Stefna Tesla og Elon Musk vegna markaðsmisnotkunar Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2018 13:28 Musk hefur oft agnúast út í skortsölumenn. Tveir þeirra hafa nú stefnt honum fyrir að reyna að hafa áhrif á hlutabréfaverð með óeðlilegum hætti. Vísir/Getty Skortsölumenn hafa stefnt rafbílaframleiðandanum Tesla og Elon Musk, forstjóra fyrirtækisins, fyrir það sem þeir telja vera markaðsmisnotkun og svik. Þeir vísa meðal annars til tísts Musk þar sem hann ýjaði að því að hann gæti tekið Tesla af markaði. Musk tísti um að hann hefði tryggt fjármögnun fyrir því að taka Tesla af markaði og greiða 72 milljarða dollara fyrir hluti í fyrirtækinu í vikunni. Þessa yfirlýsingu Musk telja stefnendurnir hafa verið misvísandi og hluti af tilraun til að rústa skortsölumönnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Musk hafi í reynd blásið upp hlutabréfaverð í fyrirtækinu og brotið lög um verðbréf. Tesla hafi tekið þátt í því með því að leiðrétta ekki yfirlýsingu forstjórans. Verð á hlutum í Tesla hækkaði um 13% á milli daga eftir tíst Musk. Þetta hafi kostað skortsölumennina hundruð milljóna dollara. Skortsölumenn fá lánaða hluti í fyrirtækjum sem þeir telja yfirverðlagða og selja með það fyrir augum að kaupa hlutina aftur þegar þeir lækka í verði til að hagnast á viðskiptunum. Þeir hafa löngum verið þyrnir í augum Musk sem hefur gagnrýnt þá opinberlega. Tesla Tengdar fréttir Musk íhugar að taka Tesla af markaði Elon Musk, stofnandi Tesla, tilkynnti á Twitter í dag að hann væri að íhuga að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði og myndi það kosta um 72 milljarða. 7. ágúst 2018 20:30 Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Skortsölumenn hafa stefnt rafbílaframleiðandanum Tesla og Elon Musk, forstjóra fyrirtækisins, fyrir það sem þeir telja vera markaðsmisnotkun og svik. Þeir vísa meðal annars til tísts Musk þar sem hann ýjaði að því að hann gæti tekið Tesla af markaði. Musk tísti um að hann hefði tryggt fjármögnun fyrir því að taka Tesla af markaði og greiða 72 milljarða dollara fyrir hluti í fyrirtækinu í vikunni. Þessa yfirlýsingu Musk telja stefnendurnir hafa verið misvísandi og hluti af tilraun til að rústa skortsölumönnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Musk hafi í reynd blásið upp hlutabréfaverð í fyrirtækinu og brotið lög um verðbréf. Tesla hafi tekið þátt í því með því að leiðrétta ekki yfirlýsingu forstjórans. Verð á hlutum í Tesla hækkaði um 13% á milli daga eftir tíst Musk. Þetta hafi kostað skortsölumennina hundruð milljóna dollara. Skortsölumenn fá lánaða hluti í fyrirtækjum sem þeir telja yfirverðlagða og selja með það fyrir augum að kaupa hlutina aftur þegar þeir lækka í verði til að hagnast á viðskiptunum. Þeir hafa löngum verið þyrnir í augum Musk sem hefur gagnrýnt þá opinberlega.
Tesla Tengdar fréttir Musk íhugar að taka Tesla af markaði Elon Musk, stofnandi Tesla, tilkynnti á Twitter í dag að hann væri að íhuga að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði og myndi það kosta um 72 milljarða. 7. ágúst 2018 20:30 Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Musk íhugar að taka Tesla af markaði Elon Musk, stofnandi Tesla, tilkynnti á Twitter í dag að hann væri að íhuga að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði og myndi það kosta um 72 milljarða. 7. ágúst 2018 20:30