CNN stendur við frétt um fundinn í Trump-turni Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2018 23:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Þrátt fyrir að heimildarmaður CNN hafi dregið í land með yfirlýsingar sínar um fund Donald Trump yngri, Jared Kushner, tengdasonar Trump, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, með rússneskum aðilum í Trump-turni árið 2016 stendur miðillinn við frétt sína. Fréttin, frá 27. júlí, fjallaði um að Trump eldri, hefði mögulega vitað af fundinum fyrir fram og jafnvel sagt syni sínum að sækja fundinn, þvert á yfirlýsingar hans.Í póstum sem Trump yngri fékk í aðdraganda fundarins segir berum orðum að hann hafi verið haldinn til þess að koma upplýsingum í þeirra hendur sem gætu skaðað framboð Hillary Clinton og að það sé liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. Slíkt er ólöglegt í Bandaríkjunum. Trump hefur haldið því fram að hann hafi ekki vitað af fundinum fyrr en eftir á. Í frétt CNN sem um ræðir segir að Michael Cohen, lögmaður Trump til margra ára, hafi orðið vitni af því að Trump yngri sagði föður sínum frá fundinum áður en hann átti sér stað. Lanny Davis, lögmaður Cohen, hefur nú stigið fram og sagt að hann hafi verið heimildarmaður CNN vegna fréttarinnar. hann segist hins vegar ekki vera viss í sinni sök lengur og að hann gæti ekki sannað mál sitt um vitneskju forsetans af fundinum. Gagnrýnendur CNN, og þar á meðal Donald Trump sjálfur, hafa brugðist reiðir við. Trump heldur því fram að um lygi sé að ræða og segir hann að blaðamaðurinn frægi, Carl Bernstein, búi í fortíðinni og hugsi eins og „úrkynjað fífl“. Í yfirlýsingu frá CNN segir að miðillinn standi við fréttina. Því hafi ekki verið haldið fram í fréttinni að Trump hafi vitað af fundinum fyrirfram. Hún hafi verið um að Cohen hafi sagt saksóknurum að hann vissi til þess að Trump hefði vitað af fundinum. Þar að auki hefði Davis ekki verið eini heimildarmaður miðilsins.CNN is being torn apart from within based on their being caught in a major lie and refusing to admit the mistake. Sloppy @carlbernstein, a man who lives in the past and thinks like a degenerate fool, making up story after story, is being laughed at all over the country! Fake News — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Þrátt fyrir að heimildarmaður CNN hafi dregið í land með yfirlýsingar sínar um fund Donald Trump yngri, Jared Kushner, tengdasonar Trump, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, með rússneskum aðilum í Trump-turni árið 2016 stendur miðillinn við frétt sína. Fréttin, frá 27. júlí, fjallaði um að Trump eldri, hefði mögulega vitað af fundinum fyrir fram og jafnvel sagt syni sínum að sækja fundinn, þvert á yfirlýsingar hans.Í póstum sem Trump yngri fékk í aðdraganda fundarins segir berum orðum að hann hafi verið haldinn til þess að koma upplýsingum í þeirra hendur sem gætu skaðað framboð Hillary Clinton og að það sé liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. Slíkt er ólöglegt í Bandaríkjunum. Trump hefur haldið því fram að hann hafi ekki vitað af fundinum fyrr en eftir á. Í frétt CNN sem um ræðir segir að Michael Cohen, lögmaður Trump til margra ára, hafi orðið vitni af því að Trump yngri sagði föður sínum frá fundinum áður en hann átti sér stað. Lanny Davis, lögmaður Cohen, hefur nú stigið fram og sagt að hann hafi verið heimildarmaður CNN vegna fréttarinnar. hann segist hins vegar ekki vera viss í sinni sök lengur og að hann gæti ekki sannað mál sitt um vitneskju forsetans af fundinum. Gagnrýnendur CNN, og þar á meðal Donald Trump sjálfur, hafa brugðist reiðir við. Trump heldur því fram að um lygi sé að ræða og segir hann að blaðamaðurinn frægi, Carl Bernstein, búi í fortíðinni og hugsi eins og „úrkynjað fífl“. Í yfirlýsingu frá CNN segir að miðillinn standi við fréttina. Því hafi ekki verið haldið fram í fréttinni að Trump hafi vitað af fundinum fyrirfram. Hún hafi verið um að Cohen hafi sagt saksóknurum að hann vissi til þess að Trump hefði vitað af fundinum. Þar að auki hefði Davis ekki verið eini heimildarmaður miðilsins.CNN is being torn apart from within based on their being caught in a major lie and refusing to admit the mistake. Sloppy @carlbernstein, a man who lives in the past and thinks like a degenerate fool, making up story after story, is being laughed at all over the country! Fake News — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira