjallið hefur gosið tvisvar síðan um landnám, annars vegar árið 1362 og hins vegar árið 1727. Fyrra gosið var stærsta sprengigos Íslandssögunnar og eyddi heilli byggð sem þá hét Litla-Hérað en heitir nú Öræfi, einmitt vegna gossins.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Við sjáum ekki að það sé neitt að hægja á þessu og þetta eru merki sem eldfjöll sýna fyrir gos“ Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir að fólk verði að hafa varann á vegna jarðhræringa í Öræfajökli. Mælingar sýni að fjallið sé að þenjast út og ekkert lát sé á virkni í fjallinu. 16. júlí 2018 11:00 Skýr merki um ókyrrð í Öræfajökli sem er sagður búa sig undir gos Eru engin merki um að hraði þenslunnar fari minnkandi þó svo að jarðskjálftavirkni hafi minnkað frá því í desember árið 2017. 13. júlí 2018 16:03 Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. 16. júlí 2018 21:00 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
„Við sjáum ekki að það sé neitt að hægja á þessu og þetta eru merki sem eldfjöll sýna fyrir gos“ Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir að fólk verði að hafa varann á vegna jarðhræringa í Öræfajökli. Mælingar sýni að fjallið sé að þenjast út og ekkert lát sé á virkni í fjallinu. 16. júlí 2018 11:00
Skýr merki um ókyrrð í Öræfajökli sem er sagður búa sig undir gos Eru engin merki um að hraði þenslunnar fari minnkandi þó svo að jarðskjálftavirkni hafi minnkað frá því í desember árið 2017. 13. júlí 2018 16:03
Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. 16. júlí 2018 21:00