Opið bréf til Steingríms J. Sigfússonar hæstvirts forseta Alþingis Nichole Leigh Mosty skrifar 24. júlí 2018 15:30 Kæri Steingrímur J. Sigfússon, hæstvirtur forseti Alþingis. Ég ætla að stinga niður penna til að lýsa yfir vonbrigðum með hátíðahöld undir þinni stjórn. Ég ætla að gera það með persónulegum hætti því mér fannst við ná vel saman þann tíma sem ég var svo lánsöm að starfa í umboði Íslendinga á hæstvirtu Alþingi. Þú sýndir mér stuðning við að læra nýtt hlutverk og þú sýndir mér virðingu vegna stöðu minnar sem fyrsti kjörni fulltrúi Íslendinga af erlendum uppruna sem einn af varaforsetum þingsins. Mér fannst við líka vinna vel saman í velferðarnefnd þar sem ég var einnig fyrsti innflytjandinn sem kjörinn var formaður nefndarinnar. Ég upplifði því ekki annað en virðingu á milli okkar tveggja. Sama má segja um það þegar ég flutti jómfrúarræðuna mína á Eldhúsdegi þingsins. Þá tókst þú utan um mig og óskaðir mér til hamingju. Kannski ættir þú að fletta ræðunni minni upp og lesa hana því hún fjallar um stöðu innflytjenda á Íslandi. Ég stóð í þeirri meiningu þá að þú hefðir ekkert út á það að setja að ég væri lýðræðislega kjörin fulltrúi fyrstu kynslóðar innflytjenda á Alþingi. Ég get því ekki annað en velt því fyrir mér nú hvort nálægðin og persónuleg samskipti réðu því að þetta samstarf okkar var gott. Hvort það var vegna þess að ég var raunveruleg manneskja af holdi og blóði en ekki kennitala eða númer án andlits því val á heiðursgesti fullveldishátíðarinnar á Þingvöllum bendir til þess. Ég dreg þær ályktanir líka af viðbrögðum þínum við framgöngu þeirra þingmanna sem vildu standa vörð um tiltekið siðferði og gildi. Viðbrögð margra samflokksmanna þinna benda til þess líka. Vera Piu Kjærsgaard á fullveldishátíðinni á Þingvöllum var eins og blaut tuska í andlit Íslendinga af erlendum uppruna sem hafa lagt sig fram um að læra íslenska tungu og menningu, greiða hér skatt og halda hagkerfi og efnahagslífi gangandi ásamt innfæddum. Fullveldishátíðin á Þingvöllum átti líka að vera okkar hátíð. Á meðan þú ákvaðst, á fundi forsætisnefndar þann 4. ágúst í fyrra, að bjóða heim manneskju sem náði völdum með hatursorðræðu í garð innflytjenda og hælisleitenda í Danmörku, var ég að sinna sjálfboðastarfi með fylgdarlausum börnum á flótta í búðum hælisleitenda á Grikklandi. Ég sat því ekki þennan umrædda fund og hafði ekki tækifæri til að andmæla þeirri ákvörðun þinni, en geri það nú. Forseti danska þingsins er á endanum auðvitað bara kona eins og ég. Munurinn á okkur er hins vegar sá að hún náði völdum með því að beita sér fyrir ómannúðlegri meðferð á fólki af holdi og blóði. Ég tapaði hins vegar mínu sæti á Alþingi Íslendinga af því að ég mínir félagar í Bjartri framtíð tókum mannúð, siðferði og heiðarleika fram yfir völdin í #Höfumhátt byltingunni og ákváðum að samstarfi við stjórnmálaflokk sem beitti sér fyrir leyndarhyggju, væri lokið. Ef svo hefði ekki farið og ég væri enn alþingismaður, hefðir þú í alvöru ætlað mér að sitja undir ræðu þessarar konu? Hefðir þú tekið þér það bessaleyfi að hundskamma mig ef ég hefði neitað að gera það? Hefðir þú hugsanlega neytt mig til að raða embætti hennar ofar okkar eigin stjórnarskrárbundnu gildum? Gildum sem finna má í 65. gr. Stjórnarskrárinnar og hljóða svo: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana,þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna. Það þarf enginn að velkjast í vafa um að ég er bæði stolt og þakklát fyrir íslenskan ríkisborgararétt. Ég elska land og þjóð og verð klökk af tilhugsuninni um að hafa fengið, um skamma hríð, að þjóna sem fulltrúi þjóðarinnar á þjóðþinginu. En til að teygja okkur í átt bjartrar og betri framtíðar þurfum við að læra af fortíðinni og fagna nútíðinni og þróun íslensks samfélags. Innflytjendur eru sóknarfæri Íslands. Þið sem berið ábyrgð á því að móta framtíðina hérlendis þurfið að gera ráð fyrir okkur líka. Það verður ekki gert með því að gera fólki eins og Piu Kjærsgaard hátt undir höfði eða heiðra nærveru hennar hérlendis. Mig langar að biðja þig að lesa hér frásagnir kvenna af erlendum uppruna og segja mér í fúlustu alvöru að við eigum skilið virðingu af þinni hálfu. Að lokum þetta. Ég samgladdist breska þinginu þegar það hafnaði móttöku Donalds Trumps. Jafnvel þó hann sé að nafninu til líka minn forseti þar sem ég er líka með bandarískan ríkisborgararétt. En fólk sem nær völdum og beitir sér fyrir ómannúðlegri þróun eins og við höfum séð í Danmörku, Bandaríkjunum, Ungverjalandi, Póllandi, Rússlandi og víðar, á ekki skilið virðingu. Fordómar og mismunun framar mannréttindum er ekki þróun sem við viljum sjá eiga sér stað hérlendis. Ég vona að Alþingi og kjörnir fulltrúar læri af þessum mistökum. Hugsanlega má byrja á klassískum formsatriðum eins og gegnsæi við birtingu fundargerða forsætisnefndar þannig að mistökum sem þessum sé ekki hægt að leyna í næstum ár, því já, kæri Steingrímur, það voru hræðileg mistök að bjóða Kjærsgaard hingað heim og sýna henni þann heiður sem henni var sýndur. Með virðingu, Fv. þingmaður Bjartrar framtíðar, Nichole Leigh Mosty Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nichole Leigh Mosty Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Kæri Steingrímur J. Sigfússon, hæstvirtur forseti Alþingis. Ég ætla að stinga niður penna til að lýsa yfir vonbrigðum með hátíðahöld undir þinni stjórn. Ég ætla að gera það með persónulegum hætti því mér fannst við ná vel saman þann tíma sem ég var svo lánsöm að starfa í umboði Íslendinga á hæstvirtu Alþingi. Þú sýndir mér stuðning við að læra nýtt hlutverk og þú sýndir mér virðingu vegna stöðu minnar sem fyrsti kjörni fulltrúi Íslendinga af erlendum uppruna sem einn af varaforsetum þingsins. Mér fannst við líka vinna vel saman í velferðarnefnd þar sem ég var einnig fyrsti innflytjandinn sem kjörinn var formaður nefndarinnar. Ég upplifði því ekki annað en virðingu á milli okkar tveggja. Sama má segja um það þegar ég flutti jómfrúarræðuna mína á Eldhúsdegi þingsins. Þá tókst þú utan um mig og óskaðir mér til hamingju. Kannski ættir þú að fletta ræðunni minni upp og lesa hana því hún fjallar um stöðu innflytjenda á Íslandi. Ég stóð í þeirri meiningu þá að þú hefðir ekkert út á það að setja að ég væri lýðræðislega kjörin fulltrúi fyrstu kynslóðar innflytjenda á Alþingi. Ég get því ekki annað en velt því fyrir mér nú hvort nálægðin og persónuleg samskipti réðu því að þetta samstarf okkar var gott. Hvort það var vegna þess að ég var raunveruleg manneskja af holdi og blóði en ekki kennitala eða númer án andlits því val á heiðursgesti fullveldishátíðarinnar á Þingvöllum bendir til þess. Ég dreg þær ályktanir líka af viðbrögðum þínum við framgöngu þeirra þingmanna sem vildu standa vörð um tiltekið siðferði og gildi. Viðbrögð margra samflokksmanna þinna benda til þess líka. Vera Piu Kjærsgaard á fullveldishátíðinni á Þingvöllum var eins og blaut tuska í andlit Íslendinga af erlendum uppruna sem hafa lagt sig fram um að læra íslenska tungu og menningu, greiða hér skatt og halda hagkerfi og efnahagslífi gangandi ásamt innfæddum. Fullveldishátíðin á Þingvöllum átti líka að vera okkar hátíð. Á meðan þú ákvaðst, á fundi forsætisnefndar þann 4. ágúst í fyrra, að bjóða heim manneskju sem náði völdum með hatursorðræðu í garð innflytjenda og hælisleitenda í Danmörku, var ég að sinna sjálfboðastarfi með fylgdarlausum börnum á flótta í búðum hælisleitenda á Grikklandi. Ég sat því ekki þennan umrædda fund og hafði ekki tækifæri til að andmæla þeirri ákvörðun þinni, en geri það nú. Forseti danska þingsins er á endanum auðvitað bara kona eins og ég. Munurinn á okkur er hins vegar sá að hún náði völdum með því að beita sér fyrir ómannúðlegri meðferð á fólki af holdi og blóði. Ég tapaði hins vegar mínu sæti á Alþingi Íslendinga af því að ég mínir félagar í Bjartri framtíð tókum mannúð, siðferði og heiðarleika fram yfir völdin í #Höfumhátt byltingunni og ákváðum að samstarfi við stjórnmálaflokk sem beitti sér fyrir leyndarhyggju, væri lokið. Ef svo hefði ekki farið og ég væri enn alþingismaður, hefðir þú í alvöru ætlað mér að sitja undir ræðu þessarar konu? Hefðir þú tekið þér það bessaleyfi að hundskamma mig ef ég hefði neitað að gera það? Hefðir þú hugsanlega neytt mig til að raða embætti hennar ofar okkar eigin stjórnarskrárbundnu gildum? Gildum sem finna má í 65. gr. Stjórnarskrárinnar og hljóða svo: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana,þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna. Það þarf enginn að velkjast í vafa um að ég er bæði stolt og þakklát fyrir íslenskan ríkisborgararétt. Ég elska land og þjóð og verð klökk af tilhugsuninni um að hafa fengið, um skamma hríð, að þjóna sem fulltrúi þjóðarinnar á þjóðþinginu. En til að teygja okkur í átt bjartrar og betri framtíðar þurfum við að læra af fortíðinni og fagna nútíðinni og þróun íslensks samfélags. Innflytjendur eru sóknarfæri Íslands. Þið sem berið ábyrgð á því að móta framtíðina hérlendis þurfið að gera ráð fyrir okkur líka. Það verður ekki gert með því að gera fólki eins og Piu Kjærsgaard hátt undir höfði eða heiðra nærveru hennar hérlendis. Mig langar að biðja þig að lesa hér frásagnir kvenna af erlendum uppruna og segja mér í fúlustu alvöru að við eigum skilið virðingu af þinni hálfu. Að lokum þetta. Ég samgladdist breska þinginu þegar það hafnaði móttöku Donalds Trumps. Jafnvel þó hann sé að nafninu til líka minn forseti þar sem ég er líka með bandarískan ríkisborgararétt. En fólk sem nær völdum og beitir sér fyrir ómannúðlegri þróun eins og við höfum séð í Danmörku, Bandaríkjunum, Ungverjalandi, Póllandi, Rússlandi og víðar, á ekki skilið virðingu. Fordómar og mismunun framar mannréttindum er ekki þróun sem við viljum sjá eiga sér stað hérlendis. Ég vona að Alþingi og kjörnir fulltrúar læri af þessum mistökum. Hugsanlega má byrja á klassískum formsatriðum eins og gegnsæi við birtingu fundargerða forsætisnefndar þannig að mistökum sem þessum sé ekki hægt að leyna í næstum ár, því já, kæri Steingrímur, það voru hræðileg mistök að bjóða Kjærsgaard hingað heim og sýna henni þann heiður sem henni var sýndur. Með virðingu, Fv. þingmaður Bjartrar framtíðar, Nichole Leigh Mosty
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun