Handbolti

Gunnar: Ekki boðleg frammistaða

Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar
Haukar voru í algjöru rugli á Akureyri í dag
Haukar voru í algjöru rugli á Akureyri í dag vísir/anton
Þjálfari Hauka, Gunnar Magnússon, var að vonum niðurlútur eftir afhroð sinna manna gegn KA í dag.

,,Hugarfarið sem við komum með inn í leikinn var hrikaleg vonbrigði, bara engan veginn klárir í baráttuna hérna fyrir norðann,“ sagði Gunnar og bætti við að ,,hann (Jovan) byrjar að verja allt sem kemur á markið og við höndlum það illa og brotnum og við urðum okkur bara til skammar.“

,,Við vorum búnir að fara vel yfir þá og vissum hvernig þeir kæmu hérna og bara hrós á þá, þeir spiluðu frábærlega og voru betri en við á öllum sviðum,“ sagði Gunnar og bætti við að hans menn hefðu vitað hvað biði þeirra hér í dag og sagði jafnframt að ,,við náðum bara ekki að jafna baráttuna þeirra og mættum ekki klárir í byrjun, lendum í mótlæti og náum aldrei takti í kjölfarið, vorum bara arfa slakir.“

Gunnar sagði það vissulega vonbrigði að hafa einungis náð í eitt stig úr fyrstu tveimur umferðum vetrarins en sagði þó leikinn gegn FH alls ekki hafa verið slakann. ,,Frammistaðan hér í dag, ég tek ekkert af KA, en frammistaða okkar hér í dag er bara ekki boðleg,“ sagði Gunnar að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×