Lögregla stöðvar skutl á Þjóðhátíð Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. ágúst 2018 16:45 RIB-bátur, eða harðskeljabátur, á fleygiferð. Slíkir bátar hafa ekki heimild til fólksflutninga milli staða. vísir/óskar friðriksson Lögregla hefur komið því á framfæri við fyrirtækið Ribsafari, sem bauð upp á „skemmtisiglingar“ milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja um verslunarmannahelgi, að heimild þeirra til siglinga nái ekki utan um farþegaflutninga. Gerir lögregla því ráð fyrir að fyrirtækið sigli ekki með farþega í auglýstu „skutli“ um helgina. Í fyrradag gerði Samgöngustofa athugasemd við ferðir Ribsafari, sem gerir út svokallaða RIB-báta. Athugasemdin laut að því að bátarnir eru ekki samþykktir til fólksflutninga milli staða en fyrirtækið hafði aðeins leyfi til útsýnissiglinga. Þá var athugasemdin áréttuð við fyrirtækið í dag, að sögn Þórhildar Elínardóttur, samskiptastjóra Samgöngustofu. Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum segir í samtali við Vísi að lögregla hafi haft samband við forsvarsmenn Ribsafari og bent á að þeim væri óheimilt að flytja farþega milli staða, líkt og kom fram í ábendingu Samgöngustofu. Jóhannes sagðist gera ráð fyrir að fyrirtækið myndi ekki fara auglýstar áætlunarferðir sínar til og frá Vestmannaeyjum um helgina. Ferðirnar voru á dagskrá í dag, föstudaginn 3. ágúst, og á mánudag 6. ágúst. Ekki náðist í forsvarsmenn Ribsafari við vinnslu þessarar fréttar. Þá er rétt að taka fram að athugasemd Samgöngustofu og lögreglu nær ekki til sérstakra útsýnisferða fyrirtækisins, svokallaðra „fjörferða“, sem í boði eru yfir helgina. Samgöngur Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Svona var stemningin á Húkkaraballinu Húkkaraballið var haldið í Vestmannaeyjum í gærkvöldi, en ballið er haldið ár hvert á fimmtudeginum fyrir Þjóðhátíð og hleypir fjörinu rækilega af stað. 3. ágúst 2018 11:30 Samgöngustofa segir leyfi til að „skutla“ á Þjóðhátíð ekki fyrir hendi Þetta segir í athugasemd Samgöngustofu um starfsemi fyrirtækisins Ribsafari. 2. ágúst 2018 15:00 Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
Lögregla hefur komið því á framfæri við fyrirtækið Ribsafari, sem bauð upp á „skemmtisiglingar“ milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja um verslunarmannahelgi, að heimild þeirra til siglinga nái ekki utan um farþegaflutninga. Gerir lögregla því ráð fyrir að fyrirtækið sigli ekki með farþega í auglýstu „skutli“ um helgina. Í fyrradag gerði Samgöngustofa athugasemd við ferðir Ribsafari, sem gerir út svokallaða RIB-báta. Athugasemdin laut að því að bátarnir eru ekki samþykktir til fólksflutninga milli staða en fyrirtækið hafði aðeins leyfi til útsýnissiglinga. Þá var athugasemdin áréttuð við fyrirtækið í dag, að sögn Þórhildar Elínardóttur, samskiptastjóra Samgöngustofu. Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum segir í samtali við Vísi að lögregla hafi haft samband við forsvarsmenn Ribsafari og bent á að þeim væri óheimilt að flytja farþega milli staða, líkt og kom fram í ábendingu Samgöngustofu. Jóhannes sagðist gera ráð fyrir að fyrirtækið myndi ekki fara auglýstar áætlunarferðir sínar til og frá Vestmannaeyjum um helgina. Ferðirnar voru á dagskrá í dag, föstudaginn 3. ágúst, og á mánudag 6. ágúst. Ekki náðist í forsvarsmenn Ribsafari við vinnslu þessarar fréttar. Þá er rétt að taka fram að athugasemd Samgöngustofu og lögreglu nær ekki til sérstakra útsýnisferða fyrirtækisins, svokallaðra „fjörferða“, sem í boði eru yfir helgina.
Samgöngur Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Svona var stemningin á Húkkaraballinu Húkkaraballið var haldið í Vestmannaeyjum í gærkvöldi, en ballið er haldið ár hvert á fimmtudeginum fyrir Þjóðhátíð og hleypir fjörinu rækilega af stað. 3. ágúst 2018 11:30 Samgöngustofa segir leyfi til að „skutla“ á Þjóðhátíð ekki fyrir hendi Þetta segir í athugasemd Samgöngustofu um starfsemi fyrirtækisins Ribsafari. 2. ágúst 2018 15:00 Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
Svona var stemningin á Húkkaraballinu Húkkaraballið var haldið í Vestmannaeyjum í gærkvöldi, en ballið er haldið ár hvert á fimmtudeginum fyrir Þjóðhátíð og hleypir fjörinu rækilega af stað. 3. ágúst 2018 11:30
Samgöngustofa segir leyfi til að „skutla“ á Þjóðhátíð ekki fyrir hendi Þetta segir í athugasemd Samgöngustofu um starfsemi fyrirtækisins Ribsafari. 2. ágúst 2018 15:00