Sjóböðin á Húsavíkurhöfða opnuð á föstudaginn Birgir Olgeirsson skrifar 29. ágúst 2018 11:30 Framkvæmdin kostar um 500 til 600 milljónir króna. Gaukur Hjartarson Ráðgert er að opna sjóböðin á Húsavíkurhöfða á föstudaginn klukkan 10. Þar verður hægt að baða sig upp úr sjó sem er hitaður með jarðvarma upp úr borholum. Einnig verður hægt að fara í gufubað og snæða á glæsilegum veitingastað sem hannaður er af Basalt Arkitektum. Það mun kosta 4.300 krónur að baða sig í sjóböðunum en hægt verður að kaupa árskort á sanngjörnu verði að sögn framkvæmdastjórans. Sjóböðin hafa verið í undirbúningi frá árinu 2011 en árið 2014 sótti félagið Sjóböð ehf. Um lóð efst á Húsavíkurhöfða. Framkvæmdir hófust í október í fyrra en áætlað er að kostnaðurinn hljóði upp á 500 til 600 milljónir króna.Gaukur HjartarsonÞeir sem fara í sjóböðin munu hafa útsýni yfir Skjálfandaflóann og yfir Kinnarfjöll. Áætlað var að opna böðin í júní síðastliðnum en vegna tafa á framkvæmdinni var ákveðið að færa opnunina fram í lok ágúst.Gaukur HjartarsonÞeir sem lögðu fjármagn í verkið eru Norðursigling, framkvæmdasjóðurinn Tækifæri, Orkuveita Húsavíkur og Jarðböðin sjálf. Trésmiðjan Rein sér um framkvæmdina. Sigurjón Steinsson er framkvæmdastjóri Sjóbaðanna en hann segir allt að verða klárt innanhúss og í kringum böðin sjálf, en eitthvað eigi eftir að vinna í umhverfinu í kringum svæðið sjálft.Gaukur Hjartarson„Auk baðanna sjálfra erum við með gufubað en ekki með kaldan pott. Það er verið að skoða að koma köldum potti upp fyrir næsta sumar en við höfum heyrt mikið kallað eftir því,“ segir Sigurjón. Hann segir sjóböðin afar græðandi og heilandi og að það sé einstök upplifun að liggja í þeim upp á höfðunum og virða fyrir sér útsýnið. Ferðamennska á Íslandi Skipulag Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Ráðgert er að opna sjóböðin á Húsavíkurhöfða á föstudaginn klukkan 10. Þar verður hægt að baða sig upp úr sjó sem er hitaður með jarðvarma upp úr borholum. Einnig verður hægt að fara í gufubað og snæða á glæsilegum veitingastað sem hannaður er af Basalt Arkitektum. Það mun kosta 4.300 krónur að baða sig í sjóböðunum en hægt verður að kaupa árskort á sanngjörnu verði að sögn framkvæmdastjórans. Sjóböðin hafa verið í undirbúningi frá árinu 2011 en árið 2014 sótti félagið Sjóböð ehf. Um lóð efst á Húsavíkurhöfða. Framkvæmdir hófust í október í fyrra en áætlað er að kostnaðurinn hljóði upp á 500 til 600 milljónir króna.Gaukur HjartarsonÞeir sem fara í sjóböðin munu hafa útsýni yfir Skjálfandaflóann og yfir Kinnarfjöll. Áætlað var að opna böðin í júní síðastliðnum en vegna tafa á framkvæmdinni var ákveðið að færa opnunina fram í lok ágúst.Gaukur HjartarsonÞeir sem lögðu fjármagn í verkið eru Norðursigling, framkvæmdasjóðurinn Tækifæri, Orkuveita Húsavíkur og Jarðböðin sjálf. Trésmiðjan Rein sér um framkvæmdina. Sigurjón Steinsson er framkvæmdastjóri Sjóbaðanna en hann segir allt að verða klárt innanhúss og í kringum böðin sjálf, en eitthvað eigi eftir að vinna í umhverfinu í kringum svæðið sjálft.Gaukur Hjartarson„Auk baðanna sjálfra erum við með gufubað en ekki með kaldan pott. Það er verið að skoða að koma köldum potti upp fyrir næsta sumar en við höfum heyrt mikið kallað eftir því,“ segir Sigurjón. Hann segir sjóböðin afar græðandi og heilandi og að það sé einstök upplifun að liggja í þeim upp á höfðunum og virða fyrir sér útsýnið.
Ferðamennska á Íslandi Skipulag Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira