Pence og Pompeo segjast ekki vera huldumaðurinn Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2018 12:35 Mike Pence og Mike Pompeo. Vísir/AP/EPA Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, þvertekur fyrir að hafa skrifað nafnlausa grein sem birt var í New York Times í gærkvöldi og það gerir Mike Pompeo, utanríkisráðherra, einnig. Umrædd grein var skrifuð af „háttsettum embættismanni“ sem vinnur fyrir Donald Trump, forseta, þar var Trump harðlega gagnrýndur og var því haldið fram að starfsmenn hans vinni á bak við tjöldin til að koma í veg fyrir að hann valdi Bandaríkjunum skaða. Fjölmargir hafa haldið því fram að Pence hafi skrifað greinina og byggir sú kenning á því að orðið „lodestar“ sé í henni. Pence hefur oft notað þetta sjaldgæfa orð í máli sínu.Sjá einnig: Embættismenn Trump telja hann siðlausan og reyna að hemja verstu hvatir hansÍ yfirlýsingu frá skrifstofu Pence segir að hann merki þær greinar sem hann skrifi. Enn fremur segir starfsmaður hans á Twitter að bæði NYT og huldumaðurinn ættu að skammast sín fyrir greinina sem hann segir vera falska og heigulslega.The Vice President puts his name on his Op-Eds. The @nytimes should be ashamed and so should the person who wrote the false, illogical, and gutless op-ed. Our office is above such amateur acts. — Jarrod Agen (@VPComDir) September 6, 2018 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem staddur er í Indlandi gagnrýndi einnig birtingu greinarinnar og þvertók fyrir að hafa skrifað hana. Hann sagði sömuleiðis að ef greinin væri raunveruleg ætti sá sem skrifað hana ekki að vera svo undirförull og fara þessa leið með gagnrýni sína.Pompeo sagði að ef viðkomandi aðili sæi sér ekki fært að fylgja skipunum forsetans ætti hann að hætta í starfi sínu. „Þessi persóna ákvað, samkvæmt New York Times, þess í stað að vera áfram og grafa undan því sem Trump og ríkisstjórn hans eru að reyna að gera,“ sagði Pompeo og bætti við: „Og ég verð að segja ykkur, að ég er uggandi yfir viðleitni fjölmiðla til að grafa undan ríkisstjórninni.“Sjá einnig: Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn erDonald Trump hefur brugðist reiður við greininni og samkvæmt Washington Post er huldumannsins leitað innan veggja Hvíta hússins og ríkisstjórnarinnar, sem jafnvel væri hægt að kalla Heimildarmenn WP segja Trump líta á skrifin sem svik og jafnvel landráð og hann sé ævareiður. Fyrstu viðbrögð hans voru til dæmis að tísta orðinu landráð með engu öðru en spurningarmerki.TREASON?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, þvertekur fyrir að hafa skrifað nafnlausa grein sem birt var í New York Times í gærkvöldi og það gerir Mike Pompeo, utanríkisráðherra, einnig. Umrædd grein var skrifuð af „háttsettum embættismanni“ sem vinnur fyrir Donald Trump, forseta, þar var Trump harðlega gagnrýndur og var því haldið fram að starfsmenn hans vinni á bak við tjöldin til að koma í veg fyrir að hann valdi Bandaríkjunum skaða. Fjölmargir hafa haldið því fram að Pence hafi skrifað greinina og byggir sú kenning á því að orðið „lodestar“ sé í henni. Pence hefur oft notað þetta sjaldgæfa orð í máli sínu.Sjá einnig: Embættismenn Trump telja hann siðlausan og reyna að hemja verstu hvatir hansÍ yfirlýsingu frá skrifstofu Pence segir að hann merki þær greinar sem hann skrifi. Enn fremur segir starfsmaður hans á Twitter að bæði NYT og huldumaðurinn ættu að skammast sín fyrir greinina sem hann segir vera falska og heigulslega.The Vice President puts his name on his Op-Eds. The @nytimes should be ashamed and so should the person who wrote the false, illogical, and gutless op-ed. Our office is above such amateur acts. — Jarrod Agen (@VPComDir) September 6, 2018 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem staddur er í Indlandi gagnrýndi einnig birtingu greinarinnar og þvertók fyrir að hafa skrifað hana. Hann sagði sömuleiðis að ef greinin væri raunveruleg ætti sá sem skrifað hana ekki að vera svo undirförull og fara þessa leið með gagnrýni sína.Pompeo sagði að ef viðkomandi aðili sæi sér ekki fært að fylgja skipunum forsetans ætti hann að hætta í starfi sínu. „Þessi persóna ákvað, samkvæmt New York Times, þess í stað að vera áfram og grafa undan því sem Trump og ríkisstjórn hans eru að reyna að gera,“ sagði Pompeo og bætti við: „Og ég verð að segja ykkur, að ég er uggandi yfir viðleitni fjölmiðla til að grafa undan ríkisstjórninni.“Sjá einnig: Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn erDonald Trump hefur brugðist reiður við greininni og samkvæmt Washington Post er huldumannsins leitað innan veggja Hvíta hússins og ríkisstjórnarinnar, sem jafnvel væri hægt að kalla Heimildarmenn WP segja Trump líta á skrifin sem svik og jafnvel landráð og hann sé ævareiður. Fyrstu viðbrögð hans voru til dæmis að tísta orðinu landráð með engu öðru en spurningarmerki.TREASON?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 5, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira