Umfjöllun: ÍBV-Fram 30-26 | ÍBV er meistari meistaranna Guðjón Örn Sigtryggsson skrifar 5. september 2018 22:45 Kári Kristjánsson. Vísir/Ernir ÍBV er meistari meistaranna eftir sigur á Fram þegar liðin mættust í Meistarkeppni HSÍ í kvöld. Leikurinn fór fram í Vestmannaeyjum og lauk með fjögurra marka sigri Íslandsmeistaranna, 30-26. Fram byrjaði leikinn af krafti og komst yfir í leiknum. Gestirnir voru betri framan af en lið ÍBV kom sér jafnt og þétt inn í leikinn. Þegar þeir komust á skrið áttu Framarar erfitt með að stoppa Eyjamenn og þegar flautað var til hálfleiks var staðan orðin 14-8 fyrir ÍBV. Bláklæddir Framarar komu sterkir inn í seinni hálfleik og náðu að koma sér aftur inn í leikinn. ÍBV slakaði á síðustu metrana í leiknum og Fram náði að minnka muninn niður í þrjú mörk. Íslandsmeistararnir náðu að halda leikinn út og eru því meistarar meistaranna.Afhverju vann ÍBV? Sterkur varnarleikur ÍBV var frábær á köflum og áttu Eyjamenn ekki í vandræðum með sóknarleik Fram. Sóknarlega gekk erfiðlega fyrir Eyjamenn að ráða við framliggjandi vörn gestanna en þeir náðu að finna lausnir þegar leið á leikinn.Hverjir stóðu upp úr? Hjá ÍBV voru Theodór Sigurbjörnsson og Kristján Örn Kristjánsson frábærir. Þeir settu báðir sex mörk og voru markahæstir í liði ÍBV. Varnalega var Róbert Sigurðarson frábær í liði ÍBV. Hjá Fram er vert að nefna keppuna Ægir Hrafn Jónsson sem var hrikalega flottur í vörn gestanna.Markmenn Framara voru flottir í dag og vörðu vel þegar á þurfti.Hvað gekk illa? Sóknarlega gekk ÍBV illa til að byrja með en náði svo að koma sér inn í leikinn. Fram var líka í vandræðum í sóknarleiknum og gekk illa að brjóta niður vörn Eyjamanna. Olís-deild karla
ÍBV er meistari meistaranna eftir sigur á Fram þegar liðin mættust í Meistarkeppni HSÍ í kvöld. Leikurinn fór fram í Vestmannaeyjum og lauk með fjögurra marka sigri Íslandsmeistaranna, 30-26. Fram byrjaði leikinn af krafti og komst yfir í leiknum. Gestirnir voru betri framan af en lið ÍBV kom sér jafnt og þétt inn í leikinn. Þegar þeir komust á skrið áttu Framarar erfitt með að stoppa Eyjamenn og þegar flautað var til hálfleiks var staðan orðin 14-8 fyrir ÍBV. Bláklæddir Framarar komu sterkir inn í seinni hálfleik og náðu að koma sér aftur inn í leikinn. ÍBV slakaði á síðustu metrana í leiknum og Fram náði að minnka muninn niður í þrjú mörk. Íslandsmeistararnir náðu að halda leikinn út og eru því meistarar meistaranna.Afhverju vann ÍBV? Sterkur varnarleikur ÍBV var frábær á köflum og áttu Eyjamenn ekki í vandræðum með sóknarleik Fram. Sóknarlega gekk erfiðlega fyrir Eyjamenn að ráða við framliggjandi vörn gestanna en þeir náðu að finna lausnir þegar leið á leikinn.Hverjir stóðu upp úr? Hjá ÍBV voru Theodór Sigurbjörnsson og Kristján Örn Kristjánsson frábærir. Þeir settu báðir sex mörk og voru markahæstir í liði ÍBV. Varnalega var Róbert Sigurðarson frábær í liði ÍBV. Hjá Fram er vert að nefna keppuna Ægir Hrafn Jónsson sem var hrikalega flottur í vörn gestanna.Markmenn Framara voru flottir í dag og vörðu vel þegar á þurfti.Hvað gekk illa? Sóknarlega gekk ÍBV illa til að byrja með en náði svo að koma sér inn í leikinn. Fram var líka í vandræðum í sóknarleiknum og gekk illa að brjóta niður vörn Eyjamanna.