Mikilvægt að sveitarfélög vinni saman að málefnum heimilislausra Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. ágúst 2018 19:30 Reykjavík er eina sveitarfélagið á Höfuðborgarsvæðinu sem starfrækir neyðarúrræði vegna utangarðsfólks. Sviðstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir nauðsynlegt að sveitarfélögin vinni saman að lausn þessara mála. Málefni heimilislausra eru margþætt enda eru þeir ólíkur hópur. Annars vegar er um þá að ræða sem eru utangarðs vegna áfengis- eða vímuefnaneyslu og hins vegar þá sem bíða eftir félagslegu húsnæði. Í svari þáverandi Félagsmálaráðherra við fyrirspurn frá árinu 2017 kemur fram að Reykjavíkurborg stæði sig best í að útvega fólki félagslegt húsnæði en Garðabær og Kjósahreppur verst. Reykjarvíkurborg rekur Gistiskýlið við Lindargötu og Konukot svo dæmi séu nefnd. Þangað eru aðilar velkomnir óháð búsetu. „Já við greiðum allan kostnað við Gistiskýlið og rekum það. Við höfum ekki vísað fólki úr öðrum sveitarfélögum frá ef pláss er í skýlinu. Í fyrra voru um 150 gistinætur þar frá fólki sem kom annars staðar frá. Í Konukoti voru gistinætur fólks úr öðrum sveitarfélögum en Reykjavík 750 eða 25% af heildargistinóttum,“ Segir Regína Ástvaldsdóttir, sviðstjóri Velferðarsviðs. Þá segir hún mikilvægt að sveitarfélögin alls staðar að á landinu setjist niður og vinni saman að lausn þessara mála.Er samtal á milli sveitarfélaga þegar kemur að þessum málaflokki?„Já það er samtal á milli sveitarfélaga. Við eigum í samstarfi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ég finn ekki fyrir öðru en áhuga hjá þeim til að taka þátt í þessum málum. Þá hefur það ekki komið í framkvæmd að önnur sveitarfélög borgi fyrir viðveru íbúa sinna í gistiskýlinu við Lindargötu,“ segir Regína. Þá er ljóst að Reykjarvíkurborg beri þungann í málefnum utangarðsfólks en vandi þeirra hefur oft verið kallaður höfuðborgarvandi. „Það er eðlilegt að fólk leiti til höfuðborgarinnar sem á í fíkniefnavanda eða margþættum vanda. Þetta er þekkt erlendis og þar er mjög algengt að ríkið komi líka að þessum málaflokki vegna þess að það er vitað að höfuðborgin hefur ákveðið aðdráttarafl fyrir þennan hóp,“ segir Regína. Húsnæðismál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Reykjavík er eina sveitarfélagið á Höfuðborgarsvæðinu sem starfrækir neyðarúrræði vegna utangarðsfólks. Sviðstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir nauðsynlegt að sveitarfélögin vinni saman að lausn þessara mála. Málefni heimilislausra eru margþætt enda eru þeir ólíkur hópur. Annars vegar er um þá að ræða sem eru utangarðs vegna áfengis- eða vímuefnaneyslu og hins vegar þá sem bíða eftir félagslegu húsnæði. Í svari þáverandi Félagsmálaráðherra við fyrirspurn frá árinu 2017 kemur fram að Reykjavíkurborg stæði sig best í að útvega fólki félagslegt húsnæði en Garðabær og Kjósahreppur verst. Reykjarvíkurborg rekur Gistiskýlið við Lindargötu og Konukot svo dæmi séu nefnd. Þangað eru aðilar velkomnir óháð búsetu. „Já við greiðum allan kostnað við Gistiskýlið og rekum það. Við höfum ekki vísað fólki úr öðrum sveitarfélögum frá ef pláss er í skýlinu. Í fyrra voru um 150 gistinætur þar frá fólki sem kom annars staðar frá. Í Konukoti voru gistinætur fólks úr öðrum sveitarfélögum en Reykjavík 750 eða 25% af heildargistinóttum,“ Segir Regína Ástvaldsdóttir, sviðstjóri Velferðarsviðs. Þá segir hún mikilvægt að sveitarfélögin alls staðar að á landinu setjist niður og vinni saman að lausn þessara mála.Er samtal á milli sveitarfélaga þegar kemur að þessum málaflokki?„Já það er samtal á milli sveitarfélaga. Við eigum í samstarfi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ég finn ekki fyrir öðru en áhuga hjá þeim til að taka þátt í þessum málum. Þá hefur það ekki komið í framkvæmd að önnur sveitarfélög borgi fyrir viðveru íbúa sinna í gistiskýlinu við Lindargötu,“ segir Regína. Þá er ljóst að Reykjarvíkurborg beri þungann í málefnum utangarðsfólks en vandi þeirra hefur oft verið kallaður höfuðborgarvandi. „Það er eðlilegt að fólk leiti til höfuðborgarinnar sem á í fíkniefnavanda eða margþættum vanda. Þetta er þekkt erlendis og þar er mjög algengt að ríkið komi líka að þessum málaflokki vegna þess að það er vitað að höfuðborgin hefur ákveðið aðdráttarafl fyrir þennan hóp,“ segir Regína.
Húsnæðismál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira