Handbolti

Ásgeir: Þarf að henda sér niður?

Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar
Ásgeir er aðstoðarþjálfari Aftureldingar.
Ásgeir er aðstoðarþjálfari Aftureldingar. vísir/vísir
„Við höfðum heppnina með okkur,“ sagði Ásgeir Jónsson, aðstoðarþjálfari Aftureldingar, eftir eins marks sigur á ÍR í Olís-deild karla í kvöld.

„Fyrstu viðbrögð er bara spennufall. Þetta var hörkuleikur, ótrúleg barátta og þetta hefði getað farið hvernig sem er.”

„Við fengum þarna vítakast til að gull tryggja sigurinn en við höfðum svo heppnina með okkur á lokasprettinum.“ sagði Ásgeir.

„Mótlætið var beggja blands, var ekkert meira hjá okkur. Þetta þróaðist útí það að vera erfiður leikur að dæma, mikil harka og menn aðeins að krydda eins og gengur og gerist.“

Tumi Steinn Rúnarsson, leikmaður Aftureldingar, fékk beint rautt spjald í fyrri hálfleik eftir brot á Pétri Árna Haukssyni, Ásgeir talaði um að fleiri álíka brot hafi verið í leiknum.

 Það sé því erfitt að segja til um það hvað sé í raun rautt spjald og hvað ekki, en segir hins vegar að starf dómara hafi ekki verið öfundsvert í þessum leik.

„Ég veit ekki hvað ég á að segja, allir sem hafa séð mig spila handbolta vita að mér finnst þetta ekki vera rautt spjald. Kannski er þetta ný lína hjá dómurum eða nýjar áherslur.”

„Það sem mér fannst ósanngjarnt í þessum leik er að Tumi (Steinn Rúnarsson) fór í andlitið á Krissa (Kristjáni Orra Jóhannssyni) en rétt áður hafði sama gerst hinu megin nema Tumi henti sér ekki niður.”

„Þarf að henda sér niður? Er högg á andlitið rautt spjald? Ég átta mig ekki alveg á línunni eftir þennann leik.“ sagði Ásgeir að lokum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×