Draumur að spila með Magga Benedikt Bóas skrifar 27. ágúst 2018 06:00 Vintage Caravan spilaði með Magga Kjartans á Eistnaflugi árið 2015 og tókst með þeim góður vinskapur. „Ef ég hefði sagt við sjálfan mig þegar ég var 13 ára að ég myndi vinna með Magga Kjartans þá hefði ég eflaust orðið agndofa. Ég var heltekinn af Lifun þegar ég var yngri og hef hlustað á hana oftar en nokkra aðra plötu,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og lagasmiður Vintage Caravan. Hljómsveitin fagnar útgáfu nýrrar breiðskífu, Gateways, með tónleikum í Iðnó á föstudaginn. Platan verður flutt í heild sinni með hjálp aukahljóðfæraleikara sem komu við sögu í upptökuferlinu, meðal annars Magga Kjartans. „Ég hef aldrei farið úr rokkinu. Þetta er eins og að vera með ólæknandi sjúkdóm,“ segir píanóleikarinn geðþekki. „Ég kynntist þeim þegar ég fór með þeim á Eistnaflug árið 2015. Þar spiluðum við Lifun með þá fremsta í flokki. Ég fór svo að fylgjast með þeim spila sitt efni síðar á Eistnaflugi og ég varð alveg gáttaður á hæfileikunum,“ bætir hann við.Magnús kom í stúdíóið og heilsaði upp á hljómsveitina. Heyrði eitt lag og vildi bæta við píanóhljómum við. Mætti daginn eftir með Fender píanóið og hlóð í.Óskar segir að lagið sé sett saman úr tveimur lögum og ekki samið með Magga í huga. Hann hafi kíkt til þeirra í upptökur á Gateways og heyrt að þarna mætti bæta inn píanói. „Honum fannst hann heyra píanó sem myndi passa inn í lagið og kom daginn eftir og spilaði. Hann tók tvö rennsli og bombaði þessu svo inn og gerði það frábærlega.“ Magnús bætir við að nafnið á hljómsveitinni beri þeir með rentu. „Þeir eru allir forfallnir fortíðardýrkendur í músík, hlusta mikið á bönd eins og Led Zeppelin, Deep Purple og fleiri. Þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég hlakka mjög til að fá plötuna.“ Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Tónlist Tengdar fréttir Hljóðfæri Vintage Caravan týnd á Spáni Martraðarflugferð hljómsveitarinnar The Vintage Caravan með flugfélaginu Vueling frá Barcelona lauk þannig að þeir fóru heim tómhentir. Engin hljóðfæri voru um borð og bíða þeir og vona það besta. 9. ágúst 2018 06:00 Komnir í hóp með stórstjörnum Rokkhljómsveitin The Vintage Caravan er komin undir hatt bókunarfyrirtækisins X-Ray Touring og slæst þar í hóp með mörgum stórstjörnum. Fyrsta lagið af nýrri plötu sveitarinnar er komið í spilun. 2. júlí 2018 06:00 Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
„Ef ég hefði sagt við sjálfan mig þegar ég var 13 ára að ég myndi vinna með Magga Kjartans þá hefði ég eflaust orðið agndofa. Ég var heltekinn af Lifun þegar ég var yngri og hef hlustað á hana oftar en nokkra aðra plötu,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og lagasmiður Vintage Caravan. Hljómsveitin fagnar útgáfu nýrrar breiðskífu, Gateways, með tónleikum í Iðnó á föstudaginn. Platan verður flutt í heild sinni með hjálp aukahljóðfæraleikara sem komu við sögu í upptökuferlinu, meðal annars Magga Kjartans. „Ég hef aldrei farið úr rokkinu. Þetta er eins og að vera með ólæknandi sjúkdóm,“ segir píanóleikarinn geðþekki. „Ég kynntist þeim þegar ég fór með þeim á Eistnaflug árið 2015. Þar spiluðum við Lifun með þá fremsta í flokki. Ég fór svo að fylgjast með þeim spila sitt efni síðar á Eistnaflugi og ég varð alveg gáttaður á hæfileikunum,“ bætir hann við.Magnús kom í stúdíóið og heilsaði upp á hljómsveitina. Heyrði eitt lag og vildi bæta við píanóhljómum við. Mætti daginn eftir með Fender píanóið og hlóð í.Óskar segir að lagið sé sett saman úr tveimur lögum og ekki samið með Magga í huga. Hann hafi kíkt til þeirra í upptökur á Gateways og heyrt að þarna mætti bæta inn píanói. „Honum fannst hann heyra píanó sem myndi passa inn í lagið og kom daginn eftir og spilaði. Hann tók tvö rennsli og bombaði þessu svo inn og gerði það frábærlega.“ Magnús bætir við að nafnið á hljómsveitinni beri þeir með rentu. „Þeir eru allir forfallnir fortíðardýrkendur í músík, hlusta mikið á bönd eins og Led Zeppelin, Deep Purple og fleiri. Þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég hlakka mjög til að fá plötuna.“
Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Tónlist Tengdar fréttir Hljóðfæri Vintage Caravan týnd á Spáni Martraðarflugferð hljómsveitarinnar The Vintage Caravan með flugfélaginu Vueling frá Barcelona lauk þannig að þeir fóru heim tómhentir. Engin hljóðfæri voru um borð og bíða þeir og vona það besta. 9. ágúst 2018 06:00 Komnir í hóp með stórstjörnum Rokkhljómsveitin The Vintage Caravan er komin undir hatt bókunarfyrirtækisins X-Ray Touring og slæst þar í hóp með mörgum stórstjörnum. Fyrsta lagið af nýrri plötu sveitarinnar er komið í spilun. 2. júlí 2018 06:00 Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Hljóðfæri Vintage Caravan týnd á Spáni Martraðarflugferð hljómsveitarinnar The Vintage Caravan með flugfélaginu Vueling frá Barcelona lauk þannig að þeir fóru heim tómhentir. Engin hljóðfæri voru um borð og bíða þeir og vona það besta. 9. ágúst 2018 06:00
Komnir í hóp með stórstjörnum Rokkhljómsveitin The Vintage Caravan er komin undir hatt bókunarfyrirtækisins X-Ray Touring og slæst þar í hóp með mörgum stórstjörnum. Fyrsta lagið af nýrri plötu sveitarinnar er komið í spilun. 2. júlí 2018 06:00