Ríki og sveitarfélög vinni betur saman í málefnum utangarðsfólks Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2018 19:30 Árið 2012 var fjöldi einstaklinga sem taldist utangarðs og/eða heimilislausir í Reykjavík 179 talsins en sú tala var komin upp í 349 einstaklinga árið 2017. Forstöðumaður, gistiskýlis fyrir heimilislausa karlmenn, segir það hag ríkis og sveitarfélaga að vinna saman að lausn þessara mála. Samkvæmt fréttum okkar í síðustu viku hefur umboðsmanni Alþingis borist fjölmargar kvartanir vegna þess að sveitarfélög vanrækja það verkefni að veita heimilislausum einstaklingum úrlausn í húsnæðismálum. Samkvæmt Reykjavíkurborg hefur utangarðs og/eða heimilislausu fólki fjölgað um 95 prósent á síðustu fimm árum. Velferðarvaktinni sendi frá sér tillögur að úrlausn í mars á þessu ári og þar kemur meðal annars fram að koma þurfi upp dagsdvöl fyrir utangarðsfólk sem er opið allan daginn. Bæta þurfi aðgengi að meðferð við vímuefnavanda og uppræta biðlista. Einnig er óskað eftir að heilbrigðisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga setji af stað formlegan starfshóp þar sem fjallað verði um ofangreindar aðgerðir með því markmiði að aðstæður utangarðsfólks verði bættar. Þór Gíslason, forstöðumaður gistiskýlis fyrir heimilislausa karlmenn, segir enga eina skýringu á þessari miklu aukningu. „Húsnæðisvandi hefur farið vaxandi á þessum tíma. Sá hópur sem hér um ræðir er sá hópur sem fyrst missir húsnæði sem það hefur haft og síðasti hópurinn sem fær húsnæði þegar um hægist.” Hann segir að húsnæðisleysi valdi aukningu á vanda og flækjustigum þessara einstaklinga og meira álagi á heilbrigðiskerfið, fangelsin og félagslega kerfið. „Akkilesarhællinn er sá að togstreita er um að hvar málin liggja. Á ríkið að greiða eða á borgin að greiða. Þar sem verið er að vinna mjög faglega að málum, eins og til dæmis Finnar gera, þar kemur ríkið inn með verulegan þátt í þjónustu við utangarðsfólks á félagslegum grunni. Það er hagur ríkisins að vel gangi í félagslega þættinum til þess að draga úr innlögnum og öðru álagi á ríkisstofnanir,” segir Þór. Húsnæðismál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sjá meira
Árið 2012 var fjöldi einstaklinga sem taldist utangarðs og/eða heimilislausir í Reykjavík 179 talsins en sú tala var komin upp í 349 einstaklinga árið 2017. Forstöðumaður, gistiskýlis fyrir heimilislausa karlmenn, segir það hag ríkis og sveitarfélaga að vinna saman að lausn þessara mála. Samkvæmt fréttum okkar í síðustu viku hefur umboðsmanni Alþingis borist fjölmargar kvartanir vegna þess að sveitarfélög vanrækja það verkefni að veita heimilislausum einstaklingum úrlausn í húsnæðismálum. Samkvæmt Reykjavíkurborg hefur utangarðs og/eða heimilislausu fólki fjölgað um 95 prósent á síðustu fimm árum. Velferðarvaktinni sendi frá sér tillögur að úrlausn í mars á þessu ári og þar kemur meðal annars fram að koma þurfi upp dagsdvöl fyrir utangarðsfólk sem er opið allan daginn. Bæta þurfi aðgengi að meðferð við vímuefnavanda og uppræta biðlista. Einnig er óskað eftir að heilbrigðisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga setji af stað formlegan starfshóp þar sem fjallað verði um ofangreindar aðgerðir með því markmiði að aðstæður utangarðsfólks verði bættar. Þór Gíslason, forstöðumaður gistiskýlis fyrir heimilislausa karlmenn, segir enga eina skýringu á þessari miklu aukningu. „Húsnæðisvandi hefur farið vaxandi á þessum tíma. Sá hópur sem hér um ræðir er sá hópur sem fyrst missir húsnæði sem það hefur haft og síðasti hópurinn sem fær húsnæði þegar um hægist.” Hann segir að húsnæðisleysi valdi aukningu á vanda og flækjustigum þessara einstaklinga og meira álagi á heilbrigðiskerfið, fangelsin og félagslega kerfið. „Akkilesarhællinn er sá að togstreita er um að hvar málin liggja. Á ríkið að greiða eða á borgin að greiða. Þar sem verið er að vinna mjög faglega að málum, eins og til dæmis Finnar gera, þar kemur ríkið inn með verulegan þátt í þjónustu við utangarðsfólks á félagslegum grunni. Það er hagur ríkisins að vel gangi í félagslega þættinum til þess að draga úr innlögnum og öðru álagi á ríkisstofnanir,” segir Þór.
Húsnæðismál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sjá meira