„Ljósmæður og foreldrar kvíðnir“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 21. júlí 2018 13:39 Stjórnendur Landspítalans hafa gripið til þess ráðs að gera breytingar á fæðingarþjónustu spítalans vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í kjaradeilu ljósmæðra. Vísir/Vilhelm Mikið álag er á fæðingardeilum á Akranesi og Akureyri vegna deilu ljósmæðra og ríkisins. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilbrigðisstofnun vesturlands er áhyggjufull yfir ástandinu. Stjórnendur Landspítalans hafa brugðist við uppsögnum ljósmæðra og yfirvinnubanni með því meðal annars að loka meðgöngu- og sængurlegudeild spítalans og sameina kvennlækningadeild. Þá fellur fyrsta reglubundna ómskoðun niður frá og með mánudegi sem hefur aukið álagið sjúkrastofnanir á landsbyggðinni. Þóra Marinósdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi segir aðila verða að fara að semja því þetta getur ekki gengið svona til lengdar. „Ljósmæður og foreldrar eru kvíðnir fyrir framhaldinu. Það er ein ljósmóðir á vakt í einu og ég talaði við þær á Akranesi á áðan á spítalanum. Það var engin fæðing í nótt en mikið að gera hjá þessari einu ljósmóður sem er með mæður og börn þar inni,“ segir Þóra. Nokkrar konur hafa verið sendar á Akranes og hafa verið framkvæmdir þar fimm keisaraskurðir og tveir eru áætlaðir í næstu viku til að létta á Landspítalanum. Þóra hefur áhyggjur af því ástandi sem mun skapast þegar fyrsta reglubundna ómskoðunin verður ekki í boði á Landspítalanum. „Það eru margar konur búnar að hringja og spyrja um tólf vikna sónarinn en við getum ekki bætt við okkur sónar hjá konum. Það eru svo fáir tímar sem við höfum í sónar vegna mannskaps.“ Þóra segir áhyggjuefni hvað verður þegar deilan leysist. Margar þær ljósmæður sem hafa sagt upp eru hjúkrunarfræðingar líka og gætu horfið til þeirra starfa. „Ég vona að þær ljósmæður komi til baka sem hafa sagt upp. Ef þær gera það þá verður þetta kannski fljótt að jafna sig en ef þær koma ekki til baka sem ljósmæður þá verður þetta erfitt ástand.“ Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Mikið álag er á fæðingardeilum á Akranesi og Akureyri vegna deilu ljósmæðra og ríkisins. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilbrigðisstofnun vesturlands er áhyggjufull yfir ástandinu. Stjórnendur Landspítalans hafa brugðist við uppsögnum ljósmæðra og yfirvinnubanni með því meðal annars að loka meðgöngu- og sængurlegudeild spítalans og sameina kvennlækningadeild. Þá fellur fyrsta reglubundna ómskoðun niður frá og með mánudegi sem hefur aukið álagið sjúkrastofnanir á landsbyggðinni. Þóra Marinósdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi segir aðila verða að fara að semja því þetta getur ekki gengið svona til lengdar. „Ljósmæður og foreldrar eru kvíðnir fyrir framhaldinu. Það er ein ljósmóðir á vakt í einu og ég talaði við þær á Akranesi á áðan á spítalanum. Það var engin fæðing í nótt en mikið að gera hjá þessari einu ljósmóður sem er með mæður og börn þar inni,“ segir Þóra. Nokkrar konur hafa verið sendar á Akranes og hafa verið framkvæmdir þar fimm keisaraskurðir og tveir eru áætlaðir í næstu viku til að létta á Landspítalanum. Þóra hefur áhyggjur af því ástandi sem mun skapast þegar fyrsta reglubundna ómskoðunin verður ekki í boði á Landspítalanum. „Það eru margar konur búnar að hringja og spyrja um tólf vikna sónarinn en við getum ekki bætt við okkur sónar hjá konum. Það eru svo fáir tímar sem við höfum í sónar vegna mannskaps.“ Þóra segir áhyggjuefni hvað verður þegar deilan leysist. Margar þær ljósmæður sem hafa sagt upp eru hjúkrunarfræðingar líka og gætu horfið til þeirra starfa. „Ég vona að þær ljósmæður komi til baka sem hafa sagt upp. Ef þær gera það þá verður þetta kannski fljótt að jafna sig en ef þær koma ekki til baka sem ljósmæður þá verður þetta erfitt ástand.“
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira