Sigurður Kristinsson hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi farbann til 4. október næstkomandi. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis.
Er hann grunaður um aðild að Skáksambandsmálinu svokallaða en lögregla telur að hann hafi skipulagt innflutning á rúmlega fimm kílóum af amfetamíni til landsins í janúar.
Sigurði var sleppt úr gæsluvarðhaldi vegna málsins í apríl en hefur hann verið í farbanni frá því að honum var sleppt úr haldi.
Í úrskurði Landsréttar segir að mati héraðssaksíoknara sé fyrir hendi rökstuddur grunur að Sigurður hafi framið brot sem varðað geti tólf ára fangelsi. Nauðsynlegt sé að tryggja nærveru hans á meðan sakamál á hendur honum sé til meðferðar dómstóla.
Sigurður áfram í farbanni

Tengdar fréttir

Dómari rekur á eftir lögreglu en framlengir farbannið
Sigurður Kristinsson hefur verið í farbanni í fjóra mánuði.

Farbann yfir Sigurði áfram framlengt
Sigurður Kristinsson hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi farbann til 9. ágúst næstkomandi. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis.

Amfetamínið sem Sigurður tróð í taflmennina barst aldrei til Íslands
Sigurður Ragnar Kristinsson er talin lykilmaður í tilraun til innflutnings á 5 kílóum af amfetamíni.