Omarosa í vandræðum vegna upptöku Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2018 12:07 Omarosa Manigault Newman. Vísir/AP Omarosa Manigault Newman. fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins, hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni eftir að hún opinberaði upptökur sem hún tók í Hvíta húsinu. Minnst eina slíka tók hún í einu mikilvægasta herbergi Hvíta hússins en bannað er að fara þar inn með síma eða önnur raftæki. Sjálf segir Omarosa að hún hafi tekið upp ýmis samtöl með því markmiði að „verja sig“. „Þú verður að verja eigið bak, því annars lítur þú við og sérð 17 rýtinga í bakinu á þér,“ sagði hún í sjónvarpsviðtali í gær. Talið er að hún hafi brotið bæði öryggis- og siðferðisreglur Hvíta hússins með upptökunum. Hún gæti þó hafa stungið sjálfa sig í bakið.Segir Trump rasista Omarosa er nú í kynningarherferð til að kynna nýja bók sína og hefur hún verið í fjölda viðtala. Hún hefur sagt Trump vera rasista og hann segir hana vera skítseiði. Ein upptakan hefur verið opinberuð en á henni má heyra John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins reka Omarosa. Sú upptaka var tekin í ástands-herbergi Hvíta hússins, sem á að vera eitt þeirra öruggustu innan hússins. Bannað er að fara með raftæki þar inn og er það að fara með síma þar inn og taka upp samtöl í sjálfu sér brottrekstrarsök. Stórar ákvarðanir eru teknar í ástandsherberginu og fara viðkvæmar umræður þar fram.Heimildarmenn Politico innan Hvíta hússins segja eina af ástæðum þess að Kelly valdi ástandsherbergið svokallaða til að segja Omarosu upp vera að marga starfsmenn Hvíta hússins grunaði að hún væri að taka upp samtöl. Hann hefði því valið herbergi þar sem bannað væri að hafa raftæki.Einkasímar víða bannaðir Á upptökunni má heyra Kelly segja að hann hafi áhyggjur af því sem hann hafi heyrt um Omarosu. Hún hefði brotið reglur og því væri hann að segja henni upp. Hún segir Kelly hafa hótað sér undir rós og hún hefði tekið samtalið upp til að sanna það. Á upptökunni má heyra Kelly segja að ef hún fari ekki með góðu móti gæti það reynst henni erfitt. Eftir að hún var rekin hafa einkasímar starfsmanna verið bannaðir í stórum hluta Hvíta hússins. Ned Price, fyrrverandi talsmaður þjóðaröryggisráðs Barack Obama, segir í samtali við AP að hann hafi aldrei heyrt af því að einhver hafi brotið svo gróflega gegn reglum Hvíta hússins áður. Upptökur Omarosu séu án fordæmis. Hann segir sömuleiðis að ekki sé leitað á fólki við komuna í ástandsherbergið hins vegar séu skilti þar fyrir utan sem geri öllum ljóst að raftæki eru bönnuð þar.Price sagði einnig að það væri verulega óvenjulegt að Kelly hefði valið að eiga áðurnefnt samtal í ástandsherberginu. Donald Trump Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Omarosa Manigault Newman. fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins, hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni eftir að hún opinberaði upptökur sem hún tók í Hvíta húsinu. Minnst eina slíka tók hún í einu mikilvægasta herbergi Hvíta hússins en bannað er að fara þar inn með síma eða önnur raftæki. Sjálf segir Omarosa að hún hafi tekið upp ýmis samtöl með því markmiði að „verja sig“. „Þú verður að verja eigið bak, því annars lítur þú við og sérð 17 rýtinga í bakinu á þér,“ sagði hún í sjónvarpsviðtali í gær. Talið er að hún hafi brotið bæði öryggis- og siðferðisreglur Hvíta hússins með upptökunum. Hún gæti þó hafa stungið sjálfa sig í bakið.Segir Trump rasista Omarosa er nú í kynningarherferð til að kynna nýja bók sína og hefur hún verið í fjölda viðtala. Hún hefur sagt Trump vera rasista og hann segir hana vera skítseiði. Ein upptakan hefur verið opinberuð en á henni má heyra John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins reka Omarosa. Sú upptaka var tekin í ástands-herbergi Hvíta hússins, sem á að vera eitt þeirra öruggustu innan hússins. Bannað er að fara með raftæki þar inn og er það að fara með síma þar inn og taka upp samtöl í sjálfu sér brottrekstrarsök. Stórar ákvarðanir eru teknar í ástandsherberginu og fara viðkvæmar umræður þar fram.Heimildarmenn Politico innan Hvíta hússins segja eina af ástæðum þess að Kelly valdi ástandsherbergið svokallaða til að segja Omarosu upp vera að marga starfsmenn Hvíta hússins grunaði að hún væri að taka upp samtöl. Hann hefði því valið herbergi þar sem bannað væri að hafa raftæki.Einkasímar víða bannaðir Á upptökunni má heyra Kelly segja að hann hafi áhyggjur af því sem hann hafi heyrt um Omarosu. Hún hefði brotið reglur og því væri hann að segja henni upp. Hún segir Kelly hafa hótað sér undir rós og hún hefði tekið samtalið upp til að sanna það. Á upptökunni má heyra Kelly segja að ef hún fari ekki með góðu móti gæti það reynst henni erfitt. Eftir að hún var rekin hafa einkasímar starfsmanna verið bannaðir í stórum hluta Hvíta hússins. Ned Price, fyrrverandi talsmaður þjóðaröryggisráðs Barack Obama, segir í samtali við AP að hann hafi aldrei heyrt af því að einhver hafi brotið svo gróflega gegn reglum Hvíta hússins áður. Upptökur Omarosu séu án fordæmis. Hann segir sömuleiðis að ekki sé leitað á fólki við komuna í ástandsherbergið hins vegar séu skilti þar fyrir utan sem geri öllum ljóst að raftæki eru bönnuð þar.Price sagði einnig að það væri verulega óvenjulegt að Kelly hefði valið að eiga áðurnefnt samtal í ástandsherberginu.
Donald Trump Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira