Aðeins fjórtán prósent Breta telja sig tilheyra ensku biskupakirkjunni ef marka má nýja skoðanakönnun og hafa þeir aldrei verið færri. Fyrir fimmtán árum sögðust 31% vera meðlimir kirkjunnar. Um helmingur segist nú ekki aðhyllast nein trúarbrögð.
Samkvæmt niðurstöðum Bresku samfélagskönnunarinnar (e. British Social Attitudes survey) telur aðeins eitt af hverjum tuttugu ungmennum í landinu sig vera trúað, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Um 70% af fólki á aldrinum 18-24 ára segjast ekki trúuð.
Mest hefur fækkað í hópi fólks á aldrinum 45 til 54 ára í kirkjunni. Fjöldi meðlima í kaþólsku kirkjunni, öðrum kristnum trúfélögum og öðrum trúarsöfnuðum hefur hins vegar nokkurn veginn staðið í stað.
Aldrei færri skráðir í ensku biskupakirkjuna
Kjartan Kjartansson skrifar

Mest lesið



Björguðu dreng úr gjótu
Innlent

Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent




Dæla tölvupóstum á ráðherra
Innlent


Órói mældist við Torfajökul
Innlent