Ólíklegt að eldfimur vitnisburður Cohen breytti miklu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. ágúst 2018 19:30 Þrátt fyrir að vitnisburður fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, muni koma forsetanum illa er ólíklegt að mikið breytist í bandarískum stjórnvöldum á meðan Trump nýtur stuðnings þingmanna Repúblikanaflokksins að mati lektors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Óhætt er að segja að gærdagurinn hafi reynst forsetanum erfiður en Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðingur, hans játaði á sig brot sem bendla forsetann við alvarleg lögbrot. Skömmu áður hafði Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Trump, verið sakfelldur í aðskildu máli.Sjá einnig: Stutt þungra högga á milliViðurkenndi Cohen meðal annars að hafa greitt tveimur konum, Stormy Daniels og Karen McDougal, til að þagga niður í þeim vegna frásagna þeirra um meint kynferðislegt samband þeirra við Trump. Cohen sagðist hafa gert það að skipan Trump og með hans vitneskju.„Að Cohen hafi framið þessi brot að beiðni eða fyrir tilstuðlan forsetans, það er auðvitað mjög alvarlegt,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Silja Bára Ómarsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.Fréttablaðið/Anton BrinkRepúblikanir ekki sýnt vilja til að hlusta á dómsvaldið Að mati Silju er líklegt að játningar Cohen og sakfelling Manafort muni efla Demókrata í andstöðu sinni gegn forsetanum en á meðan Repúblikanar styðji Trump muni málið þó ekki hafa mikil áhrif á hann. „Í eðlilegu stjórnmálaástandi væri þetta auðvitað mjög afgerandi og hlyti að koma af stað miklum viðbrögðum. Í Bandaríkjunum í dag hafa Repúblikanar ekki sýnt vilja til þess að hlusta á dómsvaldið og taka af skarið þegar svona upplýsingar koma fram,“ segir Silja BáraFram undan eru þingkosningar í Bandaríkjunum í haust þar sem líklegt er að Demókratar nái meirihluta í neðri deild þingsins en ólíklegt er að meirihluti Repúblikana í öldungadeildinni falli. Takist Demókrötum hins vegar að ná meirihluta í báðum deildum gæti staða Trump versnað til muna.„Ef Demókratar ná bæði fulltrúa- og öldungadeildinni eru þeir komnir í þá stöðu að geta ekki bara ákært heldur ráðið því hvernig skipað er í nefndina sem metur ákæruna, þá sem fer með eiginlegt dómsvald í máli ef að það verður ákært fyrir embættisbrot. Það bíður upp á allt aðra útkomu en eins og staðan er núna,“ segir Silja Bára.Trump hefur verið tiltölulega hljóðlátur í dag en hann tók sér þó tíma til þess að segja fylgjendum hans á Twitter að hann gæti ekki mælt með lögfræðiþjónustu Michael Cohen. Donald Trump Tengdar fréttir Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. 21. ágúst 2018 21:30 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 Cohen játar sök Michael Cohen, sem um langt skeið var lögfræðingur Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, hefur játað að vera sekur um umfangsmikil fjár-og skattsvik. 21. ágúst 2018 20:01 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Þrátt fyrir að vitnisburður fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, muni koma forsetanum illa er ólíklegt að mikið breytist í bandarískum stjórnvöldum á meðan Trump nýtur stuðnings þingmanna Repúblikanaflokksins að mati lektors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Óhætt er að segja að gærdagurinn hafi reynst forsetanum erfiður en Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðingur, hans játaði á sig brot sem bendla forsetann við alvarleg lögbrot. Skömmu áður hafði Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Trump, verið sakfelldur í aðskildu máli.Sjá einnig: Stutt þungra högga á milliViðurkenndi Cohen meðal annars að hafa greitt tveimur konum, Stormy Daniels og Karen McDougal, til að þagga niður í þeim vegna frásagna þeirra um meint kynferðislegt samband þeirra við Trump. Cohen sagðist hafa gert það að skipan Trump og með hans vitneskju.„Að Cohen hafi framið þessi brot að beiðni eða fyrir tilstuðlan forsetans, það er auðvitað mjög alvarlegt,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Silja Bára Ómarsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.Fréttablaðið/Anton BrinkRepúblikanir ekki sýnt vilja til að hlusta á dómsvaldið Að mati Silju er líklegt að játningar Cohen og sakfelling Manafort muni efla Demókrata í andstöðu sinni gegn forsetanum en á meðan Repúblikanar styðji Trump muni málið þó ekki hafa mikil áhrif á hann. „Í eðlilegu stjórnmálaástandi væri þetta auðvitað mjög afgerandi og hlyti að koma af stað miklum viðbrögðum. Í Bandaríkjunum í dag hafa Repúblikanar ekki sýnt vilja til þess að hlusta á dómsvaldið og taka af skarið þegar svona upplýsingar koma fram,“ segir Silja BáraFram undan eru þingkosningar í Bandaríkjunum í haust þar sem líklegt er að Demókratar nái meirihluta í neðri deild þingsins en ólíklegt er að meirihluti Repúblikana í öldungadeildinni falli. Takist Demókrötum hins vegar að ná meirihluta í báðum deildum gæti staða Trump versnað til muna.„Ef Demókratar ná bæði fulltrúa- og öldungadeildinni eru þeir komnir í þá stöðu að geta ekki bara ákært heldur ráðið því hvernig skipað er í nefndina sem metur ákæruna, þá sem fer með eiginlegt dómsvald í máli ef að það verður ákært fyrir embættisbrot. Það bíður upp á allt aðra útkomu en eins og staðan er núna,“ segir Silja Bára.Trump hefur verið tiltölulega hljóðlátur í dag en hann tók sér þó tíma til þess að segja fylgjendum hans á Twitter að hann gæti ekki mælt með lögfræðiþjónustu Michael Cohen.
Donald Trump Tengdar fréttir Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. 21. ágúst 2018 21:30 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 Cohen játar sök Michael Cohen, sem um langt skeið var lögfræðingur Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, hefur játað að vera sekur um umfangsmikil fjár-og skattsvik. 21. ágúst 2018 20:01 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. 21. ágúst 2018 21:30
Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30
Cohen játar sök Michael Cohen, sem um langt skeið var lögfræðingur Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, hefur játað að vera sekur um umfangsmikil fjár-og skattsvik. 21. ágúst 2018 20:01