Fyrirtæki sameinast gegn tollum Trump Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2018 06:48 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Fjölmörg hagsmunasamtök fyrirtækja í Bandaríkjunum ætla í hart við Donald Trump, forseta, og ríkisstjórn hans vegna tolla sem Bandaríkin hafa beitt og þá sérstaklega þeim tollum sem beitt hefur verið gegn Kína. Undanfarna mánuði hafa samtökin beitt áhrifum sínum á bak við tjöldin en nú ætla rúmlega sextíu samtök að taka höndum saman vegna mikilla kostnaðarhækkana í Bandaríkjunum. Bandaríkin hafa lagt 25 prósenta tolla á fjölda vara sem innfluttar eru frá Kína og stendur til að auka tollana til muna. Ríkisstjórn Trump hefur krafist þess að yfirvöld Kína tryggi öryggi bandarískrar tækni, dregið verði úr viðskiptahalla ríkjanna, að bandarískum fyrirtækjum verði veittur aukinn aðgangur að kínverskum mörkuðum og að dregið verði úr styrkjum til tæknifyrirtækja í Kína. Í samtali við Reuters segir framkvæmdastjóri Information Technology Industry Council, sem inniheldur meðal annars Microsoft, Alphabet og Apple, að mikil vinna hafi verið unnin bakvið tjöldin á undanförnum mánuðum sem hafi gengið út á að sannfæra forsetann og ríkisstjórn hans um að tollar hjálpi ekki bandarískum fyrirtækjum. Nú verði sú vinna dregin fram í dagsljósið.Auk þeirra eru mörg af stærstu fyrirtækjum landsins í samtökunum sem ætla að taka höndum saman. Forsvarsmenn fjölmargra fyrirtækja í Bandaríkjunum eru sagðir vera að íhuga umfangsmiklar uppsagnir þar sem kostnaður hafi aukist til muna vegna tolla. Hjá samtökunum National Marine Manufacturers Association hefur kostnaður fyrirtækja aukist um allt að 35 prósent. Bandalagið ætlar að beita sér sérstaklega í fimm ríkjum í aðdraganda þingkosninganna í nóvember. Ohio, Pennsilvaníu, Illinois, Indíana og Tennessee. Vonast er til þess að hægt verði að fá þingmenn til að beita Trump þrýstingi og fá hann til að fella tolla niður. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Fjölmörg hagsmunasamtök fyrirtækja í Bandaríkjunum ætla í hart við Donald Trump, forseta, og ríkisstjórn hans vegna tolla sem Bandaríkin hafa beitt og þá sérstaklega þeim tollum sem beitt hefur verið gegn Kína. Undanfarna mánuði hafa samtökin beitt áhrifum sínum á bak við tjöldin en nú ætla rúmlega sextíu samtök að taka höndum saman vegna mikilla kostnaðarhækkana í Bandaríkjunum. Bandaríkin hafa lagt 25 prósenta tolla á fjölda vara sem innfluttar eru frá Kína og stendur til að auka tollana til muna. Ríkisstjórn Trump hefur krafist þess að yfirvöld Kína tryggi öryggi bandarískrar tækni, dregið verði úr viðskiptahalla ríkjanna, að bandarískum fyrirtækjum verði veittur aukinn aðgangur að kínverskum mörkuðum og að dregið verði úr styrkjum til tæknifyrirtækja í Kína. Í samtali við Reuters segir framkvæmdastjóri Information Technology Industry Council, sem inniheldur meðal annars Microsoft, Alphabet og Apple, að mikil vinna hafi verið unnin bakvið tjöldin á undanförnum mánuðum sem hafi gengið út á að sannfæra forsetann og ríkisstjórn hans um að tollar hjálpi ekki bandarískum fyrirtækjum. Nú verði sú vinna dregin fram í dagsljósið.Auk þeirra eru mörg af stærstu fyrirtækjum landsins í samtökunum sem ætla að taka höndum saman. Forsvarsmenn fjölmargra fyrirtækja í Bandaríkjunum eru sagðir vera að íhuga umfangsmiklar uppsagnir þar sem kostnaður hafi aukist til muna vegna tolla. Hjá samtökunum National Marine Manufacturers Association hefur kostnaður fyrirtækja aukist um allt að 35 prósent. Bandalagið ætlar að beita sér sérstaklega í fimm ríkjum í aðdraganda þingkosninganna í nóvember. Ohio, Pennsilvaníu, Illinois, Indíana og Tennessee. Vonast er til þess að hægt verði að fá þingmenn til að beita Trump þrýstingi og fá hann til að fella tolla niður.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila