Hlutur iðnaðar tæp 23 prósent af landsframleiðslu síðasta árs Sighvatur Arnmundsson skrifar 29. ágúst 2018 07:00 Hlutur byggingarstarfsemi af landsframleiðslu nam 7,7 prósentum á síðasta ári. VÍSIR/VILHELM Hlutur iðnaðar í landsframleiðslunni nam með beinum hætti tæpum 23 prósentum á síðasta ári samkvæmt nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins. Nam verðmætasköpunin um 582 milljörðum króna. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri samtakanna, bendir á að hlutur þriggja megingreina iðnaðar hafi verið nokkurn veginn jafn stór. „Byggingariðnaðurinn hefur næstum tvöfaldast frá 2010 en þá var auðvitað mikil lægð. Við höfum samt ekki enn náð sama umfangi og var fyrir hrun. Þessi vöxtur hefur skipt miklu máli fyrir verðmætasköpunina á síðustu árum.“ Hlutur framleiðslugreina hefur hins vegar farið minnkandi. „Við erum að sjá mikla breytingu þar. Það undirstrikar þessar efnahagssveiflur sem hafa mikil áhrif á starfsskilyrði fyrirtækja. Sveiflurnar draga úr uppbyggingu og fjárfestingum og þar með úr framleiðni. Við náum auðvitað betri framleiðni með auknum fjárfestingum og nýsköpun.“Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarinsÞá segir Sigurður að framleiðsluiðnaður líði fyrir háan innlendan framleiðslukostnað. „Launakostnaður hefur hækkað mikið og við búum við háa vexti, háa skatta á fyrirtæki og þá sértaklega tryggingargjaldið. Svo hefur samkeppnisforskotið í orkukostnaði verið að minnka.“ Hlutur hugverkaiðnaðar hefur haldist lítið breyttur undanfarin fimm ár. „Það er áhugavert að sjá að þessi iðnaður hefur nánast staðið í stað á sama tíma og krónan hefur styrkst verulega. Það fer mikill tími í hagræðingu hjá fyrirtækjum sem ætti að fara í þróunar-, sölu- og markaðsstörf.“ Vinna stendur nú yfir við mótun nýrrar nýsköpunarstefnu. „Við bindum vonir við þá vinnu og vonandi mun takast að láta allt kerfið gang í takt. Það má ekki gleyma því að hið opinbera ver heilmiklum fjármunum til nýsköpunar. Það er samt ljóst að það á að vera hægt að nýta þá fjármuni miklu betur.“ Hagsmunir allra að vel takist til Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa fundað reglulega í aðdraganda kjarasamninga. Sem liður í þeirri vinnu var Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor fenginn til að vinna skýrslu um stöðu efnahagsmála sem kynnt var í síðustu viku. „Mér sýnist greining Gylfa staðfesta að það sé lítið sem ekkert að sækja til atvinnurekenda í komandi kjarasamningum. Hann bendir þó á að það sé hægt að jafna kjör ákveðinna hópa og dregur fram ýmsar leiðir til þess,“ segir Sigurður Hannesson. Sigurður segir að afkoma fyrirtækja hafi ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir sem segi sína sögu. „Það eru hagsmunir allra að vel takist til. Það sem er erfitt í þessu varðandi launaþróunina er samspil hækkana og styrkingar krónunnar. Laun mæld í erlendum gjaldmiðlum hafa hækkað ævintýralega mikið. Þetta samspil hefur reynst mjög erfitt og dregur verulega úr samkeppnishæfni fyrirtækja.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið „Að teygja alla skanka áður en ég smelli mér í dásamlegu sturtuna“ Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Hlutur iðnaðar í landsframleiðslunni nam með beinum hætti tæpum 23 prósentum á síðasta ári samkvæmt nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins. Nam verðmætasköpunin um 582 milljörðum króna. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri samtakanna, bendir á að hlutur þriggja megingreina iðnaðar hafi verið nokkurn veginn jafn stór. „Byggingariðnaðurinn hefur næstum tvöfaldast frá 2010 en þá var auðvitað mikil lægð. Við höfum samt ekki enn náð sama umfangi og var fyrir hrun. Þessi vöxtur hefur skipt miklu máli fyrir verðmætasköpunina á síðustu árum.“ Hlutur framleiðslugreina hefur hins vegar farið minnkandi. „Við erum að sjá mikla breytingu þar. Það undirstrikar þessar efnahagssveiflur sem hafa mikil áhrif á starfsskilyrði fyrirtækja. Sveiflurnar draga úr uppbyggingu og fjárfestingum og þar með úr framleiðni. Við náum auðvitað betri framleiðni með auknum fjárfestingum og nýsköpun.“Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarinsÞá segir Sigurður að framleiðsluiðnaður líði fyrir háan innlendan framleiðslukostnað. „Launakostnaður hefur hækkað mikið og við búum við háa vexti, háa skatta á fyrirtæki og þá sértaklega tryggingargjaldið. Svo hefur samkeppnisforskotið í orkukostnaði verið að minnka.“ Hlutur hugverkaiðnaðar hefur haldist lítið breyttur undanfarin fimm ár. „Það er áhugavert að sjá að þessi iðnaður hefur nánast staðið í stað á sama tíma og krónan hefur styrkst verulega. Það fer mikill tími í hagræðingu hjá fyrirtækjum sem ætti að fara í þróunar-, sölu- og markaðsstörf.“ Vinna stendur nú yfir við mótun nýrrar nýsköpunarstefnu. „Við bindum vonir við þá vinnu og vonandi mun takast að láta allt kerfið gang í takt. Það má ekki gleyma því að hið opinbera ver heilmiklum fjármunum til nýsköpunar. Það er samt ljóst að það á að vera hægt að nýta þá fjármuni miklu betur.“ Hagsmunir allra að vel takist til Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa fundað reglulega í aðdraganda kjarasamninga. Sem liður í þeirri vinnu var Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor fenginn til að vinna skýrslu um stöðu efnahagsmála sem kynnt var í síðustu viku. „Mér sýnist greining Gylfa staðfesta að það sé lítið sem ekkert að sækja til atvinnurekenda í komandi kjarasamningum. Hann bendir þó á að það sé hægt að jafna kjör ákveðinna hópa og dregur fram ýmsar leiðir til þess,“ segir Sigurður Hannesson. Sigurður segir að afkoma fyrirtækja hafi ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir sem segi sína sögu. „Það eru hagsmunir allra að vel takist til. Það sem er erfitt í þessu varðandi launaþróunina er samspil hækkana og styrkingar krónunnar. Laun mæld í erlendum gjaldmiðlum hafa hækkað ævintýralega mikið. Þetta samspil hefur reynst mjög erfitt og dregur verulega úr samkeppnishæfni fyrirtækja.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið „Að teygja alla skanka áður en ég smelli mér í dásamlegu sturtuna“ Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira