Handbolti

Seinni bylgjan um Tuma Stein: „Geggjað efni, mætir í fyrsta leik eins og hann eigi hann“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tölfræði Tuma Steins í fyrsta leik
Tölfræði Tuma Steins í fyrsta leik S2 Sport
Tumi Steinn Rúnarsson fór frá Val yfir í Aftureldingu í sumar til þess að fá meiri spilatíma. Hann fór á kostum í liði Aftureldingar sem valtaði yfir Stjörnuna í fyrstu umferð Olísdeildarinnar.

Tumi Steinn er ekki fyrsti ungi leikmaðurinn sem yfirgefur Val til þess að fá að spila meira, enda lið Hlíðarendapilta gríðarlega sterkt og mikið af ungum leikmönnum að koma þar upp.

Strákarnir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport ræddu Tuma Stein í gær og frammistöðu hans fyrir Aftureldingu.

„Besti sóknarmaður Aftureldingar í leiknum,“ sagði Sebastian Alexandersson.

„Ég er ánægður með þennan gæja. Hann er 18 ára. Þegar ég var 18 ára var ég ekkert að hugsa um að fara að spila með meistaraflokk. Hann hefði getað verið í Val í U-liðinu en sagði bara „ég nenni þessu ekki, ég vill fara í Olísdeildina og fá umfjöllun og læti,“, enda hörku leikmaður,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson.

„Ég hef fylgst með honum í tvö, þrjú ár og hann er geggjað efni,“ bætti Sebastian við. „Mætir í fyrsta leik gjörsamlega óhræddur, mætir í leikinn eins og hann eigi hann.“

Umfjöllun sérfræðinganna um Tuma Stein má sjá í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×