Handbolti

Ásgeir Örn: Ekki kominn heim til að deyja

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson er kominn heim í heimahaganna og leikur með Haukum í Olís-deild karla á komandi leiktíð. Hann er spenntur og segir gæðin mikil.

Ásgeir Örn var í þrettán ár í atvinnumennsku en hann er spenntur fyrir komandi tímabili í heimahögunum.

„Við erum virkilega vel mannaðir og erum flottir. Þetta er þéttur hópur og ég held að þetta verði virkilega flott hjá okkur í vetur,” sagði Ásgeir í kvöldfréttum Stöðvar 2. Er hann smeykur við að koma heim?

„Maður veit alveg hvernig sagan er en ég ætla að gera allt til þess að vera í góðu standi og spila vel. Ég ætla ekkert að gefa eftir, ég er ekki kominn heim til að deyja. Ég ætla að standa mig.”

En hver eru markmið Haukana sem fóru í undanúrslitin á síðustu leiktíð?

„Markmið tímabilsins er að vinna síðasta leik tímabilsins og lyfta bikarnum. Við förum ekkert í felur með það og það er númer eitt, tvö og þrjú hjá Haukunum alltaf,” en hver er munurinn hér heima og ytra?

„Taktískt eru mörg lið flott en munurinn á stærstu deildunum úti eru það að hér vantar smá hæð og þyngd. Taktísk- og tæknilega séð eru virkilega flottir leikmenn í deildinni.”

Alla umræðuna má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan þar sem hann ræðir um toppbaráttuna og landsliðiðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×