Gerum kröfu um biðlistalaust aðgengi barna að sálfræðingum borgarinnar Kolbrún Baldursdóttir og sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins skrifa 15. september 2018 16:37 Víða eru langir biðlistar til sálfræðinga bæði til sálfræðinga skóla og heilsugæslu, enda þótt það sé eitthvað misjafnt eftir hverfum. Eins og staðan er í dag er aðgengi að skólasálfræðingum slakt í flestum hverfum eftir því sem næst er komist. Biðlistar eftir viðtölum og greiningum sem sýnt þykir að þurfi að framkvæma eru allt frá nokkrum vikum upp í marga mánuði. Vandinn er tvenns konar, annars vegar sá að aðsetur sálfræðinga er ekki í skólunum sjálfum heldur á þjónustumiðstöðvunum og hins vegar að skólasálfræðingar eru of fáir. Slakt aðgengi og biðlistar eru því ekki skólasálfræðingunum að kenna. Nýlega voru birtar niðurstöður skýrslu Embættis landlæknis um sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna. Fram kemur að sjálfsskaði stúlkna hefur aukist og tengsl milli sjálfskaða og sjálfsvígshugsana og sjálfsvígs eru óyggjandi. Rúmlega 9% ungmenna á Íslandi hafa gert tilraun til sjálfsvígs. Í dag eru fleiri stúlkur en drengir sem segjast hafa hugleitt sjálfsvíg og er aukning frá árinu 2010. Fleiri drengir en stúlkur eru á skrá yfir dauðsföll vegna sjálfsvíga á aldrinum 16-20 ára. Hlutfall drengja sem gera tilraun til sjálfsvígs er stöðugt á meðan hlutfall stúlkna hefur aukist úr 9% árið 2000 í 12% árið 2016 eins og fram kemur í ofannefndri skýrslu. Þetta er kjaftshögg fyrir okkur öll. Í ljósi þessara upplýsinga er ljóst að staða margra barna er ekki góð hvað varðar andlega líðan. Orsakir geta verið fjölmargar og margslungnar og verða ekki reifaðar hér. Til að ná utan um svo viðamikið vandamál þarf ríki og borg að vinna saman. En á vettvangi borgarinnar er hægt að gera betur bæði á sviði forvarna og aðgengi barna að sálfræðingum þarf að vera miklu betra. Við eigum að geta gert kröfu um að börn hafi biðlistalaust aðgengi að sálfræðingum á vegum borgarinnar. Enda þótt sálfræðingar séu hluti af þverfaglegu teymi skólaþjónustunnar ættu þeir engu að síður að geta haft aðsetur í skólunum. Hlutverk þjónustumiðstöðva er mikilvægt t.d. til að tryggja jafnræði ýmissa verkefna milli hverfa. Milliganga þeirra milli skóla og skólasálfræðinga hefur hins vegar gert það að verkum að aðgengi að sálfræðingunum er lakara og líkur á að biðlistar myndist þar af leiðandi meiri. Fyrir börnin og foreldrana skiptir sýnileiki sálfræðinga og aðgengi að þeim mestu máli. Börnin og foreldrar þeirra þurfa að þekkja skólasálfræðinginn, vita hvar hann er að finna og vita að þau geti leitað til hans með skömmum fyrirvara og jafnvel fyrirvaralaust. Með því að sálfræðingar hafi aðsetur í skólunum geta þeir unnið þéttar með námsráðgjafa og skólahjúkrunarfræðingi. Saman geta þessir fagaðilar myndað öflugt teymi sem sinnir forvarnarstarfi og verið til taks fyrir börnin, starfsfólkið og foreldrana allt eftir atvikum og þörfum. Barn sem þarf að bíða lengi eftir þjónustu fagaðila eða fær ekki aðstoð við hæfi er í mun meiri áhættu með að grípa til örþrifaráða eins og sjálfskaða og jafnvel sjálfsvígstilraunar. Slakt aðgengi að fagþjónustu getur kostað líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Víða eru langir biðlistar til sálfræðinga bæði til sálfræðinga skóla og heilsugæslu, enda þótt það sé eitthvað misjafnt eftir hverfum. Eins og staðan er í dag er aðgengi að skólasálfræðingum slakt í flestum hverfum eftir því sem næst er komist. Biðlistar eftir viðtölum og greiningum sem sýnt þykir að þurfi að framkvæma eru allt frá nokkrum vikum upp í marga mánuði. Vandinn er tvenns konar, annars vegar sá að aðsetur sálfræðinga er ekki í skólunum sjálfum heldur á þjónustumiðstöðvunum og hins vegar að skólasálfræðingar eru of fáir. Slakt aðgengi og biðlistar eru því ekki skólasálfræðingunum að kenna. Nýlega voru birtar niðurstöður skýrslu Embættis landlæknis um sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna. Fram kemur að sjálfsskaði stúlkna hefur aukist og tengsl milli sjálfskaða og sjálfsvígshugsana og sjálfsvígs eru óyggjandi. Rúmlega 9% ungmenna á Íslandi hafa gert tilraun til sjálfsvígs. Í dag eru fleiri stúlkur en drengir sem segjast hafa hugleitt sjálfsvíg og er aukning frá árinu 2010. Fleiri drengir en stúlkur eru á skrá yfir dauðsföll vegna sjálfsvíga á aldrinum 16-20 ára. Hlutfall drengja sem gera tilraun til sjálfsvígs er stöðugt á meðan hlutfall stúlkna hefur aukist úr 9% árið 2000 í 12% árið 2016 eins og fram kemur í ofannefndri skýrslu. Þetta er kjaftshögg fyrir okkur öll. Í ljósi þessara upplýsinga er ljóst að staða margra barna er ekki góð hvað varðar andlega líðan. Orsakir geta verið fjölmargar og margslungnar og verða ekki reifaðar hér. Til að ná utan um svo viðamikið vandamál þarf ríki og borg að vinna saman. En á vettvangi borgarinnar er hægt að gera betur bæði á sviði forvarna og aðgengi barna að sálfræðingum þarf að vera miklu betra. Við eigum að geta gert kröfu um að börn hafi biðlistalaust aðgengi að sálfræðingum á vegum borgarinnar. Enda þótt sálfræðingar séu hluti af þverfaglegu teymi skólaþjónustunnar ættu þeir engu að síður að geta haft aðsetur í skólunum. Hlutverk þjónustumiðstöðva er mikilvægt t.d. til að tryggja jafnræði ýmissa verkefna milli hverfa. Milliganga þeirra milli skóla og skólasálfræðinga hefur hins vegar gert það að verkum að aðgengi að sálfræðingunum er lakara og líkur á að biðlistar myndist þar af leiðandi meiri. Fyrir börnin og foreldrana skiptir sýnileiki sálfræðinga og aðgengi að þeim mestu máli. Börnin og foreldrar þeirra þurfa að þekkja skólasálfræðinginn, vita hvar hann er að finna og vita að þau geti leitað til hans með skömmum fyrirvara og jafnvel fyrirvaralaust. Með því að sálfræðingar hafi aðsetur í skólunum geta þeir unnið þéttar með námsráðgjafa og skólahjúkrunarfræðingi. Saman geta þessir fagaðilar myndað öflugt teymi sem sinnir forvarnarstarfi og verið til taks fyrir börnin, starfsfólkið og foreldrana allt eftir atvikum og þörfum. Barn sem þarf að bíða lengi eftir þjónustu fagaðila eða fær ekki aðstoð við hæfi er í mun meiri áhættu með að grípa til örþrifaráða eins og sjálfskaða og jafnvel sjálfsvígstilraunar. Slakt aðgengi að fagþjónustu getur kostað líf.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun