Melania og Ivanka ósammála forsetanum Andri Eysteinsson skrifar 6. ágúst 2018 19:34 Ivanka Trump og Melania Trump eru ekki alltaf sammála því sem Bandaríkjaforseti segir. Vísir/EPA Tíst Bandaríkjaforseta, Donald Trump, um gáfnafar körfuboltagoðsagnarinnar LeBron James, hefur vakið hörð viðbrögð um allan heim. Viðbrögð forsetafrúarinnar Melaniu Trump voru af allt öðrum toga en gagnrýni forsetans. James ræddi síðastliðinn föstudag við þáttastjórnandann Don Lemon á CNN, þar hélt hann áfram að gagnrýna forsetans og sagðist ekki vera viljugur að ræða við hann ef tækifæri myndi gefast. James hefur áður verið harðorður í garð forsetans. James sagði í september 2017 að hefðbundin heimsókn NBA meistara í Hvíta Húsið hefði verið mikill heiður áður en að Trump tók við embættinu, einnig kallaði James forsetann ónytjung. U bum @StephenCurry30 already said he ain't going! So therefore ain't no invite. Going to White House was a great honor until you showed up!— LeBron James (@KingJames) September 23, 2017 Trump brást við gagnrýninni sem kom fram í þættinum í tísti þar sem hann sagði að James hefði verið tekinn í viðtal af heimskasta manninum í sjónvarpi sem hefði látið James líta út fyrir að vera klár sem væri ekki auðvelt að gera. Einnig bætti hann við að hann kynni betur við Michael Jordan.Sjá: Trump gerir lítið úr LeBron JamesLebron James was just interviewed by the dumbest man on television, Don Lemon. He made Lebron look smart, which isn't easy to do. I like Mike!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 4, 2018 Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna gaf út yfirlýsingu í kjölfar deilunnar þar sem hún hrósaði LeBron James fyrir vinnu sína til að bæta líf ungu kynslóðarinnar og hvatti hann til dáða en hún er mikil baráttukona fyrir réttindum barna. Einnig sagðist Melania vera viljug til að heimsækja I Promise skólann sem James hefur opnað í heimabæ sínum Akron í Ohio fylki.Sjá: Melania Trump segir LeBron gera góða hlutiIvanka og Melania Trump ósammála forsetanum. Viðbrögð Melaniu í þessu máli er ekki fyrsta skiptið sem konurnar í lífi Trump virðast vera ósammála forsetanum. Yfirlýsingar forsetans um fjölmiðla vestanhafs, þar sem hann segir til dæmis að fjölmiðlar séu óvinir fólksins, hafa verið umdeildar og dóttir Trump, Ivanka hefur gefið út yfirlýsingar þar sem hún segist ósammála föður sínum. Það gerði einnig ráðgjafi forsetans Kellyanne Conway, þrátt fyrir tilraunir þeirra til skaðaminnkunar fyrir forsetann hélt hann áfram að gagnrýna fjölmiðla.Fjölmiðlar vestanhafs telja að yfirlýsingar á borð við þessar frá Melaniu Trump, forsetafrú og Ivönku Trump, séu til þess fallnar að höfða til kvenkyns kjósenda sem hafa hóflegri skoðanir heldur en forsetinn.CNN gagnrýnir þó forsetafrúnna, Ivönku Trump og Kellyanne Conway fyrir að gera ekki nógu mikið til að stilla skoðunum forsetans í hóf. CNN segir þær frekar reyna að draga úr yfirlýsingum forsetans sem kynnu að skaða embættið heldur en að koma í veg fyrir þær. Donald Trump Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Tíst Bandaríkjaforseta, Donald Trump, um gáfnafar körfuboltagoðsagnarinnar LeBron James, hefur vakið hörð viðbrögð um allan heim. Viðbrögð forsetafrúarinnar Melaniu Trump voru af allt öðrum toga en gagnrýni forsetans. James ræddi síðastliðinn föstudag við þáttastjórnandann Don Lemon á CNN, þar hélt hann áfram að gagnrýna forsetans og sagðist ekki vera viljugur að ræða við hann ef tækifæri myndi gefast. James hefur áður verið harðorður í garð forsetans. James sagði í september 2017 að hefðbundin heimsókn NBA meistara í Hvíta Húsið hefði verið mikill heiður áður en að Trump tók við embættinu, einnig kallaði James forsetann ónytjung. U bum @StephenCurry30 already said he ain't going! So therefore ain't no invite. Going to White House was a great honor until you showed up!— LeBron James (@KingJames) September 23, 2017 Trump brást við gagnrýninni sem kom fram í þættinum í tísti þar sem hann sagði að James hefði verið tekinn í viðtal af heimskasta manninum í sjónvarpi sem hefði látið James líta út fyrir að vera klár sem væri ekki auðvelt að gera. Einnig bætti hann við að hann kynni betur við Michael Jordan.Sjá: Trump gerir lítið úr LeBron JamesLebron James was just interviewed by the dumbest man on television, Don Lemon. He made Lebron look smart, which isn't easy to do. I like Mike!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 4, 2018 Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna gaf út yfirlýsingu í kjölfar deilunnar þar sem hún hrósaði LeBron James fyrir vinnu sína til að bæta líf ungu kynslóðarinnar og hvatti hann til dáða en hún er mikil baráttukona fyrir réttindum barna. Einnig sagðist Melania vera viljug til að heimsækja I Promise skólann sem James hefur opnað í heimabæ sínum Akron í Ohio fylki.Sjá: Melania Trump segir LeBron gera góða hlutiIvanka og Melania Trump ósammála forsetanum. Viðbrögð Melaniu í þessu máli er ekki fyrsta skiptið sem konurnar í lífi Trump virðast vera ósammála forsetanum. Yfirlýsingar forsetans um fjölmiðla vestanhafs, þar sem hann segir til dæmis að fjölmiðlar séu óvinir fólksins, hafa verið umdeildar og dóttir Trump, Ivanka hefur gefið út yfirlýsingar þar sem hún segist ósammála föður sínum. Það gerði einnig ráðgjafi forsetans Kellyanne Conway, þrátt fyrir tilraunir þeirra til skaðaminnkunar fyrir forsetann hélt hann áfram að gagnrýna fjölmiðla.Fjölmiðlar vestanhafs telja að yfirlýsingar á borð við þessar frá Melaniu Trump, forsetafrú og Ivönku Trump, séu til þess fallnar að höfða til kvenkyns kjósenda sem hafa hóflegri skoðanir heldur en forsetinn.CNN gagnrýnir þó forsetafrúnna, Ivönku Trump og Kellyanne Conway fyrir að gera ekki nógu mikið til að stilla skoðunum forsetans í hóf. CNN segir þær frekar reyna að draga úr yfirlýsingum forsetans sem kynnu að skaða embættið heldur en að koma í veg fyrir þær.
Donald Trump Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira