Vill rannsókn á því hver sé nafnlausi pistlahöfundurinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. september 2018 23:30 Sara Sanders stóð í ströngu í dag. Vísir/EPA Sara Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, vill að bandaríska dómsmálaráðuneytið skoði hver sé embættismaðurinn sem skrifaði harðorðan pistil undir nafnleynd í New York Times á dögunum.Þetta kom fram á reglulegum blaðamannafundi hennar í Hvíta húsinu í dag en fundurinn er sá fyrsti sem hún hefur haldið frá því að pistillinn kom út. Í pistlinum fullyrti höfundurinn, sem var einungis auðkenndur sem háttsettur embættismaður, að embættismenn ynnu að því bak við tjöldin að stöðva hluta af stefnumálum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og hemja sumar verstu hvatir hans.Vakti greinin mikla athygli þegar hún kom út. Þótti hún mála slæma mynd af forsetatíð Trump sem farið hefur mikinn á samfélagsmiðlum eftir að greinin birtist. Þá hafa fjölmargir embættismann hans, menn á borð við Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þvertekið fyrir að vera höfundur greinarinnar. Bob Woodward hlaut heimsfrægð þegar hann varpaði ljósi á Watergate-hneykslið ásamt félaga sínum Carli Bernstein á Washington Post.Vísir/EPAAthygli fjölmiðla bæði sorleg og ömurleg Sagði Sanders á blaðamannafundinum að dómsmálaráðuneytið ætti að skoða málið þar sem viðkomandi væri að reyna að grafa undan framkvæmdavaldi forsetans, ekki síst ef embættismaðurinn kæmi að þjóðaröryggismálum. Þá neitaði hún að segja hvort Hvíta húsið stæði fyrir leit að því hver væri höfundurinn en útilokaði að lygamælar yrðu notaðir en varaforsetinn hefur boðist til þess að gangast undir slíkt próf. „Í hreinskilni sagt finnst mér það sorglegt og ömurlegt að huglaus nafnlaus heimild skuli hafa notið svona mikillar athygli fjölmiðla,“ sagði Sanders um pistilinn.Hefur Trump krafist þess að nafn höfundarins verði afhjúpað en einungis örfáir starfsmenn New York Times vita raunverulegt nafn hans. Hefur blaðið gefið út að það muni aldrei gefa upp hver embættismaðurinn sé.Efaðist um heimildavinnu verðlaunablaðamannsins Þá tók Sanders einnig fyrir glænýja bók verðlaunablaðamannsins Bob Woodward en bók hans þykir afar eldfim og vandræðaleg fyrir Trump þar sem í henni eru birt fjölmörg ummæli eftir háttsetta embættismenn Trump þar sem þeir fara ófögrum orðum um forsetann.Reyndi hún að grafa undan trúverðugleika Woodward sem þekktastur er fyrir fréttaskrif sín í tengslum við Watergate-hneykslið á síðustu öld, sem meðal annars varð til þess að Richard Nixon, þáverandi forseti Bandaríkjanna, þurfti að segja af sér.„Mér finnst það algjört kæruleysi að setja fram jafn fáránlegar staðhæfingar í einni bók án þess að taka sér tíma og ráða einhvern til þess að sannreyna sumar af þeim tilvitnunum sem finna má í bókinni,“ sagði Sanders. Donald Trump Tengdar fréttir Segir valdarán yfirvofandi í Hvíta húsinu Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu. 9. september 2018 15:19 Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Eins og ef til vill við var að búast lét Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heyra í sér á Twitter í gærkvöldi vegna aðsendrar greinar sem birtist í New York Times í gær. 6. september 2018 06:06 Eldfimar uppljóstranir um glundroða í Hvíta húsinu í bók Watergate-blaðamanns Aðstoðarmenn forsetans eru sagðir hafa hunsað skipanir sem þeir töldu skaðlegar hagsmunum Bandaríkjanna eða forsetans sjálfs. 4. september 2018 18:45 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Sara Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, vill að bandaríska dómsmálaráðuneytið skoði hver sé embættismaðurinn sem skrifaði harðorðan pistil undir nafnleynd í New York Times á dögunum.Þetta kom fram á reglulegum blaðamannafundi hennar í Hvíta húsinu í dag en fundurinn er sá fyrsti sem hún hefur haldið frá því að pistillinn kom út. Í pistlinum fullyrti höfundurinn, sem var einungis auðkenndur sem háttsettur embættismaður, að embættismenn ynnu að því bak við tjöldin að stöðva hluta af stefnumálum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og hemja sumar verstu hvatir hans.Vakti greinin mikla athygli þegar hún kom út. Þótti hún mála slæma mynd af forsetatíð Trump sem farið hefur mikinn á samfélagsmiðlum eftir að greinin birtist. Þá hafa fjölmargir embættismann hans, menn á borð við Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þvertekið fyrir að vera höfundur greinarinnar. Bob Woodward hlaut heimsfrægð þegar hann varpaði ljósi á Watergate-hneykslið ásamt félaga sínum Carli Bernstein á Washington Post.Vísir/EPAAthygli fjölmiðla bæði sorleg og ömurleg Sagði Sanders á blaðamannafundinum að dómsmálaráðuneytið ætti að skoða málið þar sem viðkomandi væri að reyna að grafa undan framkvæmdavaldi forsetans, ekki síst ef embættismaðurinn kæmi að þjóðaröryggismálum. Þá neitaði hún að segja hvort Hvíta húsið stæði fyrir leit að því hver væri höfundurinn en útilokaði að lygamælar yrðu notaðir en varaforsetinn hefur boðist til þess að gangast undir slíkt próf. „Í hreinskilni sagt finnst mér það sorglegt og ömurlegt að huglaus nafnlaus heimild skuli hafa notið svona mikillar athygli fjölmiðla,“ sagði Sanders um pistilinn.Hefur Trump krafist þess að nafn höfundarins verði afhjúpað en einungis örfáir starfsmenn New York Times vita raunverulegt nafn hans. Hefur blaðið gefið út að það muni aldrei gefa upp hver embættismaðurinn sé.Efaðist um heimildavinnu verðlaunablaðamannsins Þá tók Sanders einnig fyrir glænýja bók verðlaunablaðamannsins Bob Woodward en bók hans þykir afar eldfim og vandræðaleg fyrir Trump þar sem í henni eru birt fjölmörg ummæli eftir háttsetta embættismenn Trump þar sem þeir fara ófögrum orðum um forsetann.Reyndi hún að grafa undan trúverðugleika Woodward sem þekktastur er fyrir fréttaskrif sín í tengslum við Watergate-hneykslið á síðustu öld, sem meðal annars varð til þess að Richard Nixon, þáverandi forseti Bandaríkjanna, þurfti að segja af sér.„Mér finnst það algjört kæruleysi að setja fram jafn fáránlegar staðhæfingar í einni bók án þess að taka sér tíma og ráða einhvern til þess að sannreyna sumar af þeim tilvitnunum sem finna má í bókinni,“ sagði Sanders.
Donald Trump Tengdar fréttir Segir valdarán yfirvofandi í Hvíta húsinu Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu. 9. september 2018 15:19 Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Eins og ef til vill við var að búast lét Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heyra í sér á Twitter í gærkvöldi vegna aðsendrar greinar sem birtist í New York Times í gær. 6. september 2018 06:06 Eldfimar uppljóstranir um glundroða í Hvíta húsinu í bók Watergate-blaðamanns Aðstoðarmenn forsetans eru sagðir hafa hunsað skipanir sem þeir töldu skaðlegar hagsmunum Bandaríkjanna eða forsetans sjálfs. 4. september 2018 18:45 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Segir valdarán yfirvofandi í Hvíta húsinu Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu. 9. september 2018 15:19
Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Eins og ef til vill við var að búast lét Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heyra í sér á Twitter í gærkvöldi vegna aðsendrar greinar sem birtist í New York Times í gær. 6. september 2018 06:06
Eldfimar uppljóstranir um glundroða í Hvíta húsinu í bók Watergate-blaðamanns Aðstoðarmenn forsetans eru sagðir hafa hunsað skipanir sem þeir töldu skaðlegar hagsmunum Bandaríkjanna eða forsetans sjálfs. 4. september 2018 18:45