Handbolti

Eyjakonur komnar á blað eftir öruggan sigur á Stjörnunni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ester Óskarsdóttir er í lykilhlutverki hjá ÍBV.
Ester Óskarsdóttir er í lykilhlutverki hjá ÍBV. vísir/stefán
Eyjakonur eru komnar á blað í Olís-deildinni eftir tveggja marka sigur á Stjörnunni í stórleik 1.umferðar en liðin áttust við í Vestmannaeyjum í dag.

Mikið jafnræði var með liðunum til að byrja með en Eyjakonur sigu fram úr undir lok fyrri hálfleiks og leiddu með sex mörkum í leikhléi, 17-11.

ÍBV hélt forystunni allan síðari hálfleik og náði um tíma átta marka forskoti. Stjörnukonur neituðu hins vegar að gefast upp og náðu að minnka muninn í tvö mörk áður en yfir lauk. Lokatölur 27-25 fyrir ÍBV.

Markaskorarar ÍBV: Sandra Dís Sigurðardóttir 6, Greta Kavaliauskaite 5, Karolína Bæhrenz Lárudóttir 4, Ester Óskarsdóttir 4, Arna Sif Pálsdóttir 3, Harpa Valey Gylfadóttir 2, Kristrún Hlynsdóttir 2, Ásta Björt Júlíusdóttir 1.

Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði sextán skot í marki ÍBV.

Markaskorarar Stjörnunnar: Þórey Anna Ásgeirs­dótt­ir 9, Stef­an­ía Theo­dórs­dótt­ir 5,  Þór­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir 5, Dagný Huld Birgisdóttir 3, Elísabet Gunnarsdóttir 2, Kristín Guðmundsdóttir 1.

Guðrún Ósk Maríasdóttir varði nítján skot í marki Stjörnunnar.

Karlalið sömu félaga mætast í Olís-deild karla í leik sem hefst klukkan 18 og er hann, líkt og kvennaleikurinn, sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×