Vilja leggja sitt af mörkum Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 24. ágúst 2018 06:00 Atli Óskar og Viktor eru mennirnir á bak við stuttmyndina Lífið á Eyjunni. Fréttablaðið/Stefán Atli Óskar Fjalarsson og Viktor Sigurjónsson voru búnir að horfa upp á vini og kunningja tapa lífinu allt of oft. Eftir að hafa fylgst með sjálfsvígum og misnotkun lyfja meðal ungra manna fundu þeir sig knúna til að leggja sín lóð á vogarskálarnar. Umræðu um þessi mál segja þeir að þurfi að halda á lofti til að knýja fram breytingar. Þeir stefna á að sýna myndina í grunnskólum og víðar. „Þegar við Atli kynntumst var ég að þróa hugmynd og hafði þegar skrifað handrit sem ég kynnti fyrir honum. Í ljós kom mikill samhugur og metnaður hjá okkur báðum fyrir þessu verkefni og við ákváðum að hrinda því í framkvæmd og skrifuðum saman lokaútgáfu handritsins,“ segir Viktor sem leikstýrir myndinni en hann hefur unnið við framleiðslu í rúm fimm ár. Atli hafði þá nýlega stofnað fésbókarhóp sem nefnist Strákahittingur, sem er öruggur staður fyrir karla til að ræða tilfinningar og málefni kynjanna sín á milli. Hópurinn er að sænskri fyrirmynd sem nefnist #killmiddag. „Strákum líður illa og kunna oft ekki að biðja um hjálp. Hópurinn gengur út á það að strákar hittist og tali saman um það sem þeir geta gert til að stuðla að betra samfélagi og ráðast í sameiningu að rót vandans í samskiptum kynjanna sem brenglaðar kynjaímyndir geta af sér. Við viljum leggja okkar af mörkum til að hjálpa vinum, bræðrum, frændum og feðrum í neyð,“ segir Atli en hann hefur unnið sem leikari í mörg ár og leikið í ýmsum kvikmyndum, nú síðast í Lof mér að falla. Einnig hefur hann unnið við framleiðslu í Los Angeles.Tóku þetta alla leið Tökur gengu nokkuð snurðulaust fyrir sig en myndin var öll skotin á Seyðisfirði. „Við vorum með um 25 manns með okkur og við erum ótrúlega þakklátir fyrir alla þeirra hjálp,“ segir Viktor. Atli tekur undir: „Við hefðum ekki getað beðið um betra fólk.“ Þrátt fyrir að hafa báðir unnið í framleiðslu segjast þeir hafa gert sér töluvert erfitt fyrir hvað handritið varðar. „Allt sem maður hefur lært og veit að á ekki að setja í handrit fór út um þúfur. Í handritinu er þetta allt saman, flugeldar, dýr og börn,“ segir Viktor. „Ég man að ég sagði við Viktor þegar við vorum að skrifa að setja sér engar hömlur; „Leyfðu listinni bara að flæða!“ Svo blótaði ég honum í sand og ösku þegar ég þurfti að fara og redda þessu öllu á Seyðisfirði,“ segir Atli og hlær. „En þetta gekk svo allt upp á endanum.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Atli Óskar Fjalarsson og Viktor Sigurjónsson voru búnir að horfa upp á vini og kunningja tapa lífinu allt of oft. Eftir að hafa fylgst með sjálfsvígum og misnotkun lyfja meðal ungra manna fundu þeir sig knúna til að leggja sín lóð á vogarskálarnar. Umræðu um þessi mál segja þeir að þurfi að halda á lofti til að knýja fram breytingar. Þeir stefna á að sýna myndina í grunnskólum og víðar. „Þegar við Atli kynntumst var ég að þróa hugmynd og hafði þegar skrifað handrit sem ég kynnti fyrir honum. Í ljós kom mikill samhugur og metnaður hjá okkur báðum fyrir þessu verkefni og við ákváðum að hrinda því í framkvæmd og skrifuðum saman lokaútgáfu handritsins,“ segir Viktor sem leikstýrir myndinni en hann hefur unnið við framleiðslu í rúm fimm ár. Atli hafði þá nýlega stofnað fésbókarhóp sem nefnist Strákahittingur, sem er öruggur staður fyrir karla til að ræða tilfinningar og málefni kynjanna sín á milli. Hópurinn er að sænskri fyrirmynd sem nefnist #killmiddag. „Strákum líður illa og kunna oft ekki að biðja um hjálp. Hópurinn gengur út á það að strákar hittist og tali saman um það sem þeir geta gert til að stuðla að betra samfélagi og ráðast í sameiningu að rót vandans í samskiptum kynjanna sem brenglaðar kynjaímyndir geta af sér. Við viljum leggja okkar af mörkum til að hjálpa vinum, bræðrum, frændum og feðrum í neyð,“ segir Atli en hann hefur unnið sem leikari í mörg ár og leikið í ýmsum kvikmyndum, nú síðast í Lof mér að falla. Einnig hefur hann unnið við framleiðslu í Los Angeles.Tóku þetta alla leið Tökur gengu nokkuð snurðulaust fyrir sig en myndin var öll skotin á Seyðisfirði. „Við vorum með um 25 manns með okkur og við erum ótrúlega þakklátir fyrir alla þeirra hjálp,“ segir Viktor. Atli tekur undir: „Við hefðum ekki getað beðið um betra fólk.“ Þrátt fyrir að hafa báðir unnið í framleiðslu segjast þeir hafa gert sér töluvert erfitt fyrir hvað handritið varðar. „Allt sem maður hefur lært og veit að á ekki að setja í handrit fór út um þúfur. Í handritinu er þetta allt saman, flugeldar, dýr og börn,“ segir Viktor. „Ég man að ég sagði við Viktor þegar við vorum að skrifa að setja sér engar hömlur; „Leyfðu listinni bara að flæða!“ Svo blótaði ég honum í sand og ösku þegar ég þurfti að fara og redda þessu öllu á Seyðisfirði,“ segir Atli og hlær. „En þetta gekk svo allt upp á endanum.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira