Jón Pétur Zimsen hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.
Jón Pétur hefur starfað að skólamálum um árabil, nú síðast sem skólastjóri Réttarholtsskóla. Aðalverksvið Jóns Péturs í ráðuneytinu verður á sviði menntamála og stefnumótunar, að því er segir í tilkynningu.
Jón Pétur lauk B.Ed. prófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1999 og hef lagt stund á M.Ed-nám í stjórnun menntastofnana við HÍ. Hann hóf að kenna við Réttarholtsskóla árið 1998 og starfaði síðar einnig sem aðstoðaskólastjóri (2007-2015) og skólastjóri (2015-2018).
Jón Pétur hefur tekið virkan þátt í ýmsum félagasamtökum kennara og skólastjórnenda, s.s. með samninganefnd FG og í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. Hann hefur kennt á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, komið að endurskoðun námsskrár í náttúrufræði og auk þess unnið að fjölbreyttum æskulýðs- og íþróttamálum.
Jón Pétur aðstoðar Lilju
Kristín Ólafsdóttir skrifar
