Vilja milljarða endurgreiðslur frá ríkinu vegna tolla á búvörur Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. september 2018 06:00 Gera má ráð fyrir að landbúnaðarmálin verði fyrirferðarmikil á Alþingi í vetur. fréttablaðið/eyþór Fimm innflutningsfyrirtæki hafa stefnt íslenska ríkinu til endurgreiðslu á ofteknum sköttum sem þau hafa greitt í formi tolla á landbúnaðarvörur. Nema kröfurnar um þremur milljörðum króna en við bætist um milljarður vegna vaxta og dráttarvaxta. Páll Rúnar M. Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Félags atvinnurekenda (FA), rekur málið. Hann segir að stöðugt bætist við kröfuna þar sem íslenska ríkið haldi áfram að innheimta þessi ólögmætu gjöld. Á undanförnum árum hefur Páll Rúnar þrívegis höfðað mál fyrir hönd félagsmanna í FA vegna útboðsgjalda sem ríkið lagði á þá vegna úthlutunar á tollfrjálsum innflutningskvótum búvara. Hefur ríkið þurft að endurgreiða tæpa þrjá milljarða króna vegna þeirra málaferla.Páll Rúnar M. Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður, er lögmaður Félags atvinnurekenda.Páll Rúnar telur ólögmæti þeirrar gjaldtöku sem málsóknin nú beinist gegn jafn augljóst og í fyrri málunum. Stjórnvöld innheimti umtalsverða tolla af innflutningi á landbúnaðarvörum. Tollarnir hafi þá sérstöðu í skattheimtu ríkisins að ráðherra sé heimilt að lækka þá eða fella niður. Að sögn Páls Rúnars byggir málsóknin meðal annars á því að umræddir tollar teljist skattar eins og hugtakið birtist í stjórnarskrár. „Samkvæmt stjórnarskrá getur það ekki verið val ráðherra hvort skattar eru lagðir á eða ekki.“ Páll Rúnar segist að komi til þess að festar yrðu í lög valkvæðar heimildir til skatttöku yrðu lagalegar afleiðingar þær að gjaldtakan í heild sinni yrði ólögmæt. Hann vonast til þess að niðurstaða fáist í málið í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir áramót.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir málshöfðunina sýna að kominn sé tími til að stokka kerfið upp. Fréttablaðið/EyþórÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir málshöfðun innflutningsfyrirtækja innan Félags atvinnurekenda á hendur ríkinu vegna tolla á landbúnaðarvörur endurspegla að það sé kominn tími til að stokka kerfið upp. „Það er knýjandi þörf á að endurskoða landbúnaðarkerfið og það á enginn að vera hræddur við það. Það er hægt að styrkja bændur með öðrum hætti en að vernda þá með tollmúrum. Verndartollar eru gamaldags nálgun að því hvernig hægt er að byggja þetta kerfi upp. Við trúum því að opinn og frjáls markaður sé af hinu góða,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir nauðsynlegt að kerfið verði meira í þágu bænda sjálfra og neytenda en ekki einhverra milliliða. Þorgerður segist telja að landbúnaðarmálin verði fyrirferðarmikil á þinginu í vetur. „Það þarf að fara í markvissari stuðning við bændur. Það verður fróðlegt að sjá hvernig ríkisstjórnin tekur á þessum málum.“Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Vísir/SigurjónÓlafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir það bæði ólögmætt og óskynsamlegt að framselja til ráðherra vald til ákvörðunar á gjaldtöku vegna innflutnings landbúnaðarvara. „Langtímamarkmiðið á hins vegar að vera að hætta að vernda eina atvinnugrein með tollum, enda hafa allir aðrir tollar en á búvörur verið afnumdir,“ segir Ólafur. Að sögn Ólafs valda tollar á búvörur neytendum tvíþættu tjóni. Annars vegar með hærra verði á innfluttum vörum og hins vegar geri þeir innlendum framleiðendum kleift að selja vörur sínar á hærra verði en ella. „Sé það yfirhöfuð réttlætanlegt að vernda innlenda framleiðslu með tollum þá verður sú framleiðsla að standa undir eftirspurn. Hér eru lagðir tollar á fjölmargar tegundir matvæla sem eru ekki einu sinni framleidd á Íslandi. Það verður að spyrja hvaða hagsmuni verið sé að vernda með því.“ Þorgerður Katrín tekur undir það sjónarmið að það sé einkennilegt að tollar séu lagðir á landbúnaðarafurðir sem ekki séu framleiddar hérlendis. „Manni finnst oft að allar glufur séu nýttar til þess að setja upp hindranir.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Segir fráleit vinnubrögð kosta þjóðina 104 tonn af gæðaostum Félag atvinnurekenda átelur vinnubrögð atvinnuvegaráðuneytisins vegna innleiðingu á tollasamningi við ESB 4. apríl 2018 15:00 Segir „frölludóm“ Hæstaréttar mikil vonbrigði "Þessi tollur hefur áratugum saman verið rökstuddur sem verndartollur, en er núna allt í einu fjáröflunartollur.“ 18. janúar 2018 17:41 Skora á íslensk stjórnvöld að hætta brotum á EES-samningi Félag atvinnurekenda skorar á íslensk stjórnvöld að afnema innflutningstakmarkanir á ferskri búvöru. 14. nóvember 2017 11:02 Mest lesið „Að teygja alla skanka áður en ég smelli mér í dásamlegu sturtuna“ Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Fimm innflutningsfyrirtæki hafa stefnt íslenska ríkinu til endurgreiðslu á ofteknum sköttum sem þau hafa greitt í formi tolla á landbúnaðarvörur. Nema kröfurnar um þremur milljörðum króna en við bætist um milljarður vegna vaxta og dráttarvaxta. Páll Rúnar M. Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Félags atvinnurekenda (FA), rekur málið. Hann segir að stöðugt bætist við kröfuna þar sem íslenska ríkið haldi áfram að innheimta þessi ólögmætu gjöld. Á undanförnum árum hefur Páll Rúnar þrívegis höfðað mál fyrir hönd félagsmanna í FA vegna útboðsgjalda sem ríkið lagði á þá vegna úthlutunar á tollfrjálsum innflutningskvótum búvara. Hefur ríkið þurft að endurgreiða tæpa þrjá milljarða króna vegna þeirra málaferla.Páll Rúnar M. Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður, er lögmaður Félags atvinnurekenda.Páll Rúnar telur ólögmæti þeirrar gjaldtöku sem málsóknin nú beinist gegn jafn augljóst og í fyrri málunum. Stjórnvöld innheimti umtalsverða tolla af innflutningi á landbúnaðarvörum. Tollarnir hafi þá sérstöðu í skattheimtu ríkisins að ráðherra sé heimilt að lækka þá eða fella niður. Að sögn Páls Rúnars byggir málsóknin meðal annars á því að umræddir tollar teljist skattar eins og hugtakið birtist í stjórnarskrár. „Samkvæmt stjórnarskrá getur það ekki verið val ráðherra hvort skattar eru lagðir á eða ekki.“ Páll Rúnar segist að komi til þess að festar yrðu í lög valkvæðar heimildir til skatttöku yrðu lagalegar afleiðingar þær að gjaldtakan í heild sinni yrði ólögmæt. Hann vonast til þess að niðurstaða fáist í málið í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir áramót.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir málshöfðunina sýna að kominn sé tími til að stokka kerfið upp. Fréttablaðið/EyþórÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir málshöfðun innflutningsfyrirtækja innan Félags atvinnurekenda á hendur ríkinu vegna tolla á landbúnaðarvörur endurspegla að það sé kominn tími til að stokka kerfið upp. „Það er knýjandi þörf á að endurskoða landbúnaðarkerfið og það á enginn að vera hræddur við það. Það er hægt að styrkja bændur með öðrum hætti en að vernda þá með tollmúrum. Verndartollar eru gamaldags nálgun að því hvernig hægt er að byggja þetta kerfi upp. Við trúum því að opinn og frjáls markaður sé af hinu góða,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir nauðsynlegt að kerfið verði meira í þágu bænda sjálfra og neytenda en ekki einhverra milliliða. Þorgerður segist telja að landbúnaðarmálin verði fyrirferðarmikil á þinginu í vetur. „Það þarf að fara í markvissari stuðning við bændur. Það verður fróðlegt að sjá hvernig ríkisstjórnin tekur á þessum málum.“Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Vísir/SigurjónÓlafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir það bæði ólögmætt og óskynsamlegt að framselja til ráðherra vald til ákvörðunar á gjaldtöku vegna innflutnings landbúnaðarvara. „Langtímamarkmiðið á hins vegar að vera að hætta að vernda eina atvinnugrein með tollum, enda hafa allir aðrir tollar en á búvörur verið afnumdir,“ segir Ólafur. Að sögn Ólafs valda tollar á búvörur neytendum tvíþættu tjóni. Annars vegar með hærra verði á innfluttum vörum og hins vegar geri þeir innlendum framleiðendum kleift að selja vörur sínar á hærra verði en ella. „Sé það yfirhöfuð réttlætanlegt að vernda innlenda framleiðslu með tollum þá verður sú framleiðsla að standa undir eftirspurn. Hér eru lagðir tollar á fjölmargar tegundir matvæla sem eru ekki einu sinni framleidd á Íslandi. Það verður að spyrja hvaða hagsmuni verið sé að vernda með því.“ Þorgerður Katrín tekur undir það sjónarmið að það sé einkennilegt að tollar séu lagðir á landbúnaðarafurðir sem ekki séu framleiddar hérlendis. „Manni finnst oft að allar glufur séu nýttar til þess að setja upp hindranir.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Segir fráleit vinnubrögð kosta þjóðina 104 tonn af gæðaostum Félag atvinnurekenda átelur vinnubrögð atvinnuvegaráðuneytisins vegna innleiðingu á tollasamningi við ESB 4. apríl 2018 15:00 Segir „frölludóm“ Hæstaréttar mikil vonbrigði "Þessi tollur hefur áratugum saman verið rökstuddur sem verndartollur, en er núna allt í einu fjáröflunartollur.“ 18. janúar 2018 17:41 Skora á íslensk stjórnvöld að hætta brotum á EES-samningi Félag atvinnurekenda skorar á íslensk stjórnvöld að afnema innflutningstakmarkanir á ferskri búvöru. 14. nóvember 2017 11:02 Mest lesið „Að teygja alla skanka áður en ég smelli mér í dásamlegu sturtuna“ Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Segir fráleit vinnubrögð kosta þjóðina 104 tonn af gæðaostum Félag atvinnurekenda átelur vinnubrögð atvinnuvegaráðuneytisins vegna innleiðingu á tollasamningi við ESB 4. apríl 2018 15:00
Segir „frölludóm“ Hæstaréttar mikil vonbrigði "Þessi tollur hefur áratugum saman verið rökstuddur sem verndartollur, en er núna allt í einu fjáröflunartollur.“ 18. janúar 2018 17:41
Skora á íslensk stjórnvöld að hætta brotum á EES-samningi Félag atvinnurekenda skorar á íslensk stjórnvöld að afnema innflutningstakmarkanir á ferskri búvöru. 14. nóvember 2017 11:02