Foreldrum í nágrenni árásanna bent á að gera viðeigandi ráðstafanir Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. ágúst 2018 14:43 Frá Garðabæ. Vísir/Egill Foreldrum í Garðabæ hefur verið bent á að ræða við börn sín og gera viðeigandi ráðstafanir vegna tíðra árása á stúlkur í bænum undanfarnar vikur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Garðabæ. Lögregla hefur nú til rannsóknar fimm slíkar árásir og ætlar að sami maður sé að verki. Í tilkynningu frá bænum sem birt var í dag kemur auk þess fram að starfsmenn bæjarfélagsins hafi ekki upplýsingar um árásirnar umfram það sem haft hefur verið eftir lögreglu í fjölmiðlum. Áhyggjur hafi þó vaknað varðandi öryggi skólabarna á leið heim úr skóla eða í frístundastarf vegna árásanna, sem hafa almennt verið framdar síðdegis. Í skólum í nágrenni við vettvang hefur foreldrum því verið bent á að ræða við börn sín og gera viðeigandi ráðstafanir.Sjá einnig: Stúlkan dregin á bak við hól á leikvelli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því í gærkvöldi að hún hefði til rannsóknar tvö ný tilvik þar sem ráðist var á stúlkur á gangi í Garðabæ síðdegis í gær. Eru því alls fimm sambærilegar árásir til rannsóknar hjá lögreglu. Allar stúlkurnar sem veist hefur verið að eru á svipuðum aldri, eða um átta til tíu ára gamlar. Lögregla hefur árásirnar til rannsóknar og hefur aukið eftirlit í hverfinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur málið vakið mikinn ugg meðal íbúa í Garðabæ. Þá hefur lögregla auglýst eftir einstaklingum sem gætu veitt frekari upplýsingar um árásirnar. Jafnframt eru allir þeir sem kynnu að búa yfir upplýsingum um árásina hvattir til að hafa samband við lögreglu. Lögreglumál Tengdar fréttir Óupplýstar líkamsárásir á stúlkur í Garðabæ vekja óhug Móðir stúlku sem ráðist var á í Garðabæ fyrir tveimur vikum segir íbúa í bænum vera mjög skelkaða. Þrjár árásir hafa átt sér stað í bænum frá því í desember, sú síðasta á fimmtudaginn. 25. ágúst 2018 18:45 Vilja ná tali af tveimur manneskjum vegna rannsóknar á árás á stúlku í Garðabæ Nokkrar ábendingar hafa borist. 28. ágúst 2018 16:41 Auka eftirlit í Garðabæ vegna árása Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að auka eftirlit í Garðabæ vegna tveggja atvika þar sem tilkynnt var um að veist hafi verið að stúlkum í Garðabæ í dag. 28. ágúst 2018 22:52 Stúlkan dregin á bak við hól á leikvelli Ráðist var á tvær ungar stúlkur í Garðabæ í gær og eru nú fimm sambærileg tilvik til rannsóknar. Að sögn lögreglu er málið í algjörum forgangi og unnið er út frá því að sami maður sé að verki. 29. ágúst 2018 12:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Foreldrum í Garðabæ hefur verið bent á að ræða við börn sín og gera viðeigandi ráðstafanir vegna tíðra árása á stúlkur í bænum undanfarnar vikur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Garðabæ. Lögregla hefur nú til rannsóknar fimm slíkar árásir og ætlar að sami maður sé að verki. Í tilkynningu frá bænum sem birt var í dag kemur auk þess fram að starfsmenn bæjarfélagsins hafi ekki upplýsingar um árásirnar umfram það sem haft hefur verið eftir lögreglu í fjölmiðlum. Áhyggjur hafi þó vaknað varðandi öryggi skólabarna á leið heim úr skóla eða í frístundastarf vegna árásanna, sem hafa almennt verið framdar síðdegis. Í skólum í nágrenni við vettvang hefur foreldrum því verið bent á að ræða við börn sín og gera viðeigandi ráðstafanir.Sjá einnig: Stúlkan dregin á bak við hól á leikvelli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því í gærkvöldi að hún hefði til rannsóknar tvö ný tilvik þar sem ráðist var á stúlkur á gangi í Garðabæ síðdegis í gær. Eru því alls fimm sambærilegar árásir til rannsóknar hjá lögreglu. Allar stúlkurnar sem veist hefur verið að eru á svipuðum aldri, eða um átta til tíu ára gamlar. Lögregla hefur árásirnar til rannsóknar og hefur aukið eftirlit í hverfinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur málið vakið mikinn ugg meðal íbúa í Garðabæ. Þá hefur lögregla auglýst eftir einstaklingum sem gætu veitt frekari upplýsingar um árásirnar. Jafnframt eru allir þeir sem kynnu að búa yfir upplýsingum um árásina hvattir til að hafa samband við lögreglu.
Lögreglumál Tengdar fréttir Óupplýstar líkamsárásir á stúlkur í Garðabæ vekja óhug Móðir stúlku sem ráðist var á í Garðabæ fyrir tveimur vikum segir íbúa í bænum vera mjög skelkaða. Þrjár árásir hafa átt sér stað í bænum frá því í desember, sú síðasta á fimmtudaginn. 25. ágúst 2018 18:45 Vilja ná tali af tveimur manneskjum vegna rannsóknar á árás á stúlku í Garðabæ Nokkrar ábendingar hafa borist. 28. ágúst 2018 16:41 Auka eftirlit í Garðabæ vegna árása Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að auka eftirlit í Garðabæ vegna tveggja atvika þar sem tilkynnt var um að veist hafi verið að stúlkum í Garðabæ í dag. 28. ágúst 2018 22:52 Stúlkan dregin á bak við hól á leikvelli Ráðist var á tvær ungar stúlkur í Garðabæ í gær og eru nú fimm sambærileg tilvik til rannsóknar. Að sögn lögreglu er málið í algjörum forgangi og unnið er út frá því að sami maður sé að verki. 29. ágúst 2018 12:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Óupplýstar líkamsárásir á stúlkur í Garðabæ vekja óhug Móðir stúlku sem ráðist var á í Garðabæ fyrir tveimur vikum segir íbúa í bænum vera mjög skelkaða. Þrjár árásir hafa átt sér stað í bænum frá því í desember, sú síðasta á fimmtudaginn. 25. ágúst 2018 18:45
Vilja ná tali af tveimur manneskjum vegna rannsóknar á árás á stúlku í Garðabæ Nokkrar ábendingar hafa borist. 28. ágúst 2018 16:41
Auka eftirlit í Garðabæ vegna árása Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að auka eftirlit í Garðabæ vegna tveggja atvika þar sem tilkynnt var um að veist hafi verið að stúlkum í Garðabæ í dag. 28. ágúst 2018 22:52
Stúlkan dregin á bak við hól á leikvelli Ráðist var á tvær ungar stúlkur í Garðabæ í gær og eru nú fimm sambærileg tilvik til rannsóknar. Að sögn lögreglu er málið í algjörum forgangi og unnið er út frá því að sami maður sé að verki. 29. ágúst 2018 12:30