Lykilvitni ber mögulega ekki vitni gegn kosningastjóra Trump Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2018 20:28 Reiknað hefur verið með því að vitnisburður Rick Gates skipti sköpum í málinu gegn Manafort. Óljóst er hvort að hann beri vitni í málinu. Vísir/EPA Saksóknarar í máli gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ýjuðu að því að fyrrverandi viðskiptafélagi Manafort sem talinn hefur verið lykilvitni ákæruvaldsins verði mögulega ekki kallaður í vitnastúku. Verjendur Manafort hyggjast vísa ábyrgð á brotunum sem ákært er fyrir á viðskiptafélagann. Rick Gates vann með Manafort við málafylgjustörf um árabil. Hann gegndi jafnframt stöðu aðstoðarkosningastjóra framboðs Trump jafnvel eftir að Manafort steig til hliðar sem kosningastjóri eftir að fram komu ásakanir um að hann hefði þegið milljónir dollara á laun frá úkraínskum stjórnmálaflokki í ágúst árið 2016. Gates hefur játað að hafa logið að alríkislögreglunni og vinnur með saksóknurum. Málið gegn Manafort nú tengist málafylgjustörfum hans fyrir Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Hann er sakaður um að hafa falið tuga milljóna dollara greiðslur sem hann fékk frá Úkraínu á fjölda bankareikninga erlendis fyrir bandaríska skattinum og svikið lán út úr bönkum þegar að uppgripunum í Úkraínu lauk eftir að Janúkóvitsj hrökklaðist frá völdum árið 2014. Réttarhöldin yfir Manafort hófust í Alexandríuborg í Virginíu í gær og hafa vitni verið leidd fyrir dóminn. Málatilbúnaður verjenda Manafort er að Gates hafi borið ábyrgð á meðferð fjármunanna. Hann hafi stolið frá Manafort og ljúgi nú til að fela spor sín.Ekki ákærður fyrir að lifa hátt Búist var við því að Gates yrði lykilvitni ákæruvaldsins en saksóknararnir virðast nú tvístígandi um hvort að hann verði kallaður til vitnis. „Hann gæti borið vitni í þessu máli, hann gæti ekki gert það,“ sagði Uzo Asonye, einn saksóknaranna, þegar dómarinn spurði hvort að Gates yrði kallaður upp. Tók hann þó fram að hann væri ekki að gefa í skyn að Gates yrði ekki látinn bera vitni fyrir ákæruvaldið.Reuters-fréttastofan segir að dómarinn hafi einnig sett út á áherslu saksóknaranna á íburðarmikinn lífsstíl Manafort. Þeir höfðu sagt kviðdómendum frá því að Manafort hefði eytt rúmum 440.000 dollurum í föt árið 2013, jafnvirði tæpra 47 milljóna íslenskra króna. Eins hefur komið fram að Manafort hafi átt strútsskinnsjakka að andvirði um einnar og hálfrar milljónar króna. „Herra Manafort er ekki fyrir dómi fyrir íburðarmikinn lífsstíl,“ sagði T.S. Ellis, dómarinn í málinu við saksóknarana. Yfir Manafort vofir annað mál í Washington-borg. Þar er hann ákærður fyrir að skrá sig ekki sem málafylgjumaður erlends ríkis og peningaþvætti. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00 Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:20 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Saksóknarar í máli gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ýjuðu að því að fyrrverandi viðskiptafélagi Manafort sem talinn hefur verið lykilvitni ákæruvaldsins verði mögulega ekki kallaður í vitnastúku. Verjendur Manafort hyggjast vísa ábyrgð á brotunum sem ákært er fyrir á viðskiptafélagann. Rick Gates vann með Manafort við málafylgjustörf um árabil. Hann gegndi jafnframt stöðu aðstoðarkosningastjóra framboðs Trump jafnvel eftir að Manafort steig til hliðar sem kosningastjóri eftir að fram komu ásakanir um að hann hefði þegið milljónir dollara á laun frá úkraínskum stjórnmálaflokki í ágúst árið 2016. Gates hefur játað að hafa logið að alríkislögreglunni og vinnur með saksóknurum. Málið gegn Manafort nú tengist málafylgjustörfum hans fyrir Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Hann er sakaður um að hafa falið tuga milljóna dollara greiðslur sem hann fékk frá Úkraínu á fjölda bankareikninga erlendis fyrir bandaríska skattinum og svikið lán út úr bönkum þegar að uppgripunum í Úkraínu lauk eftir að Janúkóvitsj hrökklaðist frá völdum árið 2014. Réttarhöldin yfir Manafort hófust í Alexandríuborg í Virginíu í gær og hafa vitni verið leidd fyrir dóminn. Málatilbúnaður verjenda Manafort er að Gates hafi borið ábyrgð á meðferð fjármunanna. Hann hafi stolið frá Manafort og ljúgi nú til að fela spor sín.Ekki ákærður fyrir að lifa hátt Búist var við því að Gates yrði lykilvitni ákæruvaldsins en saksóknararnir virðast nú tvístígandi um hvort að hann verði kallaður til vitnis. „Hann gæti borið vitni í þessu máli, hann gæti ekki gert það,“ sagði Uzo Asonye, einn saksóknaranna, þegar dómarinn spurði hvort að Gates yrði kallaður upp. Tók hann þó fram að hann væri ekki að gefa í skyn að Gates yrði ekki látinn bera vitni fyrir ákæruvaldið.Reuters-fréttastofan segir að dómarinn hafi einnig sett út á áherslu saksóknaranna á íburðarmikinn lífsstíl Manafort. Þeir höfðu sagt kviðdómendum frá því að Manafort hefði eytt rúmum 440.000 dollurum í föt árið 2013, jafnvirði tæpra 47 milljóna íslenskra króna. Eins hefur komið fram að Manafort hafi átt strútsskinnsjakka að andvirði um einnar og hálfrar milljónar króna. „Herra Manafort er ekki fyrir dómi fyrir íburðarmikinn lífsstíl,“ sagði T.S. Ellis, dómarinn í málinu við saksóknarana. Yfir Manafort vofir annað mál í Washington-borg. Þar er hann ákærður fyrir að skrá sig ekki sem málafylgjumaður erlends ríkis og peningaþvætti.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00 Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:20 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00
Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:20
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila