Handbolti

Ramune Pekarskyte snýr aftur í Hauka

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ramune komin aftur í rautt.
Ramune komin aftur í rautt. vísir/stefán
Stórskyttan öfluga, Ramune Pekarskyte, er gengin til liðs við Hauka í þriðja sinn á ferlinum en hún lék síðast með Stjörnunni í Olís-deildinni.

Hún kom fyrst til landsins árið 2003 þegar hún gekk í raðir Hauka og spilaði með liðinu til ársins 2010. Hún lék svo aftur með Haukum frá 2015-2017 og hefur nú samið aftur við Hafnafjarðarliðið eftir dvöl í Garðabæ.

Í yfirlýsingu Hauka segir að liðið ætli sér stóra hluti í vetur og er hinni 37 ára gömlu Ramune ætlað stórt hlutverk en hún hefur unnið alla titla sem hægt er að vinna á Íslandi með Haukum.

Hún var langmarkahæsti leikmaður Stjörnunnar á síðustu leiktíð þegar hún skoraði 109 mörk í 19 deildarleikjum en Stjarnan hafnaði í 5.sæti deildarinnar. Haukar enduðu einu sæti ofar.

Keppni í Olís-deild kvenna hefst um miðjan næsta mánuð en Haukakonur hefja leik gegn HK í Digranesi þann 18.september næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×