Fordæma árásir Trump á fjölmiðlafrelsi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 16. ágúst 2018 20:46 Tæplega 350 fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar skrifuðu í dag leiðara sem fordæma árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á fjölmiðlafrelsi í landinu. Það ættu allir að þekkja orðræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta um fjölmiðla og falsfréttir. Zeid Ra’ad al-Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu Þjóðanna fordæmdi þessa orðræðu í vikunni og sagði hana ógna fjölmiðlafrelsi og öryggi fréttafólks víða um heim. Nú hafa nærri 350 dagblöð í Bandaríkjunum og víðar tekið áskorun the Boston Globe um að fordæma í leiðaraskrifum það sem þau kalla grófa árás forsetans á fjölmiðlafrelsi. Þannig segir meðal annars í leiðara Boston Globe að „fjölmiðlar séu frjálsum samfélögum nauðsynlegir þar sem þeir fylgja ekki leiðtogum í blindni – allt frá skipulagsráðum nærsamfélaga til Hvíta hússins“ Í leiðara New york times segir: „Að þessar árásir séu sérlega hættulegar miðlum í löndum þar sem réttarríkið standi hallandi fæti og smærri miðlum í Bandaríkjunum þar sem iðnaðurinn sé fjársveltur“ Miðlar utan Bandaríkjanna taka einnig þátt en breska blaðið the Guardian segir að „Það sé ekki hlutverk fjölmiðla að bjarga Bandaríkjunum frá Trump. Það sé hlutverk fjölmiðla að greina frá, kafa ofan í, greina og grannskoða óttalaust“ Þá segir New York Post, sem studdi forsetann í forsetakosningunum 2016, að það „styðji frjálsa og lifandi fjölmiðla í þjóð þar sem aðhald sé með þeim valdamiklu af hálfu fjórða valdsins. Fjölmiðlar séu ekki óvinir þjóðarinnar, þeir eru talsmenn þjóðarinnar.“ Tölfræði í leiðara Boston Globe sýnir líka fram á að orðræða forsetans er að ná til fólks, sér í lagi stuðningsmanna hans. Þannig telja 48 prósent stuðningsmanna repúblikanaflokksins að fjölmiðlar séu óvinir þjóðarinnar og sömuleiðis 43 prósent að forsetinn ætti að hafa vald til þess að skella í lás hjá þeim fjölmiðlum sem honum þóknast ekki. Donald Trump Tengdar fréttir Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08 Trump gæti verið dreginn til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk stuðningsmanna sinna Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé sekur um ofbeldishvetjandi orðræðu sem minni á svartasta tímabil 20. aldarinnar. Dómstólar þurfi að skera úr um hvort hægt sé að draga Trump til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk sem stuðningsmenn hans kunna að fremja. 13. ágúst 2018 13:08 Trump eins óvinsæll og Nixon var við afsögnina Um 45% segja að Donald Trump standi sig illa sem forseti Bandaríkjanna. Það er sama hlutfall sagði það sama um Richard Nixon rétt áður en hann sagði af sér árið 1974. 12. ágúst 2018 08:22 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Tæplega 350 fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar skrifuðu í dag leiðara sem fordæma árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á fjölmiðlafrelsi í landinu. Það ættu allir að þekkja orðræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta um fjölmiðla og falsfréttir. Zeid Ra’ad al-Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu Þjóðanna fordæmdi þessa orðræðu í vikunni og sagði hana ógna fjölmiðlafrelsi og öryggi fréttafólks víða um heim. Nú hafa nærri 350 dagblöð í Bandaríkjunum og víðar tekið áskorun the Boston Globe um að fordæma í leiðaraskrifum það sem þau kalla grófa árás forsetans á fjölmiðlafrelsi. Þannig segir meðal annars í leiðara Boston Globe að „fjölmiðlar séu frjálsum samfélögum nauðsynlegir þar sem þeir fylgja ekki leiðtogum í blindni – allt frá skipulagsráðum nærsamfélaga til Hvíta hússins“ Í leiðara New york times segir: „Að þessar árásir séu sérlega hættulegar miðlum í löndum þar sem réttarríkið standi hallandi fæti og smærri miðlum í Bandaríkjunum þar sem iðnaðurinn sé fjársveltur“ Miðlar utan Bandaríkjanna taka einnig þátt en breska blaðið the Guardian segir að „Það sé ekki hlutverk fjölmiðla að bjarga Bandaríkjunum frá Trump. Það sé hlutverk fjölmiðla að greina frá, kafa ofan í, greina og grannskoða óttalaust“ Þá segir New York Post, sem studdi forsetann í forsetakosningunum 2016, að það „styðji frjálsa og lifandi fjölmiðla í þjóð þar sem aðhald sé með þeim valdamiklu af hálfu fjórða valdsins. Fjölmiðlar séu ekki óvinir þjóðarinnar, þeir eru talsmenn þjóðarinnar.“ Tölfræði í leiðara Boston Globe sýnir líka fram á að orðræða forsetans er að ná til fólks, sér í lagi stuðningsmanna hans. Þannig telja 48 prósent stuðningsmanna repúblikanaflokksins að fjölmiðlar séu óvinir þjóðarinnar og sömuleiðis 43 prósent að forsetinn ætti að hafa vald til þess að skella í lás hjá þeim fjölmiðlum sem honum þóknast ekki.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08 Trump gæti verið dreginn til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk stuðningsmanna sinna Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé sekur um ofbeldishvetjandi orðræðu sem minni á svartasta tímabil 20. aldarinnar. Dómstólar þurfi að skera úr um hvort hægt sé að draga Trump til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk sem stuðningsmenn hans kunna að fremja. 13. ágúst 2018 13:08 Trump eins óvinsæll og Nixon var við afsögnina Um 45% segja að Donald Trump standi sig illa sem forseti Bandaríkjanna. Það er sama hlutfall sagði það sama um Richard Nixon rétt áður en hann sagði af sér árið 1974. 12. ágúst 2018 08:22 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08
Trump gæti verið dreginn til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk stuðningsmanna sinna Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé sekur um ofbeldishvetjandi orðræðu sem minni á svartasta tímabil 20. aldarinnar. Dómstólar þurfi að skera úr um hvort hægt sé að draga Trump til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk sem stuðningsmenn hans kunna að fremja. 13. ágúst 2018 13:08
Trump eins óvinsæll og Nixon var við afsögnina Um 45% segja að Donald Trump standi sig illa sem forseti Bandaríkjanna. Það er sama hlutfall sagði það sama um Richard Nixon rétt áður en hann sagði af sér árið 1974. 12. ágúst 2018 08:22