Böndin berast að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eftir sakfellingu Pauls Manafort, áður kosningastjóra hans, og játningu Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns forsetans.
Manafort var sakfelldur fyrir átta liði af átján liða ákæru Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, sem rannsakar meint samráð framboðs Trumps við Rússa.
Cohen, sem játaði sekt sína á þriðjudag, var meðal annars ákærður fyrir brot á lögum um fjármögnun framboða. Hann sagði að Trump hefði skipað sér að hafa umsjón með þagnargreiðslum til kvenna sem héldu því fram að þær hefðu sængað hjá Trump.
Miðað við málflutning Trumps á Twitter í gær er ljóst að hann lætur málin ekki á sig fá. „Michael Cohen játaði á sig tvö kosningafjármögnunarbrot sem eru ekki einu sinni glæpur. Obama forseti framdi sams konar brot og þau mál voru auðveldlega útkljáð,“ tísti Trump og varaði samlanda sína við því að ráða Cohen sem lögmann.
Forsetinn sagðist svo vorkenna Manafort og fjölskyldu hans. Sérstakur saksóknari hafi gert sér mat úr „tólf ára gömlu skattamáli og þrýst á hann“ til að snúast gegn forsetanum. Manafort hafi hins vegar, öfugt við Cohen, ekki gefið eftir. Þá gagnrýndi Trump að kviðdómur hefði ekki náð saman um tíu ákæruliði.
Trump segir sekt Cohens smámál

Tengdar fréttir

Lafmóðir fréttamenn sprettu úr spori við dómshúsið
Farsímar voru bannaðir í dómshúsinu þar sem fyrrverandi kosningastjóri Trump var sakfelldur í gær. Mikið kapphlaup braust út á meðal fréttamanna sem vildu vera fyrstir með fréttina.

Ólíklegt að eldfimur vitnisburður Cohen breytti miklu
Þrátt fyrir að vitnisburður fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, muni koma forsetanum illa er ólíklegt að mikið breytist í bandarískum stjórnvöldum á meðan Trump nýtur stuðnings þingmanna Repúblikanaflokksins að mati lektors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Stutt þungra högga á milli
Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.