Skaðabótamál fjárfesta sem telja sig hafa orðið fyrir skaða vegna útblásturshneykslisins sem skók þýska bílaframleiðandann Volkswagen var tekið fyrir í Þýskalandi í dag. Fjárfestarnir krefjast rúmlega níu milljarða evra í skaðabætur. Þeir telja að fyrirtækið hefði átt að láta hluthafa vita af hneykslinu fyrr.
Volkswagen varð uppvíst af því að svindla á prófum sem mældu útblástur frá dísilbílum framleiðandans. Fyrirtækinu hefur verið gert að greiða 27,4 milljarða evra í sektir síðan auk þess sem hlutabréfaverð féll um 37% eftir að upp komst um svikin.
Stefnendurnir halda því fram að Volkswagen hafi brugðist í að greina hluthöfum frá fjárhagslegum afleiðingum hneykslisins, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hefðu fjárfestarnir vitað af svindlinu hefðu þeir mögulega selt hluti sína fyrr eða ekki bundið fé sitt í fyrirtækinu.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)