Jörðin, við og veðrið Guðmundur Steingrímsson skrifar 30. júlí 2018 09:45 Á fimmtudaginn var ég staddur í London með konu minni og börnum. Það var heitasti dagur ársins. Hitinn fór upp í 36 gráður. Í slíkum hita inni í miðri stórborg er ekki beinlínis hægt að segja að maður njóti sólarinnar. Maður reynir frekar að forðast hana. Maður sækir í loftræstingu verslananna. Í neðanjarðarlestinni hefði maður allt eins getað reynt að snúa ferðinni upp í sauna. Setið með handklæði utan um sig miðjan, svitnað og spjallað við fólkið. En ég las frekar The Guardian á milli þess sem ég notaði The Guardian sem blævæng. Í blaðinu var greinaflokkur um einmitt þetta: Þennan óskaplega hita. Veðrið. Því var haldið fram með rökum, og vitnað í vísindasamfélagið, að við séum nú – jarðarbúar – að upplifa nákvæmlega það sem spáð hefur verið að myndi gerast. Gróðurhúsaáhrifin eru skollin á af fullum krafti.Hiti og dauðsföll Áhrifin eru að birtast okkur sem meiri öfgar í veðurfari. Við lesum fréttir af óskaplegum hita á Norðurlöndum. Skógar brenna í Svíþjóð, jafnvel norðan við heimsskautsbaug sem er fáheyrt. Skraufþurr gróður í Grikklandi logar líka og afleiðingarnar eru skelfilegar. Fólk deyr. Í Kaliforníu loga líka eldar. Í Japan hafa um 23 þúsund manns þurft að leggjast inn á spítala vegna hitans. Um 90 manns hafa látið lífið út af hitanum í Japan síðan í maí. Við Tókýo mældist hitinn um 42 gráður einn daginn. Í Alsír hefur verið sett nýtt afrískt hitamet þegar hitinn fór í 52,3 gráður. Í Kanada deyr fólk út af hita. Í Reykjavík rignir bara og rignir. Reyndar var hitabylgja í nokkrar klukkustundir í gær, þegar hitinn fór yfir 20 gráður. En svo átti að bresta á með þrumuveðri jafnvel seinnipartinn, þegar þetta er skrifað. Öfgar í veðri sem sagt. Oft með tilheyrandi stórskaða og dauðsföllum. Þetta er það sem er að gerast. Spurningin sem blasir við er sú hvort fólk telji almennt að það sé ástæða til að hafa áhyggjur af þessu, eða er þetta bara allt í sóma? Er veðrið ekki alltaf einhvern veginn hvort sem er? Getum við ekki aðlagast þessu eins og öðru?Tvenn viðbrögð Kannanir hafa sýnt, til dæmis í Bretlandi, að mikill meirihluti fólks – um tveir þriðju úrtaks – trúir því að gróðurhúsaáhrifin og hlýnun jarðar sé raunverulega að gerast. Hins vegar sýna sömu kannanir að einungis um 25% aðspurðra hafa af því miklar áhyggjur. Þetta er auðvitað svolítið merkilegt, en líka skiljanlegt. Oft hafa gárungar grínast með það á Íslandi, að hér mætti alveg hlýna pínulítið og því fínt að fá þessi gróðurhúsaáhrif. Það yrði bara huggulegt. Sama umræða hefur átt sér stað í Bretlandi. Þar hefur fólk aldeilis mátt búa við ömurleg, köld rignarsumur í gegnum tíðina. Mörgum finnst hitinn undanfarið miklu skemmtilegri og góður fyrir ferðaþjónustuna. Niðurstaðan í Guardian er athyglisverð. Í rauninni þurfa viðbrögð jarðarbúa við þessari þróun að vera af tvennum toga. Annars vegar þarf fólk að aðlagast breyttum veruleika. Öfgakenndar hitasveiflur verða tíðari. Það þarf augljóslega til dæmis í London að gera eitthvað í loftræstingunni í neðanjarðarlestunum. Það þarf að endurskoða hvernig frárennslismálum í byggingum er háttað og hvernig hús eru einangruð. Og hitt er svo alveg rétt að sums staðar er hægt að njóta lífsins í meiri hita og sleikja sólina í auknum mæli. En þó svo aðlögunin verði að eiga sér stað, þá má alls ekki missa sjónar á hinu: Þetta er vegur til helvítis. Ef gróðurhúsaáhrifin fengju að halda áfram óáreitt eins og til dæmis forseti Bandaríkjanna vill, yrðu áhrifin hrikaleg.Reykingar og jarðsprengjur Í úttekt Guardian er þetta útskýrt ágætlega. Gróðurhúsaáhrifin virka í raun og veru eins og reykingar virka á lungun, sagði einn vísindamaður þar. Reykingar geta valdið banvænu lungnakrabbameini, en fólk getur líka fengið krabbamein af öðrum völdum. Orsakasamhengi milli reykinga og krabbameins er hins vegar ótvírætt. Gróðurhúsaáhrifin virka svipað. Það er ótvírætt orsakasamhengi milli öfgakenndra veðurtilbrigða – eins og banvæns hita, fellibylja, brjálaðra storma og hrikalegra rigninga – og gróðurhúsalofttegunda. Ef við viljum reyna að afstýra því að veður verði svo válynd að við ráðum varla við búsetu á jörðinni lengur, þá verðum við semsagt að hætta að reykja. Og það verður að gerast hratt. Annar lýsti ástandinu með annarri líkingu. Hann sagði það ekki beinlínis rétt að jarðarbúar væru að stefna fram af hengiflugi, heldur væri önnur líking betri: Við erum komin inn á jarðsprengjusvæði. Og jarðsprengjunum fjölgar eftir því sem við göngum lengra inn á svæðið. Í þannig stöðu er skynsamlegt að gera tvennt: Panikera ekki. En afdráttarlaust líka: Snúa við. Og það strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Á fimmtudaginn var ég staddur í London með konu minni og börnum. Það var heitasti dagur ársins. Hitinn fór upp í 36 gráður. Í slíkum hita inni í miðri stórborg er ekki beinlínis hægt að segja að maður njóti sólarinnar. Maður reynir frekar að forðast hana. Maður sækir í loftræstingu verslananna. Í neðanjarðarlestinni hefði maður allt eins getað reynt að snúa ferðinni upp í sauna. Setið með handklæði utan um sig miðjan, svitnað og spjallað við fólkið. En ég las frekar The Guardian á milli þess sem ég notaði The Guardian sem blævæng. Í blaðinu var greinaflokkur um einmitt þetta: Þennan óskaplega hita. Veðrið. Því var haldið fram með rökum, og vitnað í vísindasamfélagið, að við séum nú – jarðarbúar – að upplifa nákvæmlega það sem spáð hefur verið að myndi gerast. Gróðurhúsaáhrifin eru skollin á af fullum krafti.Hiti og dauðsföll Áhrifin eru að birtast okkur sem meiri öfgar í veðurfari. Við lesum fréttir af óskaplegum hita á Norðurlöndum. Skógar brenna í Svíþjóð, jafnvel norðan við heimsskautsbaug sem er fáheyrt. Skraufþurr gróður í Grikklandi logar líka og afleiðingarnar eru skelfilegar. Fólk deyr. Í Kaliforníu loga líka eldar. Í Japan hafa um 23 þúsund manns þurft að leggjast inn á spítala vegna hitans. Um 90 manns hafa látið lífið út af hitanum í Japan síðan í maí. Við Tókýo mældist hitinn um 42 gráður einn daginn. Í Alsír hefur verið sett nýtt afrískt hitamet þegar hitinn fór í 52,3 gráður. Í Kanada deyr fólk út af hita. Í Reykjavík rignir bara og rignir. Reyndar var hitabylgja í nokkrar klukkustundir í gær, þegar hitinn fór yfir 20 gráður. En svo átti að bresta á með þrumuveðri jafnvel seinnipartinn, þegar þetta er skrifað. Öfgar í veðri sem sagt. Oft með tilheyrandi stórskaða og dauðsföllum. Þetta er það sem er að gerast. Spurningin sem blasir við er sú hvort fólk telji almennt að það sé ástæða til að hafa áhyggjur af þessu, eða er þetta bara allt í sóma? Er veðrið ekki alltaf einhvern veginn hvort sem er? Getum við ekki aðlagast þessu eins og öðru?Tvenn viðbrögð Kannanir hafa sýnt, til dæmis í Bretlandi, að mikill meirihluti fólks – um tveir þriðju úrtaks – trúir því að gróðurhúsaáhrifin og hlýnun jarðar sé raunverulega að gerast. Hins vegar sýna sömu kannanir að einungis um 25% aðspurðra hafa af því miklar áhyggjur. Þetta er auðvitað svolítið merkilegt, en líka skiljanlegt. Oft hafa gárungar grínast með það á Íslandi, að hér mætti alveg hlýna pínulítið og því fínt að fá þessi gróðurhúsaáhrif. Það yrði bara huggulegt. Sama umræða hefur átt sér stað í Bretlandi. Þar hefur fólk aldeilis mátt búa við ömurleg, köld rignarsumur í gegnum tíðina. Mörgum finnst hitinn undanfarið miklu skemmtilegri og góður fyrir ferðaþjónustuna. Niðurstaðan í Guardian er athyglisverð. Í rauninni þurfa viðbrögð jarðarbúa við þessari þróun að vera af tvennum toga. Annars vegar þarf fólk að aðlagast breyttum veruleika. Öfgakenndar hitasveiflur verða tíðari. Það þarf augljóslega til dæmis í London að gera eitthvað í loftræstingunni í neðanjarðarlestunum. Það þarf að endurskoða hvernig frárennslismálum í byggingum er háttað og hvernig hús eru einangruð. Og hitt er svo alveg rétt að sums staðar er hægt að njóta lífsins í meiri hita og sleikja sólina í auknum mæli. En þó svo aðlögunin verði að eiga sér stað, þá má alls ekki missa sjónar á hinu: Þetta er vegur til helvítis. Ef gróðurhúsaáhrifin fengju að halda áfram óáreitt eins og til dæmis forseti Bandaríkjanna vill, yrðu áhrifin hrikaleg.Reykingar og jarðsprengjur Í úttekt Guardian er þetta útskýrt ágætlega. Gróðurhúsaáhrifin virka í raun og veru eins og reykingar virka á lungun, sagði einn vísindamaður þar. Reykingar geta valdið banvænu lungnakrabbameini, en fólk getur líka fengið krabbamein af öðrum völdum. Orsakasamhengi milli reykinga og krabbameins er hins vegar ótvírætt. Gróðurhúsaáhrifin virka svipað. Það er ótvírætt orsakasamhengi milli öfgakenndra veðurtilbrigða – eins og banvæns hita, fellibylja, brjálaðra storma og hrikalegra rigninga – og gróðurhúsalofttegunda. Ef við viljum reyna að afstýra því að veður verði svo válynd að við ráðum varla við búsetu á jörðinni lengur, þá verðum við semsagt að hætta að reykja. Og það verður að gerast hratt. Annar lýsti ástandinu með annarri líkingu. Hann sagði það ekki beinlínis rétt að jarðarbúar væru að stefna fram af hengiflugi, heldur væri önnur líking betri: Við erum komin inn á jarðsprengjusvæði. Og jarðsprengjunum fjölgar eftir því sem við göngum lengra inn á svæðið. Í þannig stöðu er skynsamlegt að gera tvennt: Panikera ekki. En afdráttarlaust líka: Snúa við. Og það strax.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun